Ekki horfið frá fyrra mati á varnarþörf 28. nóvember 2006 06:30 F-15-þota varnarliðsins Bandarísku þoturnar fóru frá Keflavík fyrir fullt og allt í sumar, en íslensk stjórnvöld hafa ekki horfið formlega frá því mati að viðvera orrustuþotna hér sé „lágmarksvarnarviðbúnaður“. MYND/Heiða Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu. Þau hafa þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn og aðra bandamenn í NATO um hugsanlega aukna aðkomu þeirra að því að tryggja þessar þarfir eftir brottför bandaríska varnarliðsins héðan. Þetta segir Jón Egill Egilsson, yfirmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Við höfum grundvallarforsendurnar fyrir þörf á vörnum Íslands. Við teljum hins vegar að þetta sé ekki aðgreinanlegt frá vörnum Atlantshafsbandalagsins í heild sinni og bandamanna okkar. Þetta komi fleirum við en okkur einum,“ sagði Jón Egill er Fréttablaðið bar undir hann ummæli sem norski varnarmálaráðherrann Anne-Grete Strøm-Erichsen lætur falla í viðtali við blaðið í dag, þess efnis að eigið mat Íslendinga á þörfinni á varnarviðbúnaði hérlendis sé forsenda fyrir viðræðum um eflt varnarsamstarf. „Þessi mál þurfum við að reka í góðu samstarfi bæði við bandalagið sem slíkt, og einnig við þá bandamenn sem hlut eiga að máli, ekki bara Norðmenn, og þá fyrst og fremst Bandaríkin þar sem fyrir liggur að vinna skuli úr þeirri niðurstöðu sem náðist í viðræðunum um framhald varnarsamstarfsins,“ áréttar Jón Egill. Hann segir þessi ummæli norska ráðherrans mjög í samræmi við það sem áður hefur komið fram, að Norðmenn séu reiðubúnir til viðræðna við Íslendinga um þessi mál, en frumkvæðið verði að koma frá Íslendingum. „Þeir hafa lengi sagt að þeir séu til reiðu ef við viljum tala við þá. Það sem þeir vilja forðast er að það líti út fyrir að þeir séu að þrönga sér upp á okkur,“ útskýrir Jón Egill. Norðmenn séu hvorki að þröngva sér upp á Íslendinga, né láti þeir í það skína að „þeir þurfi að kenna okkur stafrófið,“ það er Íslendingar séu fullfærir um það sjálfir að skilgreina sínar varnarþarfir. Eins og kunnugt er var það lengi mat íslenskra stjórnvalda að föst viðvera fjögurra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli væri lágmarksviðbúnaður til að tryggja varnir landsins. Spurður hvort horfið hafi verið frá því mati eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að kalla allt sitt lið héðan, segir Jón Egill að svo sé í raun ekki. „Það hefur aldrei verið sagt að við höfum horfið frá því mati. Við höfum ítrekað sagt að við hljótum að falla innan þess heildarmats sem NATO og allir okkar bandamenn byggja á. Þar er í gildi grundvallarstefna og við hljótum að hafa hana sem einn útgangspunktinn þegar við metum okkar varnarþarfir,“ segir Jón Egill. Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu. Þau hafa þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn og aðra bandamenn í NATO um hugsanlega aukna aðkomu þeirra að því að tryggja þessar þarfir eftir brottför bandaríska varnarliðsins héðan. Þetta segir Jón Egill Egilsson, yfirmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Við höfum grundvallarforsendurnar fyrir þörf á vörnum Íslands. Við teljum hins vegar að þetta sé ekki aðgreinanlegt frá vörnum Atlantshafsbandalagsins í heild sinni og bandamanna okkar. Þetta komi fleirum við en okkur einum,“ sagði Jón Egill er Fréttablaðið bar undir hann ummæli sem norski varnarmálaráðherrann Anne-Grete Strøm-Erichsen lætur falla í viðtali við blaðið í dag, þess efnis að eigið mat Íslendinga á þörfinni á varnarviðbúnaði hérlendis sé forsenda fyrir viðræðum um eflt varnarsamstarf. „Þessi mál þurfum við að reka í góðu samstarfi bæði við bandalagið sem slíkt, og einnig við þá bandamenn sem hlut eiga að máli, ekki bara Norðmenn, og þá fyrst og fremst Bandaríkin þar sem fyrir liggur að vinna skuli úr þeirri niðurstöðu sem náðist í viðræðunum um framhald varnarsamstarfsins,“ áréttar Jón Egill. Hann segir þessi ummæli norska ráðherrans mjög í samræmi við það sem áður hefur komið fram, að Norðmenn séu reiðubúnir til viðræðna við Íslendinga um þessi mál, en frumkvæðið verði að koma frá Íslendingum. „Þeir hafa lengi sagt að þeir séu til reiðu ef við viljum tala við þá. Það sem þeir vilja forðast er að það líti út fyrir að þeir séu að þrönga sér upp á okkur,“ útskýrir Jón Egill. Norðmenn séu hvorki að þröngva sér upp á Íslendinga, né láti þeir í það skína að „þeir þurfi að kenna okkur stafrófið,“ það er Íslendingar séu fullfærir um það sjálfir að skilgreina sínar varnarþarfir. Eins og kunnugt er var það lengi mat íslenskra stjórnvalda að föst viðvera fjögurra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli væri lágmarksviðbúnaður til að tryggja varnir landsins. Spurður hvort horfið hafi verið frá því mati eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að kalla allt sitt lið héðan, segir Jón Egill að svo sé í raun ekki. „Það hefur aldrei verið sagt að við höfum horfið frá því mati. Við höfum ítrekað sagt að við hljótum að falla innan þess heildarmats sem NATO og allir okkar bandamenn byggja á. Þar er í gildi grundvallarstefna og við hljótum að hafa hana sem einn útgangspunktinn þegar við metum okkar varnarþarfir,“ segir Jón Egill.
Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira