Hvað svo? 8. nóvember 2006 11:38 Claire McCaskill, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður demókrata í Missouri var ein þeirra sem steypti repúblikana úr stóli. MYND/AP Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn. Vinna traust Nancy Pelosi verður næsti forseti þingsins, fyrst kvenna. Miðað við þá einstöku stöðu fór óvenjulítið fyrir henni í fjölmiðlum í gær enda neitaði hún öllum viðtölum. Hún lét sér nægja að halda sigurræðu. Við erum reiðubúin að taka við stjórninni sagði hún þá og lofaði að vinna með repúblikönum og sýna skoðunum annarra virðingu. Þessi kona sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en þverpólitíska samvinnu hefur ákveðið að reka slyðruorðið af demókrötum og sanna fyrir kjósendum að þeim sé treystandi fyrir stjórn landsins. Útréttar hendur Á sama hátt boðar George W. Bush forseti breytta tíma. Fyrstu viðbrögð forsetans komu frá talsmanni Hvíta hússins sem sagði hann vonsvikinn með niðurstöðu kosninganna en um leið ákveðinn í að vinna með báðum flokkum að framgangi mikilvægra mála í þinginu. Bæði Bush og Pelosi hafa boðað blaðamannafundi í eftirmiðdaginn og má þá búast við frekari útréttingu handa. Írak og Bush Kosningarnar snerust að miklu leyti um afstöðu kjósenda til stríðsins í Írak og Bush forseta og má því með nokkru sanni frekar kalla niðurstöðu þeirra ósigur repúblikana heldur en sigur demókrata. Kannanir á afstöðu kjósenda á kjörstað sýna samkvæmt The New York Times að 60% voru á móti stríðinu og 40% sögðust hafa greitt atkvæði gegn Bush. Pelosi lýsti því yfir í sigurræðunni að næsta skref væri að segja forsetanum að nóg væri komið í Írak og bjóðast til að vinna með honum að lausn vandans. Þótt demókratar stjórni nú fulltrúadeildinni og mögulega báðum deildum þingsins eru ákvarðanir um framhaldið í stríðinu enn á valdi Bush. Reynir á Pelosi Eftir tveggja ára stjórnun þingsins geta demókratar samt ekki borið við ábyrgðarleysi á óvinsælum málum og þá er ómögulegt að segja hvert óánægjuatkvæðin fara. Þetta vita forystumenn flokksins sem hrinda nú leikáætlun sinni um sigur í næstu forsetakosningum í gang. Grunnurinn er góður því auk sigra í þingkosningunum náði flokkurinn frábærum árangri í stjórnun einstakra mikilvægra fylkja. Tvö ár eru hins vegar eilífð í pólítík og mun reyna verulega á styrk fimm barna móðurinnar Nancy Pelosi að halda þingflokknum við efnið. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn. Vinna traust Nancy Pelosi verður næsti forseti þingsins, fyrst kvenna. Miðað við þá einstöku stöðu fór óvenjulítið fyrir henni í fjölmiðlum í gær enda neitaði hún öllum viðtölum. Hún lét sér nægja að halda sigurræðu. Við erum reiðubúin að taka við stjórninni sagði hún þá og lofaði að vinna með repúblikönum og sýna skoðunum annarra virðingu. Þessi kona sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en þverpólitíska samvinnu hefur ákveðið að reka slyðruorðið af demókrötum og sanna fyrir kjósendum að þeim sé treystandi fyrir stjórn landsins. Útréttar hendur Á sama hátt boðar George W. Bush forseti breytta tíma. Fyrstu viðbrögð forsetans komu frá talsmanni Hvíta hússins sem sagði hann vonsvikinn með niðurstöðu kosninganna en um leið ákveðinn í að vinna með báðum flokkum að framgangi mikilvægra mála í þinginu. Bæði Bush og Pelosi hafa boðað blaðamannafundi í eftirmiðdaginn og má þá búast við frekari útréttingu handa. Írak og Bush Kosningarnar snerust að miklu leyti um afstöðu kjósenda til stríðsins í Írak og Bush forseta og má því með nokkru sanni frekar kalla niðurstöðu þeirra ósigur repúblikana heldur en sigur demókrata. Kannanir á afstöðu kjósenda á kjörstað sýna samkvæmt The New York Times að 60% voru á móti stríðinu og 40% sögðust hafa greitt atkvæði gegn Bush. Pelosi lýsti því yfir í sigurræðunni að næsta skref væri að segja forsetanum að nóg væri komið í Írak og bjóðast til að vinna með honum að lausn vandans. Þótt demókratar stjórni nú fulltrúadeildinni og mögulega báðum deildum þingsins eru ákvarðanir um framhaldið í stríðinu enn á valdi Bush. Reynir á Pelosi Eftir tveggja ára stjórnun þingsins geta demókratar samt ekki borið við ábyrgðarleysi á óvinsælum málum og þá er ómögulegt að segja hvert óánægjuatkvæðin fara. Þetta vita forystumenn flokksins sem hrinda nú leikáætlun sinni um sigur í næstu forsetakosningum í gang. Grunnurinn er góður því auk sigra í þingkosningunum náði flokkurinn frábærum árangri í stjórnun einstakra mikilvægra fylkja. Tvö ár eru hins vegar eilífð í pólítík og mun reyna verulega á styrk fimm barna móðurinnar Nancy Pelosi að halda þingflokknum við efnið.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira