Leyniskyttur fella um 20 pílagríma 20. ágúst 2006 19:30 Írösk kona syrgir son sinn sem féll fyrir hendi leyniskyttu í Bagdad í dag. Eftirlifandi synir hennar sitja hjá henni. MYND/AP Að minnsta kosti 20 pílagrímar féllu fyrir hendi leyniskyttna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 300 þeirra særðust. Sjíar voru þar á leið að helgidómi til að votta látnum trúarleiðtoga virðingu sína. Öfgamenn úr röðum súnnía eru sagðir standa að baki ódæðunum. Öryggissveitarmenn voru í viðbragðsstöðu þar sem þúsundir sjía-múslima lögðu leið sína að helgidómi trúarleiðtogans Moussa Kadhim í Kazimiyah, úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks í dag. Þangað leggja þeir leið sína á ári hverju. Mikil öryggisgæsla var á staðnum og var leitað á öllum við innganginn. Hermenn fylgdust vandlega með hreyfingum á nálægum húsþökum. Bílaumferð var bönnuð í nágrenninu. Fyrr í dag voru minnst tuttugu pílagrímar felldir í árásum leyniskytta í þremur hverfum súnnía í Bagdad. Hátt í þrjú hundruð særðust. Lögregla segir að sérstök örugg leið hafi verið mörkuð fyrir pílagrímana að helgidómnum en þar sem svo margir lögðu leið sína þangað reyndu sumir að stytta sér leið og voru þá auðveld skotmörk þeirra öfgamanna sem höfðu komið sér fyrir á húsþökum utan öryggissvæðisins. Varnarmálaráðherra Íraks segir lögreglu hafa handtekið 30 menn sem grunaðir eru um að hafa skotið á mannfjöldann. 14 lögreglumenn særðust í átökum við þá. Óttast var, fyrir daginn í dag, að hætta væri á mannskæðum árásum en pílagrímarnir létu það ekki á sig fá og héldu ótrauðir ferð sinni áfram. Atburðir síðasta árs höfðu heldur engin áhrif en þá fórust nærri þúsund pílagrímar í troðningi sem varð þegar það kvisaðist út að sjálfsvígssprengjuárás væri yfirvofandi. Sjíar trúa því að Súnniar hafi eitrað fyrir Kadhim í fangelsi árið 799 fyrir krist. Kadhim er einn 12 helgra manna Sjía. Sjíum í Írak var bannað að safnast saman á trúarhátíðum sínum meðan Saddam Hússein var forseti og súnníar voru við völd. Síðan Saddam var komið frá völdum árið 2003 hafa stjórnmálamenn sjía og trúarleiðtogar þeirra hvatt fólk til að fagna trú sinni á götum úti. Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Að minnsta kosti 20 pílagrímar féllu fyrir hendi leyniskyttna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 300 þeirra særðust. Sjíar voru þar á leið að helgidómi til að votta látnum trúarleiðtoga virðingu sína. Öfgamenn úr röðum súnnía eru sagðir standa að baki ódæðunum. Öryggissveitarmenn voru í viðbragðsstöðu þar sem þúsundir sjía-múslima lögðu leið sína að helgidómi trúarleiðtogans Moussa Kadhim í Kazimiyah, úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks í dag. Þangað leggja þeir leið sína á ári hverju. Mikil öryggisgæsla var á staðnum og var leitað á öllum við innganginn. Hermenn fylgdust vandlega með hreyfingum á nálægum húsþökum. Bílaumferð var bönnuð í nágrenninu. Fyrr í dag voru minnst tuttugu pílagrímar felldir í árásum leyniskytta í þremur hverfum súnnía í Bagdad. Hátt í þrjú hundruð særðust. Lögregla segir að sérstök örugg leið hafi verið mörkuð fyrir pílagrímana að helgidómnum en þar sem svo margir lögðu leið sína þangað reyndu sumir að stytta sér leið og voru þá auðveld skotmörk þeirra öfgamanna sem höfðu komið sér fyrir á húsþökum utan öryggissvæðisins. Varnarmálaráðherra Íraks segir lögreglu hafa handtekið 30 menn sem grunaðir eru um að hafa skotið á mannfjöldann. 14 lögreglumenn særðust í átökum við þá. Óttast var, fyrir daginn í dag, að hætta væri á mannskæðum árásum en pílagrímarnir létu það ekki á sig fá og héldu ótrauðir ferð sinni áfram. Atburðir síðasta árs höfðu heldur engin áhrif en þá fórust nærri þúsund pílagrímar í troðningi sem varð þegar það kvisaðist út að sjálfsvígssprengjuárás væri yfirvofandi. Sjíar trúa því að Súnniar hafi eitrað fyrir Kadhim í fangelsi árið 799 fyrir krist. Kadhim er einn 12 helgra manna Sjía. Sjíum í Írak var bannað að safnast saman á trúarhátíðum sínum meðan Saddam Hússein var forseti og súnníar voru við völd. Síðan Saddam var komið frá völdum árið 2003 hafa stjórnmálamenn sjía og trúarleiðtogar þeirra hvatt fólk til að fagna trú sinni á götum úti.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira