Útgefendur Nyhedsavisen gagnrýndir 5. október 2006 19:00 Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun. Jørn Astrup Hansen er hagfræðingur og fyrrum seðlabankastjóri í Færeyjum. Hann hefur kannað fjármögnun Nyhedsavisen fyrir fagtímarit danska blaðamannafélagsins. Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dagsbrún Mediafund, fjárfestingarsjóður sem eigi að standa að baki rekstri blaðsins, hafi ekki verið stofnaður og telur Hansen það ótrúverðugt að ekki hafi þegar verið gefið upp hverjir standi að baki honum. Dagsbrún, móðurfélag 365, hafi heldur ekki upplýst hvenær það verði gert og blaðið komi út í fyrsta sinn á morgun. Nyhedsavisen verður þriðja danska fríblaðið en fyrir eru Dato og 24 tímar. Í danska blaðinu Politiken er bent á að Dagsbrún hafi tekið þá ákvörðun að loka fréttasjónvarpsstöðinni NFS í síðasta mánuði vegna taps. Telur því Hansen erfitt að trúa því að félagið getið staðið undir útgáfunni í Danmörku. Danska blaðið Berglinske Tidene lagði fimm spurningar fyrir Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóra Nyhedsavisen. Hann svarar þeim skriflega og segir það ætlun útgefenda að fjármagna reksturinn í gegnum sjóð og segir hann ekki ástæðu til að hafa peningáhyggjur við útgáfuna. Hann segir það rangt að fjárfestar hafi ekki fengist. Fyrir liggi átta hundruð milljónir danskra króna sem Baugur hafi heitið gerist þess þörf en Nielsen eigi ekki von á því að þurfa að sækja í það fé. Hann segir nú mestu skipta að gefa út gott blað og aðstandendur þess séu tilbúnir í slaginn. Nokkur viðskipti hafa verið með hlutafé í Dagsbrún síðustu daga. Á þriðjudag seldi Klapparás ehf., félag í eigu Árna Haukssonar, hlutafé í Dagsbrún að upphæð rúmlega hundrað milljóna króna. Í gær seldi síðan Selsvör, félag í eigu Árna, Þórdísar Sigurðardóttur, og Gunnars Smára Egilssonar, hlut í Dagsbrún að verðmæti rétt rúmra fjögur hundruð milljóna króna og var kaupandi Þórdís. Hún og Árni eiga bæði sæti í stjórn Dagsbrúnar en Gunnar Smári stýrir útgáfusjóði Nyhedsavisen. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun. Jørn Astrup Hansen er hagfræðingur og fyrrum seðlabankastjóri í Færeyjum. Hann hefur kannað fjármögnun Nyhedsavisen fyrir fagtímarit danska blaðamannafélagsins. Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dagsbrún Mediafund, fjárfestingarsjóður sem eigi að standa að baki rekstri blaðsins, hafi ekki verið stofnaður og telur Hansen það ótrúverðugt að ekki hafi þegar verið gefið upp hverjir standi að baki honum. Dagsbrún, móðurfélag 365, hafi heldur ekki upplýst hvenær það verði gert og blaðið komi út í fyrsta sinn á morgun. Nyhedsavisen verður þriðja danska fríblaðið en fyrir eru Dato og 24 tímar. Í danska blaðinu Politiken er bent á að Dagsbrún hafi tekið þá ákvörðun að loka fréttasjónvarpsstöðinni NFS í síðasta mánuði vegna taps. Telur því Hansen erfitt að trúa því að félagið getið staðið undir útgáfunni í Danmörku. Danska blaðið Berglinske Tidene lagði fimm spurningar fyrir Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóra Nyhedsavisen. Hann svarar þeim skriflega og segir það ætlun útgefenda að fjármagna reksturinn í gegnum sjóð og segir hann ekki ástæðu til að hafa peningáhyggjur við útgáfuna. Hann segir það rangt að fjárfestar hafi ekki fengist. Fyrir liggi átta hundruð milljónir danskra króna sem Baugur hafi heitið gerist þess þörf en Nielsen eigi ekki von á því að þurfa að sækja í það fé. Hann segir nú mestu skipta að gefa út gott blað og aðstandendur þess séu tilbúnir í slaginn. Nokkur viðskipti hafa verið með hlutafé í Dagsbrún síðustu daga. Á þriðjudag seldi Klapparás ehf., félag í eigu Árna Haukssonar, hlutafé í Dagsbrún að upphæð rúmlega hundrað milljóna króna. Í gær seldi síðan Selsvör, félag í eigu Árna, Þórdísar Sigurðardóttur, og Gunnars Smára Egilssonar, hlut í Dagsbrún að verðmæti rétt rúmra fjögur hundruð milljóna króna og var kaupandi Þórdís. Hún og Árni eiga bæði sæti í stjórn Dagsbrúnar en Gunnar Smári stýrir útgáfusjóði Nyhedsavisen.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira