Lífið

Hin sanna jólastemning

Upplagt er að ná sér í jólatré í Heiðmörk og hafa það sem skemmtilegan lið í jólaundirbúningnum.
Upplagt er að ná sér í jólatré í Heiðmörk og hafa það sem skemmtilegan lið í jólaundirbúningnum.

Skógræktarfélag Reykjavíkur opnar jólatrjáaskóg sinn í Heiðmörk 3 helgar í desember. Opið verður helgarnar 2.-3. desember,  9.-10. desember og 16.-17. desember. Opið er meðan dagsbirtu gætir eða milli kl. 11-15.30. Lokað verður jólahelgina 23.-24. desember.

Tilvalið er fyrir fjölskyldufólk að fara saman í Heiðmörk ganga um skóginn, velja tré og saga það niður. Starfsmenn skógræktarfélagsins skapa rétta stemmningu með því að kveikja eld og bjóða upp á heitt kakó og kex. Jólasveinar verða á staðnum og aðstoða við valið á rétta trénu og syngja jólalög. Í boði er stafafura sem er vistvænasta tréð á markaðnum en enginn áburður er notaður við ræktun þess. Stafafura er fallegt jólatré, mjög barrheldið og ilmar vel.

Verð á Stafafuru er 4.500.- óháð stærð

Félagsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur fá 500 kr afslátt

Staðsetning: Helgarnar 2-3 og 9-10 desember verður safnast saman í skóginum við Hjallabraut. (Sjá kort) en síðustu helgina verður hist í Hjalladal (sjá kort). Fánar og merkingar er vísa leiðina verða á skiltum við innkomuleiðir í Heiðmörk, við Rauðhóla og í Vífilsstaðahlíð. Nánari leiðbeiningar og kort verða á heimasíðunni http://www.heidmork.is

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Erling Ólafsson skógarvörður í síma 893-2655 / [email protected]

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.