Við sáum að hver króna skipti máli 14. desember 2006 05:00 Fyrir rúmu ári fórum við vinkonurnar til Úganda í A-Afríku til að taka þátt í verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt þar í landi í nokkur ár. Markmið verkefnisins er að aðstoða þá sem alnæmisfaraldurinn hefur snert á einn eða annan hátt. Stór hluti þeirrar aðstoðar felst í að veita fólki aðgang að hreinu vatni og auðvelda því þannig að takast á við sérhvern dag.Drekka vatn úr vatnsbólum dýraÁ meðan á dvöl okkar stóð kynntumst við þeirri miklu örbirgð sem fólkið bjó við og urðum við vitni að því hvað hægt er að gera mikið gagn fyrir litla peninga á okkar mælikvarða. Í gegnum starf samstarfsaðila Hjálparstarfsins í Rakaí-héraði kynntumst við fjölda munaðarlausra barna.Þau þurftu að bjarga sér um allt sjálf og á hverjum degi þurftu börnin að ganga berfætt marga kílómetra til að sækja vatn í óhrein vatnsból sem skepnurnar drukku líka úr. Þetta var því mikil erfiðisvinna auk þess sem börnin töpuðu miklum tíma frá ræktun eða vinnu fyrir nauðsynjum og launin því miður óheilsusamlegt vatn.Vatnstankur við húsiðÞað var mikill munur að kynnast svo þeim börnum sem komin voru inn í verkefni hjálparstarfsins á þessu svæði. Þau höfðu fengið fullorðinn umsjónarmann og ýmsa efnisaðstoð. Mörg höfðu fengið almennileg hús með stóran vatnstank við hliðina þar sem hægt var að safna rigningarvatni af þökum húsanna.Vatnstankurinn sparaði tíma og breytti öllu fyrir börnin til að halda heilsu og geta framfleytt sér. Ekki hafa öll munaðarlausu börnin fengið vatnstank við hús sín en mörg þeirra hafa nú aðgang að vatnsbrunnum sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur víða látið grafa. Heilnæmt vatn er grunnurinn að öllu öðru.Öll framlög nýtast – stór og smáJólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár líkt og í fyrra er helguð þessu þarfa verkefni. Í fyrra söfnuðust um 32 milljónir í jólasöfnunni og hafa 266 brunnar verið gerðir fyrir þá peninga en þeir geta veitt 266 þúsund manns aðgang að hreinu vatni. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Með betri heilsu getur fólk betur séð fyrir sér sjálft.Og það er markmiðið þarna - að hjálpa til sjálfshjálpar. Þörfin er þó enn til staðar og inn á öll heimili í landinu hefur nú verið dreift gíróseðlum að upphæð 2.500 krónum. Okkur er ljóst að ekki hafa allir tök á að greiða þá upphæð og því viljum við benda fólki á að líka er hægt að hringja í söfnunarsímann 907 2002 og gefa þá 1.100 kr. sem skuldfærast beint á símreikning notanda. Við sáum að hver króna skiptir máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári fórum við vinkonurnar til Úganda í A-Afríku til að taka þátt í verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt þar í landi í nokkur ár. Markmið verkefnisins er að aðstoða þá sem alnæmisfaraldurinn hefur snert á einn eða annan hátt. Stór hluti þeirrar aðstoðar felst í að veita fólki aðgang að hreinu vatni og auðvelda því þannig að takast á við sérhvern dag.Drekka vatn úr vatnsbólum dýraÁ meðan á dvöl okkar stóð kynntumst við þeirri miklu örbirgð sem fólkið bjó við og urðum við vitni að því hvað hægt er að gera mikið gagn fyrir litla peninga á okkar mælikvarða. Í gegnum starf samstarfsaðila Hjálparstarfsins í Rakaí-héraði kynntumst við fjölda munaðarlausra barna.Þau þurftu að bjarga sér um allt sjálf og á hverjum degi þurftu börnin að ganga berfætt marga kílómetra til að sækja vatn í óhrein vatnsból sem skepnurnar drukku líka úr. Þetta var því mikil erfiðisvinna auk þess sem börnin töpuðu miklum tíma frá ræktun eða vinnu fyrir nauðsynjum og launin því miður óheilsusamlegt vatn.Vatnstankur við húsiðÞað var mikill munur að kynnast svo þeim börnum sem komin voru inn í verkefni hjálparstarfsins á þessu svæði. Þau höfðu fengið fullorðinn umsjónarmann og ýmsa efnisaðstoð. Mörg höfðu fengið almennileg hús með stóran vatnstank við hliðina þar sem hægt var að safna rigningarvatni af þökum húsanna.Vatnstankurinn sparaði tíma og breytti öllu fyrir börnin til að halda heilsu og geta framfleytt sér. Ekki hafa öll munaðarlausu börnin fengið vatnstank við hús sín en mörg þeirra hafa nú aðgang að vatnsbrunnum sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur víða látið grafa. Heilnæmt vatn er grunnurinn að öllu öðru.Öll framlög nýtast – stór og smáJólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár líkt og í fyrra er helguð þessu þarfa verkefni. Í fyrra söfnuðust um 32 milljónir í jólasöfnunni og hafa 266 brunnar verið gerðir fyrir þá peninga en þeir geta veitt 266 þúsund manns aðgang að hreinu vatni. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Með betri heilsu getur fólk betur séð fyrir sér sjálft.Og það er markmiðið þarna - að hjálpa til sjálfshjálpar. Þörfin er þó enn til staðar og inn á öll heimili í landinu hefur nú verið dreift gíróseðlum að upphæð 2.500 krónum. Okkur er ljóst að ekki hafa allir tök á að greiða þá upphæð og því viljum við benda fólki á að líka er hægt að hringja í söfnunarsímann 907 2002 og gefa þá 1.100 kr. sem skuldfærast beint á símreikning notanda. Við sáum að hver króna skiptir máli!
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun