Höfuðpaurarnir sagðir í haldi lögreglu 11. ágúst 2006 12:15 Vörur sem bannað hefur verið að taka með sér í flug frá Los Angeles. MYND/AP Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaura hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins Washington Post hefur rannsókn á ráðabrugginu staðið í rúmt ár en það var í júlí í fyrra, eftir hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum, sem bresku lögreglunni barst ábending um grunsamlega hegðun nokkurra manna þar í landi. Út frá þessari ójósu ábendingu fór boltinn að rúlla og rannsóknin vatt upp á sig. Fylgst var með ferðum mannanna og símar þeirra og annarra hleraðir. Það var svo í gær sem breska lögreglan lét til skarar skríða og handtók tuttugu og fjóra menn. Í morgun bárust svo fréttir af því að pakistanska lögreglan hefði handtekið nokkra menn í tengslum við ráðabruggið fyrir rúmri viku, þar á meðal tvo Breta. Talið er að höfuðpaurarnir séu í haldi bresku lögreglunnar en fimm menn sem tengist málinu gangi enn lausir. Breska lögreglan hefur fryst innistæður á bankareikningum 19 þeirra sem eru nú í haldi og hafa þeir verið nafngreindir. Sá elsti er 35 ára en sá yngsti aðeins 17 ára. Bandarískir og breskir sérfræðingar segja ráðabruggið allt bera þess merki að liðsmenn al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi komið að því. Yfirvöld í Bretlandi hafa upplýst að mennirnir hafi ætlað að smygla sprengiefni í vökvaformi í gosflöskum um borð í vélarnar og nota síðan hvellhettur sem dulbúnar væru sem algengt raftæki. Heimildarmaður bandaríska blaðsins New York Times segir nokkra þeirra sem handteknir voru í Bretlandi hafa ferðast til Pakistan og gögn bendi til þess að þeir hafi átt þar fund með manni sem sagður er tengjast al Kaída. Samkvæmt áætlun hryðjuverkamannana áttu sjálfsmorðsárásir að eiga sér stað samtímis í flugvélunum á flugi frá London til Bandaríkjanna. Leyniþjónustan segir jafnframt að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað sér að halda æfingu í dag eða á morgun og svo átti að láta til skarar skríða á allra næstu dögum. Flug frá Íslandi til Bretlands og Bandaríkjanna er allt á áætlun í dag en miklar tafir urðu á flugi til og frá Lundúnum í gær. Vegna aukinnar öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli er farþegum bent á að mæta snemma í innritun og öryggisleit, auk þess er óskað eftir því að handfarangur sé takmarkaður eins og hægt er. Hafa ber í huga að farþegum gæti verið gert að innrita allan farangur sem þeir hafa meðferðis; handfarangur þar með talinn. Farþegum til Bandaríkjanna er bent á að vera ekki með vökva í handfarangi til að mynda gosdrykki, vatn, áfengi, ilmvötn og fleira. Til vökva telst líka sjampó, tannkrem og hárgel. Undanþegin banninu er mjólk fyrir smábörn, insúlín og nauðsynleg lyf. Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaura hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins Washington Post hefur rannsókn á ráðabrugginu staðið í rúmt ár en það var í júlí í fyrra, eftir hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum, sem bresku lögreglunni barst ábending um grunsamlega hegðun nokkurra manna þar í landi. Út frá þessari ójósu ábendingu fór boltinn að rúlla og rannsóknin vatt upp á sig. Fylgst var með ferðum mannanna og símar þeirra og annarra hleraðir. Það var svo í gær sem breska lögreglan lét til skarar skríða og handtók tuttugu og fjóra menn. Í morgun bárust svo fréttir af því að pakistanska lögreglan hefði handtekið nokkra menn í tengslum við ráðabruggið fyrir rúmri viku, þar á meðal tvo Breta. Talið er að höfuðpaurarnir séu í haldi bresku lögreglunnar en fimm menn sem tengist málinu gangi enn lausir. Breska lögreglan hefur fryst innistæður á bankareikningum 19 þeirra sem eru nú í haldi og hafa þeir verið nafngreindir. Sá elsti er 35 ára en sá yngsti aðeins 17 ára. Bandarískir og breskir sérfræðingar segja ráðabruggið allt bera þess merki að liðsmenn al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi komið að því. Yfirvöld í Bretlandi hafa upplýst að mennirnir hafi ætlað að smygla sprengiefni í vökvaformi í gosflöskum um borð í vélarnar og nota síðan hvellhettur sem dulbúnar væru sem algengt raftæki. Heimildarmaður bandaríska blaðsins New York Times segir nokkra þeirra sem handteknir voru í Bretlandi hafa ferðast til Pakistan og gögn bendi til þess að þeir hafi átt þar fund með manni sem sagður er tengjast al Kaída. Samkvæmt áætlun hryðjuverkamannana áttu sjálfsmorðsárásir að eiga sér stað samtímis í flugvélunum á flugi frá London til Bandaríkjanna. Leyniþjónustan segir jafnframt að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað sér að halda æfingu í dag eða á morgun og svo átti að láta til skarar skríða á allra næstu dögum. Flug frá Íslandi til Bretlands og Bandaríkjanna er allt á áætlun í dag en miklar tafir urðu á flugi til og frá Lundúnum í gær. Vegna aukinnar öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli er farþegum bent á að mæta snemma í innritun og öryggisleit, auk þess er óskað eftir því að handfarangur sé takmarkaður eins og hægt er. Hafa ber í huga að farþegum gæti verið gert að innrita allan farangur sem þeir hafa meðferðis; handfarangur þar með talinn. Farþegum til Bandaríkjanna er bent á að vera ekki með vökva í handfarangi til að mynda gosdrykki, vatn, áfengi, ilmvötn og fleira. Til vökva telst líka sjampó, tannkrem og hárgel. Undanþegin banninu er mjólk fyrir smábörn, insúlín og nauðsynleg lyf.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira