Segja lýðræði komið aftur á hið fyrsta 19. september 2006 22:30 Hermenn á götum Bangkok í dag. MYND/AP Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Það var síðdegis í dag, eða um miðnætti að staðartíma, sem skriðdrekar umkringdu stjórnarráðið í Bangkok og hermenn réðust þar til inngöngu. Í kjölfarið lýsti Thanksin Shinawatra, forsætisráðherra, yfir neyðarástandi í landinu, en hann er staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og segist ennþá vera við völd. Á sjöunda tímanum í kvöld lýstu leiðtogar klofningshóps úr hernum því hins vegar yfir að herlög giltu í landinu, ríkisstjórnin hefði verið leyst frá völdum og stjórnarskráin felld úr gildi. Þeir sögðu valdaránið nauðsynlegt vegna langvarandi spillingar ríkisstjórnarinnar. Lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og frekast væri kostur. Leiðtogar klofningshópsins fóru síðan á fund Bhumibols konungs. Leiðtogi hópsins er Sonthi Boonyaratglin, herforingi, sem var rekinn í dag. Klofningshópurinn hefur lýst yfir stuðningi við konung en það þarf þó ekki að þýða að hann standi að baki valdaráninu, enda nýtur hann mikils stuðnings meðal langflestra þegna sinna og því þarf ekki að koma á óvart að þeir sem ræni völdum lýsi yfir stuðningi við hann. Sá orðrómur hefur verið þrálátur um nokkurt skeið í Taílandi að herinn hyggðist láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni, enda óhætt að segja að forsætisráðherrann hafi verið umdeildur og sakaður um að skara eld að köku sinni og gera vel við ættingja og vini. Hann leysti upp þing í febrúar og flokkur hans sigraði svo í kosningum í apríl en þær voru síðan dæmdar ólöglegar og því átti að kjósa á ný í haust. Líklegt var talið að flokkur forsætisráðherrans færi með sigur af hólmi þar sem hann nýtur töluverðs stuðnings á landsbyggðinni. Enn virðist ekki hafa komið til blóðsúthellingar í valdaráninu. Óvíst er hvenær forsætisráðherrann snýr aftur heim en vitað er að hann hefur hætt við ræðu sína á allsherjarþinginu og mun að öllum líkindum snúa heim fyrr en áætlað var. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Það var síðdegis í dag, eða um miðnætti að staðartíma, sem skriðdrekar umkringdu stjórnarráðið í Bangkok og hermenn réðust þar til inngöngu. Í kjölfarið lýsti Thanksin Shinawatra, forsætisráðherra, yfir neyðarástandi í landinu, en hann er staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og segist ennþá vera við völd. Á sjöunda tímanum í kvöld lýstu leiðtogar klofningshóps úr hernum því hins vegar yfir að herlög giltu í landinu, ríkisstjórnin hefði verið leyst frá völdum og stjórnarskráin felld úr gildi. Þeir sögðu valdaránið nauðsynlegt vegna langvarandi spillingar ríkisstjórnarinnar. Lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og frekast væri kostur. Leiðtogar klofningshópsins fóru síðan á fund Bhumibols konungs. Leiðtogi hópsins er Sonthi Boonyaratglin, herforingi, sem var rekinn í dag. Klofningshópurinn hefur lýst yfir stuðningi við konung en það þarf þó ekki að þýða að hann standi að baki valdaráninu, enda nýtur hann mikils stuðnings meðal langflestra þegna sinna og því þarf ekki að koma á óvart að þeir sem ræni völdum lýsi yfir stuðningi við hann. Sá orðrómur hefur verið þrálátur um nokkurt skeið í Taílandi að herinn hyggðist láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni, enda óhætt að segja að forsætisráðherrann hafi verið umdeildur og sakaður um að skara eld að köku sinni og gera vel við ættingja og vini. Hann leysti upp þing í febrúar og flokkur hans sigraði svo í kosningum í apríl en þær voru síðan dæmdar ólöglegar og því átti að kjósa á ný í haust. Líklegt var talið að flokkur forsætisráðherrans færi með sigur af hólmi þar sem hann nýtur töluverðs stuðnings á landsbyggðinni. Enn virðist ekki hafa komið til blóðsúthellingar í valdaráninu. Óvíst er hvenær forsætisráðherrann snýr aftur heim en vitað er að hann hefur hætt við ræðu sína á allsherjarþinginu og mun að öllum líkindum snúa heim fyrr en áætlað var.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira