Eigum ekki að bera okkur saman við Nýsjálendinga 30. nóvember 2006 07:15 Valdimar er búfræðingur sem starfað hefur hjá nýsjálenska landbúnaðarráðuneytinu, verið bankastjóri hjá Landsbankanum nýsjálenska, en starfar nú hjá alþjóðabankanum Rabobank. MYND/GVA Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í einhverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sérfræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrirvaralaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkisstyrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálendingum og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í landbúnaði þar en hér. „Nýsjálendingar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af framleiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálendinga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslendingar að bera sig saman við Danmörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagnrýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Framsal kvóta nýtist bara fyrstu kynslóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. [email protected] Viðskipti Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í einhverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sérfræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrirvaralaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkisstyrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálendingum og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í landbúnaði þar en hér. „Nýsjálendingar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af framleiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálendinga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslendingar að bera sig saman við Danmörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagnrýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Framsal kvóta nýtist bara fyrstu kynslóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. [email protected]
Viðskipti Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira