Komu í veg fyrir alvarlega árás 12. september 2006 12:00 MYND/AP Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. Sýrlensk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta hve margir hafi fallið í átökunum og því hafa borist misvísandi fréttir af mannfallli úr röðum öryggissveita og hryðjuverkamanna fram eftir morgni. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar munu þrír árásarmenn hafa fallið og sá fjórði særst alvarlega. Einnig hefur verið fullyrt að tveir öryggissveitarmenn hafi fallið en það hefur ekki fengist staðfest. BBC segir minnst þrjá hryðjuverkamenn hafa reynt að aka bíl hlöðnum sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið en það ekki tekist þar sem öryggissveitir hafi svarað með skothríð. Bílinn mun þá hafa sprungið fyrir utan sendiráðið. Árásarmennirnir voru sagði vopnaðir handsprengjum og byssum. Að sögn vitna leituðu tveir þeirra sér skjóls í nærliggjandi byggingu en voru eltir uppi og skotnir. Fyrstu fréttir af árásinni bárust snemma í morgun en þá mátti sjá reyk leggja frá sendiráðinu og heyra skothríð berast þaðan. Sýrlenskir öryggissveitarmenn umkringdu sendiráðið þá þegar. Þegar allt var yfirstaðið fékkst staðfest að engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu hefði sakað. Kínverskur sendifulltrúi var fluttur á sjúkrahús en hann hafði særst lítillega í sprengingunni þar sem hann stóð á þaki sendiráðs Kínverja sem stendur við sömu götu og það bandaríska. Töluverð spenna hefur magnast í Sýrlandi síðustu daga og andúð á Bandaríkjamönnum aukist þar sem stjórnvöld í Washington hafa sagt Sýrlendinga útvega andspyrnumönnum í Írak vopn og gera lítið til að stöðva vopnaflutninga til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Í apríl 2004 féllu fjórir í átökum sýrlenskra lögreglumanna og grunaðra hryðjuverkamanna nálægt sendiráðum í Damascus. Fjórir aðrir féllu í júní síðastliðnum þegar öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir sprengjuárás við myndver ríkisrekna sjónvarpsins í Sýrlandi. Þá hafa yfirvöld sakað herskáa múslima um að hafa lagt bíl, hlöðnum sprengiefni, fyrir utan kanadíska sendiráðið í Damascus. Erlent Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. Sýrlensk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta hve margir hafi fallið í átökunum og því hafa borist misvísandi fréttir af mannfallli úr röðum öryggissveita og hryðjuverkamanna fram eftir morgni. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar munu þrír árásarmenn hafa fallið og sá fjórði særst alvarlega. Einnig hefur verið fullyrt að tveir öryggissveitarmenn hafi fallið en það hefur ekki fengist staðfest. BBC segir minnst þrjá hryðjuverkamenn hafa reynt að aka bíl hlöðnum sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið en það ekki tekist þar sem öryggissveitir hafi svarað með skothríð. Bílinn mun þá hafa sprungið fyrir utan sendiráðið. Árásarmennirnir voru sagði vopnaðir handsprengjum og byssum. Að sögn vitna leituðu tveir þeirra sér skjóls í nærliggjandi byggingu en voru eltir uppi og skotnir. Fyrstu fréttir af árásinni bárust snemma í morgun en þá mátti sjá reyk leggja frá sendiráðinu og heyra skothríð berast þaðan. Sýrlenskir öryggissveitarmenn umkringdu sendiráðið þá þegar. Þegar allt var yfirstaðið fékkst staðfest að engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu hefði sakað. Kínverskur sendifulltrúi var fluttur á sjúkrahús en hann hafði særst lítillega í sprengingunni þar sem hann stóð á þaki sendiráðs Kínverja sem stendur við sömu götu og það bandaríska. Töluverð spenna hefur magnast í Sýrlandi síðustu daga og andúð á Bandaríkjamönnum aukist þar sem stjórnvöld í Washington hafa sagt Sýrlendinga útvega andspyrnumönnum í Írak vopn og gera lítið til að stöðva vopnaflutninga til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Í apríl 2004 féllu fjórir í átökum sýrlenskra lögreglumanna og grunaðra hryðjuverkamanna nálægt sendiráðum í Damascus. Fjórir aðrir féllu í júní síðastliðnum þegar öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir sprengjuárás við myndver ríkisrekna sjónvarpsins í Sýrlandi. Þá hafa yfirvöld sakað herskáa múslima um að hafa lagt bíl, hlöðnum sprengiefni, fyrir utan kanadíska sendiráðið í Damascus.
Erlent Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira