Skjaldbökur 9. janúar 2006 12:48 Skjaldbökur hafa verið mér hugleiknar um áramótin. Hjartnæmasta saga sem ég hef heyrt lengi er um flóðhestinn Owen sem villtist frá mömmu sinni í flóðbylgjunni í Kenýa á jólunum í fyrra. Fannst ráfandi ráðvilltur á ströndinni við Indlandshaf. Svo var farið með hann í dýragarð og þar gekk honum í foreldrisstað risaskjaldbaka, Mzee að nafni. Mzee er hundrað og tuttugu ára en Owen flóðhestur er eins árs. En félagarnir matast saman, sofa saman og eru óaðskiljanlegir. --- --- --- Harriet.Svo var ég að fletta heimsmetabók Guiness og þar er sagt frá skjaldbökunni Harriet sem sagt er að hafi verið fædd 1830 og sé ein af þremur skjaldbökum sem náttúrufræðingurinn Charles Darwin (já hann!) á að hafa flutt með sér frá Galapagoseyjum árið 1835. Harriet sem býr í dýragarði í Ástralíu er sögð vera elsta lifandi dýr á jörðinni - heims- og hugmyndasöguleg skepna ef þetta er allt satt.Maður spyr af hverju skjaldbökum af ölllum dýrum var gefið þetta langlífi? Er það af því þær eru svo hægfara? --- --- --- Tónleikarnir í Laugardalshöll á laugardagskvöldið voru víst vel heppnaðir. Sjálfur er ég orðinn svo kvöldsvæfur að ég fer sjaldan á samkomur sem eru haldnar svona seint. En margir sem ég þekki fóru - af ýmsum hvötum. Sumir þeirra eru raunar fullkomlega virkjanasinnaðir í hjarta sínu, öðrum er held ég hjartanlega sama. En músíkin var víst góð og allir hafa sjálfsagt drukkið í sig boðskapinn. Besta kommentið um tónleikana átti Vef-Þjóðviljinn sem spurði, svona fyrst þeim var stefnt gegn virkjunum, hvort þeir yrðu ekki örugglega órafmagnaðir? Það má líka spyrja hvort erlendu skemmtikraftarnir sem sungu meðal annars lagið Aluminium hafi ekki örugglega notast við annað en flugvélar og bifreiðar til að komast á tónleikastað? --- --- --- De gustibus non est disputandum. Það þýðir ekki að deila um smekk. Súsanna Svavarsdóttir skrifar um Túskildingsóperuna í Fréttablaðið og segir að bæði leikritið og tónlistin í því sé leiðinlegt. Jæja. Samt er þetta einhver vinsælasta músík sem var samin á síðustu öld og af einu merkasta tónskáldinu, Kurt Weill. Fyrir nú utan að leikritið lifir lengur og betur en flest önnur leikhúsverk. Það er hins vegar í nokkuð losaralegum kabarettstíl og fer ábyggilega seint í hóp vel saminna leikrita. Þetta er þó partur af sjarma þessa sérstæða stykkis sem er að hluta til samið upp úr eldra verki, Betlaraóperunni eftir John Gay. Bertolt Brecht var ötull ritþjófur en stal oft merkilega vel. Kvæðin í leikritinu eru mörg skopstælingar - til dæmis á Kipling - annað er galgopalegt en hefur um leið þennan dulúðuga dekadent blæ Weimarlýðveldisins. --- --- --- Ég hef verið illa haldinn af eftirjóladoða. Skil vel hvers vegna 3. janúar er talinn leiðinlegasti dagur ársins. En nú skal ég vera duglegur að uppfæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun
Skjaldbökur hafa verið mér hugleiknar um áramótin. Hjartnæmasta saga sem ég hef heyrt lengi er um flóðhestinn Owen sem villtist frá mömmu sinni í flóðbylgjunni í Kenýa á jólunum í fyrra. Fannst ráfandi ráðvilltur á ströndinni við Indlandshaf. Svo var farið með hann í dýragarð og þar gekk honum í foreldrisstað risaskjaldbaka, Mzee að nafni. Mzee er hundrað og tuttugu ára en Owen flóðhestur er eins árs. En félagarnir matast saman, sofa saman og eru óaðskiljanlegir. --- --- --- Harriet.Svo var ég að fletta heimsmetabók Guiness og þar er sagt frá skjaldbökunni Harriet sem sagt er að hafi verið fædd 1830 og sé ein af þremur skjaldbökum sem náttúrufræðingurinn Charles Darwin (já hann!) á að hafa flutt með sér frá Galapagoseyjum árið 1835. Harriet sem býr í dýragarði í Ástralíu er sögð vera elsta lifandi dýr á jörðinni - heims- og hugmyndasöguleg skepna ef þetta er allt satt.Maður spyr af hverju skjaldbökum af ölllum dýrum var gefið þetta langlífi? Er það af því þær eru svo hægfara? --- --- --- Tónleikarnir í Laugardalshöll á laugardagskvöldið voru víst vel heppnaðir. Sjálfur er ég orðinn svo kvöldsvæfur að ég fer sjaldan á samkomur sem eru haldnar svona seint. En margir sem ég þekki fóru - af ýmsum hvötum. Sumir þeirra eru raunar fullkomlega virkjanasinnaðir í hjarta sínu, öðrum er held ég hjartanlega sama. En músíkin var víst góð og allir hafa sjálfsagt drukkið í sig boðskapinn. Besta kommentið um tónleikana átti Vef-Þjóðviljinn sem spurði, svona fyrst þeim var stefnt gegn virkjunum, hvort þeir yrðu ekki örugglega órafmagnaðir? Það má líka spyrja hvort erlendu skemmtikraftarnir sem sungu meðal annars lagið Aluminium hafi ekki örugglega notast við annað en flugvélar og bifreiðar til að komast á tónleikastað? --- --- --- De gustibus non est disputandum. Það þýðir ekki að deila um smekk. Súsanna Svavarsdóttir skrifar um Túskildingsóperuna í Fréttablaðið og segir að bæði leikritið og tónlistin í því sé leiðinlegt. Jæja. Samt er þetta einhver vinsælasta músík sem var samin á síðustu öld og af einu merkasta tónskáldinu, Kurt Weill. Fyrir nú utan að leikritið lifir lengur og betur en flest önnur leikhúsverk. Það er hins vegar í nokkuð losaralegum kabarettstíl og fer ábyggilega seint í hóp vel saminna leikrita. Þetta er þó partur af sjarma þessa sérstæða stykkis sem er að hluta til samið upp úr eldra verki, Betlaraóperunni eftir John Gay. Bertolt Brecht var ötull ritþjófur en stal oft merkilega vel. Kvæðin í leikritinu eru mörg skopstælingar - til dæmis á Kipling - annað er galgopalegt en hefur um leið þennan dulúðuga dekadent blæ Weimarlýðveldisins. --- --- --- Ég hef verið illa haldinn af eftirjóladoða. Skil vel hvers vegna 3. janúar er talinn leiðinlegasti dagur ársins. En nú skal ég vera duglegur að uppfæra.