Krefjast þess að fá land varnarliðsins aftur 30. september 2006 18:00 Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár. Á Stafneslandi voru fimm bæir fyrir stríð og er landið víðáttumikið eða 2100 hektarar. Þetta land var tekið í seinni heimstyrjöldinni með hervaldi og hluti þess með eignarnámi 1942. Engin tilraun var gerð til að bæta landeigendum tjónið fyrr en 1957. Landeigendur fengu að halda eftir smá broti af landinu eða rúmlega hundrað hektara svæði við ströndina. Fjölskylda Gísla Hermannssonar átti þriðjung þessa stóra svæðis og sætti hún sig aldrei við landtökuna og hefur aldrei gert. Þrátt fyrir eignaupptökuna héldu landeigendur einhverjum réttindum, til dæmis rekarétti sem aldrei var þó hægt að nýta. Gísli segir að 1986 hafi restin af landinu og beitiréttur verið tekinn eignarnámi - þau neituðu þó að taka við greiðslunni fyrir enda smánarleg að þeirra mati rúmlega 200 þúsund krónur. Skömmu áður hafði urðunarstaður verið opnaður á hinu tekna landi og byrjað að losa þar eitraðan úrgang. Þessu mótmælti fjölskylda Gísla. Það grátbroslega við þennan urðunarstað, segir Gísli, var að þegar svokallað nikkelsvæði var hreinsað hinum megin við Miðnesheiðina, var mengaður jarðvegur keyrður yfir í Stafnesland og losaður þar. Þegar herinn verður farinn munu íslensk stjórnvöld taka við landinu og hafa í hyggju að steypa öllu í hutafélag en hinir gömlu landeigendur vilja fá sitt til baka. Það hefur gengið erfiðlega fyrir Gísla og hans fjölskyldu jafnvel að fara um þennan skika sem var skilinn eftir og ítrekað hafa þau verið hrakin í burtu af vopnuðum hermönnum. Þau mótmæltu því einnig harðlega þegar urðunarstaður var opnaður á landi þeirra og byrjað að losa þar, að því þau telja, eitraðan úrgang. Það hlálega er að þegar hið svokallaða nikkelsvæði var hreinsað af menguðum jarðveg, hinum megin við Miðnesheiðina, var menguðum jarðvegi þaðan einfaldlega ekið fyrir nesið og hann losaður á urðunarstaðinn í Stafneslandinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár. Á Stafneslandi voru fimm bæir fyrir stríð og er landið víðáttumikið eða 2100 hektarar. Þetta land var tekið í seinni heimstyrjöldinni með hervaldi og hluti þess með eignarnámi 1942. Engin tilraun var gerð til að bæta landeigendum tjónið fyrr en 1957. Landeigendur fengu að halda eftir smá broti af landinu eða rúmlega hundrað hektara svæði við ströndina. Fjölskylda Gísla Hermannssonar átti þriðjung þessa stóra svæðis og sætti hún sig aldrei við landtökuna og hefur aldrei gert. Þrátt fyrir eignaupptökuna héldu landeigendur einhverjum réttindum, til dæmis rekarétti sem aldrei var þó hægt að nýta. Gísli segir að 1986 hafi restin af landinu og beitiréttur verið tekinn eignarnámi - þau neituðu þó að taka við greiðslunni fyrir enda smánarleg að þeirra mati rúmlega 200 þúsund krónur. Skömmu áður hafði urðunarstaður verið opnaður á hinu tekna landi og byrjað að losa þar eitraðan úrgang. Þessu mótmælti fjölskylda Gísla. Það grátbroslega við þennan urðunarstað, segir Gísli, var að þegar svokallað nikkelsvæði var hreinsað hinum megin við Miðnesheiðina, var mengaður jarðvegur keyrður yfir í Stafnesland og losaður þar. Þegar herinn verður farinn munu íslensk stjórnvöld taka við landinu og hafa í hyggju að steypa öllu í hutafélag en hinir gömlu landeigendur vilja fá sitt til baka. Það hefur gengið erfiðlega fyrir Gísla og hans fjölskyldu jafnvel að fara um þennan skika sem var skilinn eftir og ítrekað hafa þau verið hrakin í burtu af vopnuðum hermönnum. Þau mótmæltu því einnig harðlega þegar urðunarstaður var opnaður á landi þeirra og byrjað að losa þar, að því þau telja, eitraðan úrgang. Það hlálega er að þegar hið svokallaða nikkelsvæði var hreinsað af menguðum jarðveg, hinum megin við Miðnesheiðina, var menguðum jarðvegi þaðan einfaldlega ekið fyrir nesið og hann losaður á urðunarstaðinn í Stafneslandinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira