Eru Íslendingar pakk? 12. desember 2006 05:00 Opið bréf til íslensku þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haldið að Íslendingar væru bestir. Við erum svo frábær. Frekjan í Frökkum er fræg og hugsa ég oft að svona myndi fólk nú aldrei haga sér á Íslandi. Nei, á Íslandi eru allir kurteisir, hjálpsamir og góðir við hvern annan því við erum svo einangruð að við höfum bara okkur sjálf og þurfum að rækta eigin garð. Já, ég hef alltaf haldið að hið íslenska hjarta væri það besta og hinn íslenski náungi væri kurteis og góður við aðra. En það er misskilningur. Um daginn lenti ég í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði aldrei skipt um dekk sjálf en ætlaði að reyna eins og ég gæti. En boltarnir högguðust ekki. Og þarna var ég í þrjá tíma í nístandi frosti að reyna að losa bolta, juðaði, hamaðist á lyklinum, datt og allan þennan tíma var mér aldrei boðin hjálp. Þetta var í Vesturbænum þar sem búa margir gamlir eða vangefnir en ég var ekki einu sinni að búast við hjálp frá þeim þar sem þau horfðu á mig í hóp meðan þau biðu eftir strætó. Mér fannst sjálfsagt að þeir vangefnu myndu ekki bjóða fram aðstoð en um það bil þrjátíu karlmenn á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára gengu framhjá mér meðan ég var að reyna að skipta um dekk. Af hverju bauð enginn fram aðstoð? Og þetta var meira að segja daginn eftir að það kom grein í Blaðinu um hvað ég væri mikil dama. Hvaða fífl gengur framhjá dömu í kröggum og býður ekki fram aðstoð? Á fjórða tímanum hringdi ég í frænda minn sem uppgötvaði að græjurnar sem ég var með væru ónothæfar. Við fórum inn í Olís í Ánanaustum og báðum um að fá „kross" lánaðan. Mér var neitað vegna þess að þau selja „krossa" og eru þá náttúrulega ekkert að lána þá. Ég fer þá inn í verslunarkjarnann rétt hjá og spyr fjórtán starfsmenn hvort þeir séu með skiptilykil í bílnum sínum. Hver einn og einasti neitaði án þess að tékka á því. (Eru ekki verkfæri til að skipta um dekk í flestum seldum bílum?) Þetta eru Íslendingar og ég er einfaldlega í áfalli yfir þessari leti og framtaksleysi en þess má geta að eini ókunnugi maðurinn sem nennti að hjálpa mér var útlendingur! Þarf maður að vera alinn einhvern veginn sérstaklega upp til að bjóða fram aðstoð eða finnast sjálfsagt að skutla gömlum konum með Bónuspoka heim? Erum við orðin svo rík að við týnumst í efnishyggjunni og verðum pakk sem pælir ekkert í náungakærleik? Eða eru allir orðnir skíthræddir við að bregða út af vananum í hræðslu við að vera Tekinn í falinni myndavél? Mér finnst þetta glatað. Sorglegt og glatað. Eitt er að vera það stolt og töff að hópast ekki að frægum þegar þeir koma til landsins en að ganga framhjá fólki í vandræðum án þess að láta sér detta í hug að hægt væri að hjálpa ber vott um sjálfumglatt samfélag á niðurleið. Og við eigum að skammast okkar! Elsku Íslendingar. Látum þennan jólamánuð verða þann sem við gleymum afskiptaleysinu. Brosum til hvors annars. Hjálpum hvort öðru. Gefum stefnuljós. Þökkum fyrir með veifi ef einhver hleypir okkur inn í bílaröð. Blikkum fólk sem gleymdi að setja ljósin á. Stöndum upp fyrir gömlum í strætó. Þökkum fyrir í búðinni með brosi og síðast en ekki síst ... bjóðum fram aðstoð ef við sjáum einhvern sem gæti þarfnast hennar. Já, og látum alltaf laga bílana okkar hjá Nesdekkjum á Suðurströnd því þar vinna dásamlegir menn sem þekkja dömu þegar þeir sjá hana og hjálpa henni. Takk fyrir. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til íslensku þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haldið að Íslendingar væru bestir. Við erum svo frábær. Frekjan í Frökkum er fræg og hugsa ég oft að svona myndi fólk nú aldrei haga sér á Íslandi. Nei, á Íslandi eru allir kurteisir, hjálpsamir og góðir við hvern annan því við erum svo einangruð að við höfum bara okkur sjálf og þurfum að rækta eigin garð. Já, ég hef alltaf haldið að hið íslenska hjarta væri það besta og hinn íslenski náungi væri kurteis og góður við aðra. En það er misskilningur. Um daginn lenti ég í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði aldrei skipt um dekk sjálf en ætlaði að reyna eins og ég gæti. En boltarnir högguðust ekki. Og þarna var ég í þrjá tíma í nístandi frosti að reyna að losa bolta, juðaði, hamaðist á lyklinum, datt og allan þennan tíma var mér aldrei boðin hjálp. Þetta var í Vesturbænum þar sem búa margir gamlir eða vangefnir en ég var ekki einu sinni að búast við hjálp frá þeim þar sem þau horfðu á mig í hóp meðan þau biðu eftir strætó. Mér fannst sjálfsagt að þeir vangefnu myndu ekki bjóða fram aðstoð en um það bil þrjátíu karlmenn á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára gengu framhjá mér meðan ég var að reyna að skipta um dekk. Af hverju bauð enginn fram aðstoð? Og þetta var meira að segja daginn eftir að það kom grein í Blaðinu um hvað ég væri mikil dama. Hvaða fífl gengur framhjá dömu í kröggum og býður ekki fram aðstoð? Á fjórða tímanum hringdi ég í frænda minn sem uppgötvaði að græjurnar sem ég var með væru ónothæfar. Við fórum inn í Olís í Ánanaustum og báðum um að fá „kross" lánaðan. Mér var neitað vegna þess að þau selja „krossa" og eru þá náttúrulega ekkert að lána þá. Ég fer þá inn í verslunarkjarnann rétt hjá og spyr fjórtán starfsmenn hvort þeir séu með skiptilykil í bílnum sínum. Hver einn og einasti neitaði án þess að tékka á því. (Eru ekki verkfæri til að skipta um dekk í flestum seldum bílum?) Þetta eru Íslendingar og ég er einfaldlega í áfalli yfir þessari leti og framtaksleysi en þess má geta að eini ókunnugi maðurinn sem nennti að hjálpa mér var útlendingur! Þarf maður að vera alinn einhvern veginn sérstaklega upp til að bjóða fram aðstoð eða finnast sjálfsagt að skutla gömlum konum með Bónuspoka heim? Erum við orðin svo rík að við týnumst í efnishyggjunni og verðum pakk sem pælir ekkert í náungakærleik? Eða eru allir orðnir skíthræddir við að bregða út af vananum í hræðslu við að vera Tekinn í falinni myndavél? Mér finnst þetta glatað. Sorglegt og glatað. Eitt er að vera það stolt og töff að hópast ekki að frægum þegar þeir koma til landsins en að ganga framhjá fólki í vandræðum án þess að láta sér detta í hug að hægt væri að hjálpa ber vott um sjálfumglatt samfélag á niðurleið. Og við eigum að skammast okkar! Elsku Íslendingar. Látum þennan jólamánuð verða þann sem við gleymum afskiptaleysinu. Brosum til hvors annars. Hjálpum hvort öðru. Gefum stefnuljós. Þökkum fyrir með veifi ef einhver hleypir okkur inn í bílaröð. Blikkum fólk sem gleymdi að setja ljósin á. Stöndum upp fyrir gömlum í strætó. Þökkum fyrir í búðinni með brosi og síðast en ekki síst ... bjóðum fram aðstoð ef við sjáum einhvern sem gæti þarfnast hennar. Já, og látum alltaf laga bílana okkar hjá Nesdekkjum á Suðurströnd því þar vinna dásamlegir menn sem þekkja dömu þegar þeir sjá hana og hjálpa henni. Takk fyrir. Gleðileg jól.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun