Augun beinast að eigendum DV 10. janúar 2006 19:51 Ég ætla ekki að skrifa langt mál um sjálfsmorð forsíðufréttar DV. En eigendur blaðsins þurfa alvarlega að hugsa sinn gang. Það eru ekki bara hinar ósæmilegu nafnbirtingar sem eru komnar út fyrir allan þjófabálk - oft er verið að slá upp fréttum af fólki sem er beinlínis veikt, fyrir utan þá sem engin sekt hefur verið sönnuð á - heldur er líka einhver hallærislegur meinfýsistónn í blaðinu, hefði máski einhvern tíma verið kenndur við níhilisma. Það er hlakkað yfir óförum annarra, eins og lífið sé andstyggilegur sirkus - til hvers þurfti til dæmis að segja að viðfangsefni forsíðunnar í dag væri "einhentur"? Útgáfa DV í núverandi mynd mun ekki ganga til lengdar, enda gengur blaðið til dæmis mun lengra en hliðstæð blöð á Norðurlöndunum. Nú er tími til að nema staðar, breyta stefnunni eða leggja niður blaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ég ætla ekki að skrifa langt mál um sjálfsmorð forsíðufréttar DV. En eigendur blaðsins þurfa alvarlega að hugsa sinn gang. Það eru ekki bara hinar ósæmilegu nafnbirtingar sem eru komnar út fyrir allan þjófabálk - oft er verið að slá upp fréttum af fólki sem er beinlínis veikt, fyrir utan þá sem engin sekt hefur verið sönnuð á - heldur er líka einhver hallærislegur meinfýsistónn í blaðinu, hefði máski einhvern tíma verið kenndur við níhilisma. Það er hlakkað yfir óförum annarra, eins og lífið sé andstyggilegur sirkus - til hvers þurfti til dæmis að segja að viðfangsefni forsíðunnar í dag væri "einhentur"? Útgáfa DV í núverandi mynd mun ekki ganga til lengdar, enda gengur blaðið til dæmis mun lengra en hliðstæð blöð á Norðurlöndunum. Nú er tími til að nema staðar, breyta stefnunni eða leggja niður blaðið.