Latibær á hvíta tjaldið 30. september 2006 12:15 Stúdíó Latabæjar er eitt það fullkomnasta í heiminum. Hér má sjá starfsfólk Latabæjar við tökur á nýjust þáttaröð Latabæjar en þeim tökum er nýlokið. Tveir þættir úr nýrri þáttaröð um Latabæ verða sýndir í Sambíóunum Kringlunni sem hluti af Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem fram fer dagana 28. september til 8. október. "Bíóið í Kringlunni er eitt af einungis 900 kvikmyndahúsum í heiminum sem getur sýnt efni í "High Definition". Hér er því virkilega um einstakan viðburð að ræða", segir Raymond Le Gué framleiðandi Latabæjarþáttanna sem unnið hefur með Dolby undanfarnar vikur við að undirbúa þættina fyrir þessar sýningar. "Ég hef alltaf sagt að það sé ekki erfitt að gera mig ánægðan, svo lengi sem um það allra besta er að ræða. Þegar við gerðum prófanir á Latabæjarþáttunum í sínum bestu gæðum í Sambíóunum Kringlunni í síðustu viku varð ég hins vegar algjörlega orðlaus. Gæðin voru hreint ótrúleg og loksins sáum við allan afrakstur þeirrar vinnu sem við í Latabæ höfum lagt að baki til að gera þættina að vandaðasta barnaefni sem um getur í heiminum. Þeir sem leggja leið sína í Kringlubíó til að sjá Latabæ á hvíta tjaldinu eiga án efa eftir að verða jafn undrandi og við sem að þáttunum stöndum." segir Magnús Scheving. Þegar undirbúningur fyrir fyrstu tökur á Latabæ hófst fyrir um þremur árum síðan var ákveðið að stíga skrefið til fulls og taka þættina upp í "High Definition" sem þýðir einfaldlega það að unnið er með hærri upplausn en gengur og gerist sem svo skilar sér í mun betri myndgæðum. Með þeirri ákvörðun varð Latibær fyrsta sjónvarpsefni fyrir börn sem tekið var upp í slíkum gæðum. "High Definition" er þó ekki enn komið í almenna notkun, hvorki í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi, og því hefur almenningur hingað til ekki fengið að njóta þáttanna í fullum gæðum. Nú gefst þó tækifærið þar sem Latibær hefur látið útbúa tvo þætti úr glænýrri þáttaröð til "High Definition" sýninga á hvíta tjaldinu. Í dag klukkan 16:00 verður svokölluð fagsýning á Latabæ þar Magnús Scheving leikstjóri og höfundur Latabæjar og Raymond Le Gué framleiðandi munu kynna framleiðslu þáttanna og sitja fyrir svörum að sýningu lokinni. "Ég held að margir Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því að í miðju iðnaðarhverfi í hrauninu í Garðabæ er eitt fullkomnasta stúdíó í heiminum. Það er einstakt á þann veg að öll vinna við þættina fer fram þar. Fyrir utan tökurnar sjálfar felur það í sér búninga- og leikmyndagerð, klippingu, tæknibrellur, kvikmyndatónlist, hljóðvinnslu, litvinnslu og allt annað sem þarf til að skila af sér fullunninni vöru í heimsklassa", segir Raymond. Til viðbótar við fagsýninguna í dag verða svo þrjár fjölskyldusýningar á Latabæjarþáttunum tveimur sunnudaginn 8. október í tilefni af fjölskyldudegi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. Lífið Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Tveir þættir úr nýrri þáttaröð um Latabæ verða sýndir í Sambíóunum Kringlunni sem hluti af Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem fram fer dagana 28. september til 8. október. "Bíóið í Kringlunni er eitt af einungis 900 kvikmyndahúsum í heiminum sem getur sýnt efni í "High Definition". Hér er því virkilega um einstakan viðburð að ræða", segir Raymond Le Gué framleiðandi Latabæjarþáttanna sem unnið hefur með Dolby undanfarnar vikur við að undirbúa þættina fyrir þessar sýningar. "Ég hef alltaf sagt að það sé ekki erfitt að gera mig ánægðan, svo lengi sem um það allra besta er að ræða. Þegar við gerðum prófanir á Latabæjarþáttunum í sínum bestu gæðum í Sambíóunum Kringlunni í síðustu viku varð ég hins vegar algjörlega orðlaus. Gæðin voru hreint ótrúleg og loksins sáum við allan afrakstur þeirrar vinnu sem við í Latabæ höfum lagt að baki til að gera þættina að vandaðasta barnaefni sem um getur í heiminum. Þeir sem leggja leið sína í Kringlubíó til að sjá Latabæ á hvíta tjaldinu eiga án efa eftir að verða jafn undrandi og við sem að þáttunum stöndum." segir Magnús Scheving. Þegar undirbúningur fyrir fyrstu tökur á Latabæ hófst fyrir um þremur árum síðan var ákveðið að stíga skrefið til fulls og taka þættina upp í "High Definition" sem þýðir einfaldlega það að unnið er með hærri upplausn en gengur og gerist sem svo skilar sér í mun betri myndgæðum. Með þeirri ákvörðun varð Latibær fyrsta sjónvarpsefni fyrir börn sem tekið var upp í slíkum gæðum. "High Definition" er þó ekki enn komið í almenna notkun, hvorki í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi, og því hefur almenningur hingað til ekki fengið að njóta þáttanna í fullum gæðum. Nú gefst þó tækifærið þar sem Latibær hefur látið útbúa tvo þætti úr glænýrri þáttaröð til "High Definition" sýninga á hvíta tjaldinu. Í dag klukkan 16:00 verður svokölluð fagsýning á Latabæ þar Magnús Scheving leikstjóri og höfundur Latabæjar og Raymond Le Gué framleiðandi munu kynna framleiðslu þáttanna og sitja fyrir svörum að sýningu lokinni. "Ég held að margir Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því að í miðju iðnaðarhverfi í hrauninu í Garðabæ er eitt fullkomnasta stúdíó í heiminum. Það er einstakt á þann veg að öll vinna við þættina fer fram þar. Fyrir utan tökurnar sjálfar felur það í sér búninga- og leikmyndagerð, klippingu, tæknibrellur, kvikmyndatónlist, hljóðvinnslu, litvinnslu og allt annað sem þarf til að skila af sér fullunninni vöru í heimsklassa", segir Raymond. Til viðbótar við fagsýninguna í dag verða svo þrjár fjölskyldusýningar á Latabæjarþáttunum tveimur sunnudaginn 8. október í tilefni af fjölskyldudegi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík.
Lífið Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira