Ekki fengu allir Nyhedsavisen 6. október 2006 20:45 Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Ekki var hægt að prenta 250.000 eintök af blaðinu vegna bilunar í prentvél í Kaupmannahöfn. Auk þessa klikkaði dreifingin sums staðar. Henrik Berggreen, lektor í danska blaðamannaháskólanum, segist almennt séð hafa orðið fyrir vonbriðgum. Hann fékk blaðið ekki borið út til sín í morgun. Hann varð sér þó úti um Nyhedsavisen og bar fyrsta eintakið saman við hin fríblöðin. Hann telur útlit blaðsins gott, það ágætlega skrifað, burtséð frá nokkrum prentvillum, og segir að blaðamenn eigi ágætis spretti í efnistökum, en sér finnst þetta ekki byltingarkennt dagblað. Sem dæmi séu þrjár ómerkilegar fréttir á forsíðunni, að hans mati. Ef hann hefði ekki verið að gera samanburð á þessum blöðum hefði hann flett yfir forsíðuna. Tvö stærstu útgáfufélög Danmerkur náðu að verða á undan Nyhedsavisen með fríblöðin Dato og 24 tímar. Fred Jacobsen, varaformaður danska blaðamannafélagsins, spyr hversu mikla orku og fjármuni sé búið að setja í þetta dagblaðastríð. Seinna gæti dagblaðabransinn haft þörf fyrir þessa peninga og þá gæti fjárskorturinn bitnað bæði á gæðum blaðanna og félagsmönnum blaðamannafélagsins. Ritstjóri danska fréttablaðsins sagði í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í morgun að Nyhedsavisen ætti að bera saman við áskrifarblöðin en ekki hin fríblöðin, hvað gæði og efnistök varðar. Henrik segir gott að hafa metnað til þess að ná sömu gæðum og áskriftarblöðin, en sér finnst blaðið ekki eiga það skilið í dag að vera borið saman við þau blöð. Ef hann skoði Nyhedsavisen annars vegar og 24 tíma hins vegar, þá sjái hann að Nyhedsavisen líti betur út og virki meira traustvekjandi. En í raun og veru finnst honum að í dag sé meira að lesa í 24 tímum. Erlent Fréttir Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Ekki var hægt að prenta 250.000 eintök af blaðinu vegna bilunar í prentvél í Kaupmannahöfn. Auk þessa klikkaði dreifingin sums staðar. Henrik Berggreen, lektor í danska blaðamannaháskólanum, segist almennt séð hafa orðið fyrir vonbriðgum. Hann fékk blaðið ekki borið út til sín í morgun. Hann varð sér þó úti um Nyhedsavisen og bar fyrsta eintakið saman við hin fríblöðin. Hann telur útlit blaðsins gott, það ágætlega skrifað, burtséð frá nokkrum prentvillum, og segir að blaðamenn eigi ágætis spretti í efnistökum, en sér finnst þetta ekki byltingarkennt dagblað. Sem dæmi séu þrjár ómerkilegar fréttir á forsíðunni, að hans mati. Ef hann hefði ekki verið að gera samanburð á þessum blöðum hefði hann flett yfir forsíðuna. Tvö stærstu útgáfufélög Danmerkur náðu að verða á undan Nyhedsavisen með fríblöðin Dato og 24 tímar. Fred Jacobsen, varaformaður danska blaðamannafélagsins, spyr hversu mikla orku og fjármuni sé búið að setja í þetta dagblaðastríð. Seinna gæti dagblaðabransinn haft þörf fyrir þessa peninga og þá gæti fjárskorturinn bitnað bæði á gæðum blaðanna og félagsmönnum blaðamannafélagsins. Ritstjóri danska fréttablaðsins sagði í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í morgun að Nyhedsavisen ætti að bera saman við áskrifarblöðin en ekki hin fríblöðin, hvað gæði og efnistök varðar. Henrik segir gott að hafa metnað til þess að ná sömu gæðum og áskriftarblöðin, en sér finnst blaðið ekki eiga það skilið í dag að vera borið saman við þau blöð. Ef hann skoði Nyhedsavisen annars vegar og 24 tíma hins vegar, þá sjái hann að Nyhedsavisen líti betur út og virki meira traustvekjandi. En í raun og veru finnst honum að í dag sé meira að lesa í 24 tímum.
Erlent Fréttir Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira