Lífið

Bloggaðu þar sem þú ert staddur

Nú má blogga hvaðan sem er úr heiminum á BlogCentra.is hvort sem það er frá íslensku tjaldstæði eða veitingastað í Hong Kong m
Nú má blogga hvaðan sem er úr heiminum á BlogCentra.is hvort sem það er frá íslensku tjaldstæði eða veitingastað í Hong Kong m MYND/ Jóna Dögg

Nú geta allir bloggað með farsímanum á BlogCentral.is. Aðilar sem eru með bloggsvæði sitt á BlogCentral.is geta sent inn myndir og texta um leið og andinn kemur yfir bloggarann, hvar sem hann er í heiminum.

Þessi þjónusta er sett upp svo menn geti haldið t.d. sínu bloggi áfram meðan þeir fara í frí frá tölvunni eða hreinlega komast ekki í tölvuna þar sem ekki er netsamband. BlogCentral.is er stærsta bloggsvæði landsins og margir af bestu bloggurum á Íslandi blogga þar daglega. Því er ljóst að fjölda margir munu nýta sér þessa viðbót á vefnum.

Má því búast við líflegum færslum um eina mestu ferðamannahelgi ársins sem er framundan, þegar ferðalangar draga upp símann og upplýsa landann um stemninguna víða um land með myndum og textum.

 

Auðvelt er fyrir hópa að blogga saman á einni síðu og geta þá allir skráð inn símanúmerið sitt og sent blogg úr sínum síma. Þetta hefur verið algengt meðal vinahópa, saumaklúbba, skólafélaga og ferðaklúbba svo dæmi séu tekin.

 

Til að byrja að blogga, þarf notandinn að fara í vefstjórn og stillingar á BlogCentral.is, skrá þar inn símanúmerið sitt og um leið er hægt að blogga með símanum. Bloggið er svo sent á [email protected]. Þjónustan er gjaldfrjáls hjá BlogCentral, en greitt er venjulegt gjald fyrir hvert MMS skilaboð sem sent er, samkvæmt gjaldskrá símafyrirtækjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.