Kosningabaráttan í Svíþjóð harðnar stöðugt 15. september 2006 12:30 Leiðtogar flokkanna í Svíþjóð. Efst til hægri: Lars Leijonborg (Þjóðarflokknum), Fredrik Reindfeldt (Íhaldsflokknum), Maud Olofsson (Miðjuflokknum), Göran Hagglund (Kristilegum demókrötum) og Nils Lundgren (Júnílistanum). Neðri röð: Gudrun Schyman (Kvennaframboðinu) Göran Persson (Jafnaðarmannaflokknum), Lars Ohly ( Vinstri flokknum) Peter Eriksson and Maria Wetterstrand (Græningjum ). MYND/AP Skoðanakannanir skera ekki úr um hvort vinstri eða hægri flokkarnir i Svíþjóð fari með sigur af hólmi i þingkosningunum um helgina, en kosningabaráttan er stöðugt að harðna. Það er heitt í veðri í Svíþjóð og heitt í kolunum í pólitíkinni. Slagur flokkanna um það hver hlýtur flest þingsæti í kosningunm á sunnudag virðis hnífjafn. Skoðanakannanir sýna eins til tveggja prósentustiga sveiflur milli daga og það nægir til að meirihlutafylgi flytjist frá hægri flokkunum til þeirra vinstri eða öfugt. Hægra bandalagið nýtur meira fylgis í borgunum en vinstri flokkarnir á landsvísu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni hægrabandalagsins, reynir því að afla því atkvæða með vinnustaðaheimsóknum. „Ég einbeiti mér að atvinnumálum og þá verður maður að kynna sér veruleikann," segir Reinfeldt. Göran Persson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir hægri menn munu skerða kjör hinna lakast settu komist þeir til valda. Hann blæs á gagnrýni á efnahagsstjórnina og segir að sjái menn ekki þróun úti á landi á tugþúsundum vinnustaða verði ekki neinn hagvöxtur. Hægrabandalagið er samfylking fjögurra flokka en jafnaðarmenn vilja sitja í minnihlutastjórn í skjóli græningja og vinstri manna. Kröfur þeirra um ráðherrastóla svarar Göran Persson með því að segjast getað hugsað sér samstarf við einhvern hægri flokkanna, Þjóðarflokkinn til dæmis, ef þörf krefur. Mestar líkur eru sem sagt á því að mynduð verði einhvers konar samsteypustjórn eftir kosningarnar. Ný skoðanakönnun sem birt var í sænskum fjölmiðlum í morgun sýnir að aðeins muni núll komma sex prósentum á fylkingunum, jafnaðarmönnum í vil. Talið er að svo mjótt verði á mununum að endanleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudaginn þegar búið verður að telja utankjörfundaratkvæði. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Skoðanakannanir skera ekki úr um hvort vinstri eða hægri flokkarnir i Svíþjóð fari með sigur af hólmi i þingkosningunum um helgina, en kosningabaráttan er stöðugt að harðna. Það er heitt í veðri í Svíþjóð og heitt í kolunum í pólitíkinni. Slagur flokkanna um það hver hlýtur flest þingsæti í kosningunm á sunnudag virðis hnífjafn. Skoðanakannanir sýna eins til tveggja prósentustiga sveiflur milli daga og það nægir til að meirihlutafylgi flytjist frá hægri flokkunum til þeirra vinstri eða öfugt. Hægra bandalagið nýtur meira fylgis í borgunum en vinstri flokkarnir á landsvísu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni hægrabandalagsins, reynir því að afla því atkvæða með vinnustaðaheimsóknum. „Ég einbeiti mér að atvinnumálum og þá verður maður að kynna sér veruleikann," segir Reinfeldt. Göran Persson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir hægri menn munu skerða kjör hinna lakast settu komist þeir til valda. Hann blæs á gagnrýni á efnahagsstjórnina og segir að sjái menn ekki þróun úti á landi á tugþúsundum vinnustaða verði ekki neinn hagvöxtur. Hægrabandalagið er samfylking fjögurra flokka en jafnaðarmenn vilja sitja í minnihlutastjórn í skjóli græningja og vinstri manna. Kröfur þeirra um ráðherrastóla svarar Göran Persson með því að segjast getað hugsað sér samstarf við einhvern hægri flokkanna, Þjóðarflokkinn til dæmis, ef þörf krefur. Mestar líkur eru sem sagt á því að mynduð verði einhvers konar samsteypustjórn eftir kosningarnar. Ný skoðanakönnun sem birt var í sænskum fjölmiðlum í morgun sýnir að aðeins muni núll komma sex prósentum á fylkingunum, jafnaðarmönnum í vil. Talið er að svo mjótt verði á mununum að endanleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudaginn þegar búið verður að telja utankjörfundaratkvæði.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira