Vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun 8. ágúst 2006 18:45 Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari. Landvernd fundaði á dögunum með sex öðrum norrænum náttúruverndarsamtökum þar sem meðal annars var rætt um brottför varnarliðsins. Samtökin benda á að víða í heiminum hafi hlotist umtalsverð mengun þar sem herstöðvar hafi verið starfræktar en ekki er hve mikil mengunin er hér á landi. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir þó að vitað sé um menguð svæði. Það hafi reynst umfangsmikil grunnvatnsmengun á Suðurnesjum á níunda áratugnum og í kjölfar þess hafi þurft að loka vatnsbólum í Njarðvík. Mengunin sé því til staðar en spurningin sé hvar hún sé og fjölmörg svæði hafi ekki verið skoðuð með tilliti til þess. Aðspurður um hvers konar mengun sé að ræða nefnir Bergur þrávirk efni eins og PCB sem safnist upp í lífríkinu. Þá bendir hann einnig á hugsanlega blýmengun og leysiefnamengun líkt og fundist hafi í grunnvatninu á Suðurnesjum. Þá telja Landvernd og systursamtök þess að eðlilegt sé að Bandaríkjamenn borgi kostnaðinn af bæði rannsóknum og hreinsun svæðisins. Bergur segir að í umhverfisrétti nú til dags sé mengunarbótareglan í hávegum höfð en hún gangi út á að sá sem mengi borgi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði í samtali í við fréttastofu að ábending Landverndar væri þörf. Hún benti á að varnarviðræður milli Íslands og Bandaríkjanna stæðu nú yfir og þetta væri eitt af þeim málum sem undir væru. Það þyrfti því að bíða niðurstaðna í viðræðunum. Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari. Landvernd fundaði á dögunum með sex öðrum norrænum náttúruverndarsamtökum þar sem meðal annars var rætt um brottför varnarliðsins. Samtökin benda á að víða í heiminum hafi hlotist umtalsverð mengun þar sem herstöðvar hafi verið starfræktar en ekki er hve mikil mengunin er hér á landi. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir þó að vitað sé um menguð svæði. Það hafi reynst umfangsmikil grunnvatnsmengun á Suðurnesjum á níunda áratugnum og í kjölfar þess hafi þurft að loka vatnsbólum í Njarðvík. Mengunin sé því til staðar en spurningin sé hvar hún sé og fjölmörg svæði hafi ekki verið skoðuð með tilliti til þess. Aðspurður um hvers konar mengun sé að ræða nefnir Bergur þrávirk efni eins og PCB sem safnist upp í lífríkinu. Þá bendir hann einnig á hugsanlega blýmengun og leysiefnamengun líkt og fundist hafi í grunnvatninu á Suðurnesjum. Þá telja Landvernd og systursamtök þess að eðlilegt sé að Bandaríkjamenn borgi kostnaðinn af bæði rannsóknum og hreinsun svæðisins. Bergur segir að í umhverfisrétti nú til dags sé mengunarbótareglan í hávegum höfð en hún gangi út á að sá sem mengi borgi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði í samtali í við fréttastofu að ábending Landverndar væri þörf. Hún benti á að varnarviðræður milli Íslands og Bandaríkjanna stæðu nú yfir og þetta væri eitt af þeim málum sem undir væru. Það þyrfti því að bíða niðurstaðna í viðræðunum.
Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira