Glæsilegasti menntamálaráðherra í heiminum? 29. september 2006 15:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir heillaði Jón Ársæl við gerð þáttarins, en hann fór með henni um víðan völl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður næsti gestur Jón Ársæls í Sjálfstæðu fólki sem nú hefur hafið göngu sína sjötta árið í röð. Þátturinn hefur eins og kunnugt er hlotið Edduverðlaunin þrjú síðastliðin ár sem besti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi auk þess að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna í alls fimm skipti. "Hún er skarpgreind og stórskemmtileg auk þess að vera lang glæsilegasti menntamálaráðherrann í heiminum í dag. Ef allir stjórnmálamenn okkar væru eins og Þorgerður Katrín væri ég fyrir löngu búinn að gefa kost á mér í framboð," segir Jón Ársæll. "Það er búið að vera einkar skemmtilegt að fylgjast með Þorgerði Katrínu", heldur Jón Ársæll áfram. "Hún kemur með ferskan andblæ sunnan úr Hafnarfirði inn í þá undarlegtu tík, pólitíkina. Hún er valkyrja, menntuð í stjórnmálafræði auk þess að vera lögmaður, fæddur leiðtogi og hefur einkar skemmtilega nærveru. Hún fær einkunnina fimmtán af tíu mögulegu." Við fylgjumst með ráðherra og spyrjum þá sem þekkja til Þorgerðar Katrínar um kosti hennar og lesti. Ræðum meðal annars við eiginmann hennar Kristján Arason handboltakappa og einn af stjórnendum KB banka. Faðir ráðherrans kemur einnig við sögu en það er, eins og kunnugt er, enginn annar en Gunnar Eyjólfsson leikari og skátahöfðingi. Við fylgjumst með ráðherranum að störfum bæði hér heima og alla leið austur í Kína þar sem hún heimsótti nýlega ráðamenn. Við erum líka boðin í kjötsúpu suður í Hafnarfjörð sem faðir ráðherrans eldar með tilþrifum á ógleymanlegan hátt. Ráðherra í blíðu og stríðu næsta sunnudagskvöld, strax eftir mjaltir. Sjálfstætt fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar sinnum útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú síðast árið 2005. Jón Ársæll Þórðarson heldur uppteknum hætti og leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum Íslendingum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2, sunnudaginn 1. október kl. 20. Þátturinn er endursýndur á laugardögum kl. 17:10. Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður næsti gestur Jón Ársæls í Sjálfstæðu fólki sem nú hefur hafið göngu sína sjötta árið í röð. Þátturinn hefur eins og kunnugt er hlotið Edduverðlaunin þrjú síðastliðin ár sem besti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi auk þess að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna í alls fimm skipti. "Hún er skarpgreind og stórskemmtileg auk þess að vera lang glæsilegasti menntamálaráðherrann í heiminum í dag. Ef allir stjórnmálamenn okkar væru eins og Þorgerður Katrín væri ég fyrir löngu búinn að gefa kost á mér í framboð," segir Jón Ársæll. "Það er búið að vera einkar skemmtilegt að fylgjast með Þorgerði Katrínu", heldur Jón Ársæll áfram. "Hún kemur með ferskan andblæ sunnan úr Hafnarfirði inn í þá undarlegtu tík, pólitíkina. Hún er valkyrja, menntuð í stjórnmálafræði auk þess að vera lögmaður, fæddur leiðtogi og hefur einkar skemmtilega nærveru. Hún fær einkunnina fimmtán af tíu mögulegu." Við fylgjumst með ráðherra og spyrjum þá sem þekkja til Þorgerðar Katrínar um kosti hennar og lesti. Ræðum meðal annars við eiginmann hennar Kristján Arason handboltakappa og einn af stjórnendum KB banka. Faðir ráðherrans kemur einnig við sögu en það er, eins og kunnugt er, enginn annar en Gunnar Eyjólfsson leikari og skátahöfðingi. Við fylgjumst með ráðherranum að störfum bæði hér heima og alla leið austur í Kína þar sem hún heimsótti nýlega ráðamenn. Við erum líka boðin í kjötsúpu suður í Hafnarfjörð sem faðir ráðherrans eldar með tilþrifum á ógleymanlegan hátt. Ráðherra í blíðu og stríðu næsta sunnudagskvöld, strax eftir mjaltir. Sjálfstætt fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar sinnum útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú síðast árið 2005. Jón Ársæll Þórðarson heldur uppteknum hætti og leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum Íslendingum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2, sunnudaginn 1. október kl. 20. Þátturinn er endursýndur á laugardögum kl. 17:10.
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira