Væntingar um stýrivaxtalækkun óraunsæjar 2. nóvember 2006 11:51 Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi með blaðamönnum í Seðlabankanum í dag í kjölfar þess að bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 14 prósent. Davíð Oddsson segir hjöðnun verðbólgu síðustu tvo mánuði vissulega að nokkru leyti árangur aðhaldsamrar peningastefnu sem leitt hefur til hækkunar skammtímavaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Það séu hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni sé lokið til séu óvissuþætti of miklir eins og styrking krónunnar og lækkun olíuverðs sem vel geta gengið til baka. Þá er hætta á launaskriði ekki úr sögunni og því nauðsynlegt að beita áfram ströngu peningaaðhaldi til að tryggja að enn dragi úr verðbólgu. Matarskattslækkun dregur úr aðhaldi, tefur fyrir aðlögun þjóðarbúskapsSeðlabankinn ræðir þátt ríkisvaldsins í að ná niður vöxtum og segir það skyldu stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn segist ekki taka afstöðu til ákvarðana löggjafans um skattbreytingar en segir tímasetningu þeirra skipta máli fyrir framgang peningastefnunnar.Bankinn segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta á matvæli muni hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. "Aðgerðirnar draga ekki úr undirliggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn. Rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga sem rædd hefur verið yrði einnig til þess fallin að ýta undir eftirspurn, segir í Peningamálum.Seðlabankinn segir um ákvörðun sína í ritinu Peningmál, m.a. að hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði hafi að nokkru leyti verið árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hafi verið og leitt hafi til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu sé hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geti gengið til baka og séu því kvikur mælikvarði. Seðlabankinn segir ennfremur, að hætta á launaskriði sé enn ekki úr sögunni. Því sé óhjákvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist.Greiningardeildirnar útilokuðu þó ekki allar að stýrivextirnir gætu hækkað um 25 punkta. Mestar líkur töldu þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu væri lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 10,5 prósentum í 14 prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir 17 sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí árið 2004. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gerðu flestar ráð fyrir því að vextirnir héldust óbreyttir en danski bankinn Danske bank gerði þó ráð fyrir 25 punkta hækkun stýrivaxta.Á vef Seðlabankans, sem gefur út Peningamál í dag samhliða vaxtaákvörðunardeginu, segir að í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt sé í útgáfu fyrsta heftis Peningamála á næsta ári hafi bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir.Bankinn birtir Peningamál á heimasíðu sinni eftir klukkan 11 í dag og færir þar rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtudagurinn 21. desember 2006.Seðlabankinn Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi með blaðamönnum í Seðlabankanum í dag í kjölfar þess að bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 14 prósent. Davíð Oddsson segir hjöðnun verðbólgu síðustu tvo mánuði vissulega að nokkru leyti árangur aðhaldsamrar peningastefnu sem leitt hefur til hækkunar skammtímavaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Það séu hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni sé lokið til séu óvissuþætti of miklir eins og styrking krónunnar og lækkun olíuverðs sem vel geta gengið til baka. Þá er hætta á launaskriði ekki úr sögunni og því nauðsynlegt að beita áfram ströngu peningaaðhaldi til að tryggja að enn dragi úr verðbólgu. Matarskattslækkun dregur úr aðhaldi, tefur fyrir aðlögun þjóðarbúskapsSeðlabankinn ræðir þátt ríkisvaldsins í að ná niður vöxtum og segir það skyldu stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn segist ekki taka afstöðu til ákvarðana löggjafans um skattbreytingar en segir tímasetningu þeirra skipta máli fyrir framgang peningastefnunnar.Bankinn segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta á matvæli muni hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. "Aðgerðirnar draga ekki úr undirliggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn. Rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga sem rædd hefur verið yrði einnig til þess fallin að ýta undir eftirspurn, segir í Peningamálum.Seðlabankinn segir um ákvörðun sína í ritinu Peningmál, m.a. að hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði hafi að nokkru leyti verið árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hafi verið og leitt hafi til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu sé hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geti gengið til baka og séu því kvikur mælikvarði. Seðlabankinn segir ennfremur, að hætta á launaskriði sé enn ekki úr sögunni. Því sé óhjákvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist.Greiningardeildirnar útilokuðu þó ekki allar að stýrivextirnir gætu hækkað um 25 punkta. Mestar líkur töldu þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu væri lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 10,5 prósentum í 14 prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir 17 sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí árið 2004. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gerðu flestar ráð fyrir því að vextirnir héldust óbreyttir en danski bankinn Danske bank gerði þó ráð fyrir 25 punkta hækkun stýrivaxta.Á vef Seðlabankans, sem gefur út Peningamál í dag samhliða vaxtaákvörðunardeginu, segir að í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt sé í útgáfu fyrsta heftis Peningamála á næsta ári hafi bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir.Bankinn birtir Peningamál á heimasíðu sinni eftir klukkan 11 í dag og færir þar rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtudagurinn 21. desember 2006.Seðlabankinn
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira