Neyðarástand vegna Ernesto 29. ágúst 2006 12:45 Bush Bandaríkjaforseti á ferð um svæðið fyrir tæpu ári. MYND/AP Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Íbúar á Flórída hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að þegar Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld verði hann sterkur hitabeltisstormur, en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur. Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær. Fellibyljatímabilið á svæðinu í fyrra var það versta í sögunni og nú er ár frá því fellibylurinn Katrín reið yfir. Katrín myndaðist yfir Bahama-eyjum tuttugasta og þriðja ágúst í fyrra og fór þá yfir Suður-Flórída og mældist þá sem fyrsta stigs fellibylur. Urðu nokkrar skemmdir þar. Það var svo í Mexíkóflóa sem bylurinn sótti í sig veðrið og varð öflugasti fellibylur sögunnar. Eitthvað dró þó úr styrk Katrínar þegar hún náði landi í suð-austur Louisiana fyrir ári. Bylurinn eyrði litlu sem engu og olli miklum skemmdum í Mobile, Alabama, og Biloxi. Stíflugarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að áttatíu prósent borgarinnar fóru undir vatn. Áætlað er að kostnaður vegna skemmda eftir Katrínu nemi jafnvirði hátt í sex þúsund milljarða íslenskra króna. Hátt í tvö þúsund manns týndu lífi í veðurofsanum. Bush Bandaríkjaforseti kom til Biloxi í gær en hann heimsækir nú þau svæði sem verst urðu úti í bylnum. Hann telur ólíklegt að meira fé verði varið til endurbyggingar en því sem þegar hafi verið heitið. Stjórnvöld hafa eyrnamerkt jafnvirði sjö þúsund milljarða króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist. Bush segir það að líkast til taka mörg ár að koma lífi íbúa á svæðinu í samt horf á ný en að því verði unnið ötullega. Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir. Erlent Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Íbúar á Flórída hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að þegar Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld verði hann sterkur hitabeltisstormur, en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur. Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær. Fellibyljatímabilið á svæðinu í fyrra var það versta í sögunni og nú er ár frá því fellibylurinn Katrín reið yfir. Katrín myndaðist yfir Bahama-eyjum tuttugasta og þriðja ágúst í fyrra og fór þá yfir Suður-Flórída og mældist þá sem fyrsta stigs fellibylur. Urðu nokkrar skemmdir þar. Það var svo í Mexíkóflóa sem bylurinn sótti í sig veðrið og varð öflugasti fellibylur sögunnar. Eitthvað dró þó úr styrk Katrínar þegar hún náði landi í suð-austur Louisiana fyrir ári. Bylurinn eyrði litlu sem engu og olli miklum skemmdum í Mobile, Alabama, og Biloxi. Stíflugarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að áttatíu prósent borgarinnar fóru undir vatn. Áætlað er að kostnaður vegna skemmda eftir Katrínu nemi jafnvirði hátt í sex þúsund milljarða íslenskra króna. Hátt í tvö þúsund manns týndu lífi í veðurofsanum. Bush Bandaríkjaforseti kom til Biloxi í gær en hann heimsækir nú þau svæði sem verst urðu úti í bylnum. Hann telur ólíklegt að meira fé verði varið til endurbyggingar en því sem þegar hafi verið heitið. Stjórnvöld hafa eyrnamerkt jafnvirði sjö þúsund milljarða króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist. Bush segir það að líkast til taka mörg ár að koma lífi íbúa á svæðinu í samt horf á ný en að því verði unnið ötullega. Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir.
Erlent Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira