Atvinnustjórnmál og hugsjónafólk 8. nóvember 2006 20:55 Grasrótarhreyfing - eða eigum við ekki að kalla hana það - sem nefnist Framtíðarlandið er að íhuga að bjóða fram til Alþingis. Þetta er náttúrlega ein leið til að hræða pólitíkusana, segja við þá: ef þið takið ekki mark á okkur tökum við ykkur þar sem svíður mest - við hrifsum af ykkur þingsætin. Þannig er þetta þekkt aðferð við að beita pólitískum þrýstingi á kosningavetri, koma sínum málum á dagskrá. En þetta tengist líka öðru og alvarlegra máli, getuleysi stjórnmálamannanna hérna. Í löndum í kringum okkur myndi svonalagað varla gerast, samtök af þessu tagi myndu ekki hóta framboði, þau færu jafnvel inn í stjórnmálaflokka með málstað sinn. Það er ekki hægt hér á landi einfaldlega vegna þess að það er ekkert starf í stjórnmálaflokkunum. Þeir eru byggðir upp í kringum ráðherra og þingmenn, ekki málefni. Einu fundirnir sem eru haldnir í stjórnmálaflokkunum hér eru til að allir séu sammála, til að sýna samstöðu með forystunni. Þannig voru til skamms tíma allir flæmdir úr Sjálfstæðisflokknum sem höfðu ekki skoðun formannsins - flokksmenn lærðu að það var best að láta lítið fyrir sér fara, tjá helst ekki skoðanir sínar. Í svona ástandi fór ráðherrum að finnast að pólitíkin væri eiginlega einkamál þeirra: arðsemi Kárahnjúkavirkjunar, ákvörðun um að styðja Íraksstríðið, varnir landsins. Með svona stór mál hefur verið farið eins og þau komi ekki neinum við nema stjórnarráðinu. Þau eru leyndó. Það er kannski ekki furða þótt pólitíkin virki innihaldslítil í svona ástandi, að óbreyttir stjórnmálamenn forðist að hafa sterkar meiningar. Þeim er hollast að verða ekki uppvísir að sjálfstæðri hugsun. Ég skoðaði um daginn slagorðin sem hafa verið notuð í prófkjörum undanfarið: Samstaða til sigurs! Kraftur til framtíðar! Sköpun og valfrelsi! Framtíðarmann til forystu! Ný verkefni, nýjar áherslur! Vöndum valið! Látum verkin taka! Þetta er eins og hjá þriðja flokks auglýsingastofu. Kappið snýst aðallega um að komast í þægilegt djobb og halda því. --- --- --- Björn Bjarnason var að fárast yfir því að álitsgjafar í landinu væru lélegir. Honum finnst þeir ekki hafa skilið niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega ekki hvað varðar sig. En er það ekki bara svo að stjórnmálamennirnir fá þá álitsgjafa sem þeir eiga skilið? Björn og fleiri stjórnmálamenn - Ingibjörg Sólrún ekki undanskilin - hafa staðið fyrir ákveðinni geldingu stjórnmálanna hér. Þeir eru sífellt að tala um andstæðinga, allir sem eru ekki alveg sammála þeim eru andstæðingar. Þetta er eiginlega alveg stóreinkennilegt viðhorf - svona hugsar venjulegt fólk úti í bæ bara alls ekki. Við erum flest nokkurn veginn á sama báti. Það sem mætti kalla málefnamiðaða pólitík á voða erfitt uppdráttar hér. Að taka afstöðu til málefna út frá lífsskoðunum en ekki vegna þess að maður tilheyrir ákveðnum hópi. Eða að hvaða leyti er miðlungs Samfylkingarmaður andstæðingur Björns í raun og veru? Þá greinir kannski á um fáeina hluti en líklega eru þeir sammála um miklu fleira. Þeir gætu jafnvel haft sama smekk á kvikmyndum. Þeir tilheyra bara ekki sama klúbbi. Stuðningur við stjórnmálaflokka í þessu landi er eins og hjá áhangendum fótboltaliða; maður heldur með sínu liði hvað sem tautar og raular, sama hvað það gerir eða gerir ekki. Eins og einn kunningi minn segir: Það er þvermóðskan sem stjórnar landinu! Það er auðvitað ýmislegt sem fólk sem ekki þekkir stjórnmál innanfrá skilur ekki: Ofsóknartilfinningin sem er svo sérkennilegur fylgifiskur stjórnmálanna. Þeim mun hærra sem embættið er, þeim mun meiri er vænisýkin, eins og ráðuneytisstjórinn Sir Humphrey Appleby sagði. Der Spiegel birti fyrir nokkrum forsíðugrein þar sem fjallað var um stjórnmál út frá því sjónarhorni að þau séu sjúklegt ástand. --- --- --- Maður getur vel skilið að fólkið í Framtíðarlandinu langi til að bjóða fram. En það er hættuspil. Hættan er að hinir góðu liðsmenn í þessum hópi fari að ganga með það steinbarn í maganum sem nefnist þingmaður. Vilji verða atvinnustjórnmálamenn. Á sinni tíð var sagt um efsta mann í frægasta brandaraframboði Íslandsögunnar, Framboðsflokknum sem bauð fram árið 1971, að hann hefði verið farinn að taka þetta alvarlega þegar fór að hilla undir þingsæti. Það þurfti að stoppa hann á síðustu stundu. Kvennalistinn er dæmi um svona framboð, hann átti bara að beita sér fyrir afmörkuðu málefni, réttindum kvenna. Það gleymist raunar oft að á sínum tíma voru margar kvenréttindakonur á móti þessu tiltæki. Margar konur sem höfðu verið í Kvennaframboðinu í borgarstjórn heltust úr lestinni. Eða hvaða áhrif hafði Kvennalistinn? Hlutur kvenna í íslenskum stjórnmálum er minni en í flestum nágrannalöndunum. Kannski voru áhrifin bara engin, eða kannski spillti Kvennalistinn beinlínis fyrir. Nú er ekkert eftir af honum nema nokkrar atvinnustjórnmálakonur sem raða sér á bekkinn í Samfylkingunni. Framboð Framtíðarlandsins gæti gert kosningarnar áhugaverðari. Líklega kæmi það samt út sem enn einn klofningurinn á vinstri vængnum, gerði draum vinstri manna um að komast til valda enn fjarlægari. En þetta dregur athyglina að því hvað við fáum í rauninni að kjósa um lítið hér á landi. Flest þingsætin eru örugg, eins og það heitir, þrátt fyrir prófkjör er kjósendum varla boðið upp á annað en að skipta nokkrum flokkshelstum út og fá aðra í staðinn. Í svona smáríki ætti ekki aðvera erfitt að hafa skínandi fínt og opið lýðræði. Það virðist hins vegar ekki vera að þeir sem hafa gert stjórnmálin að atvinnu sinni hafi áhuga á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Grasrótarhreyfing - eða eigum við ekki að kalla hana það - sem nefnist Framtíðarlandið er að íhuga að bjóða fram til Alþingis. Þetta er náttúrlega ein leið til að hræða pólitíkusana, segja við þá: ef þið takið ekki mark á okkur tökum við ykkur þar sem svíður mest - við hrifsum af ykkur þingsætin. Þannig er þetta þekkt aðferð við að beita pólitískum þrýstingi á kosningavetri, koma sínum málum á dagskrá. En þetta tengist líka öðru og alvarlegra máli, getuleysi stjórnmálamannanna hérna. Í löndum í kringum okkur myndi svonalagað varla gerast, samtök af þessu tagi myndu ekki hóta framboði, þau færu jafnvel inn í stjórnmálaflokka með málstað sinn. Það er ekki hægt hér á landi einfaldlega vegna þess að það er ekkert starf í stjórnmálaflokkunum. Þeir eru byggðir upp í kringum ráðherra og þingmenn, ekki málefni. Einu fundirnir sem eru haldnir í stjórnmálaflokkunum hér eru til að allir séu sammála, til að sýna samstöðu með forystunni. Þannig voru til skamms tíma allir flæmdir úr Sjálfstæðisflokknum sem höfðu ekki skoðun formannsins - flokksmenn lærðu að það var best að láta lítið fyrir sér fara, tjá helst ekki skoðanir sínar. Í svona ástandi fór ráðherrum að finnast að pólitíkin væri eiginlega einkamál þeirra: arðsemi Kárahnjúkavirkjunar, ákvörðun um að styðja Íraksstríðið, varnir landsins. Með svona stór mál hefur verið farið eins og þau komi ekki neinum við nema stjórnarráðinu. Þau eru leyndó. Það er kannski ekki furða þótt pólitíkin virki innihaldslítil í svona ástandi, að óbreyttir stjórnmálamenn forðist að hafa sterkar meiningar. Þeim er hollast að verða ekki uppvísir að sjálfstæðri hugsun. Ég skoðaði um daginn slagorðin sem hafa verið notuð í prófkjörum undanfarið: Samstaða til sigurs! Kraftur til framtíðar! Sköpun og valfrelsi! Framtíðarmann til forystu! Ný verkefni, nýjar áherslur! Vöndum valið! Látum verkin taka! Þetta er eins og hjá þriðja flokks auglýsingastofu. Kappið snýst aðallega um að komast í þægilegt djobb og halda því. --- --- --- Björn Bjarnason var að fárast yfir því að álitsgjafar í landinu væru lélegir. Honum finnst þeir ekki hafa skilið niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega ekki hvað varðar sig. En er það ekki bara svo að stjórnmálamennirnir fá þá álitsgjafa sem þeir eiga skilið? Björn og fleiri stjórnmálamenn - Ingibjörg Sólrún ekki undanskilin - hafa staðið fyrir ákveðinni geldingu stjórnmálanna hér. Þeir eru sífellt að tala um andstæðinga, allir sem eru ekki alveg sammála þeim eru andstæðingar. Þetta er eiginlega alveg stóreinkennilegt viðhorf - svona hugsar venjulegt fólk úti í bæ bara alls ekki. Við erum flest nokkurn veginn á sama báti. Það sem mætti kalla málefnamiðaða pólitík á voða erfitt uppdráttar hér. Að taka afstöðu til málefna út frá lífsskoðunum en ekki vegna þess að maður tilheyrir ákveðnum hópi. Eða að hvaða leyti er miðlungs Samfylkingarmaður andstæðingur Björns í raun og veru? Þá greinir kannski á um fáeina hluti en líklega eru þeir sammála um miklu fleira. Þeir gætu jafnvel haft sama smekk á kvikmyndum. Þeir tilheyra bara ekki sama klúbbi. Stuðningur við stjórnmálaflokka í þessu landi er eins og hjá áhangendum fótboltaliða; maður heldur með sínu liði hvað sem tautar og raular, sama hvað það gerir eða gerir ekki. Eins og einn kunningi minn segir: Það er þvermóðskan sem stjórnar landinu! Það er auðvitað ýmislegt sem fólk sem ekki þekkir stjórnmál innanfrá skilur ekki: Ofsóknartilfinningin sem er svo sérkennilegur fylgifiskur stjórnmálanna. Þeim mun hærra sem embættið er, þeim mun meiri er vænisýkin, eins og ráðuneytisstjórinn Sir Humphrey Appleby sagði. Der Spiegel birti fyrir nokkrum forsíðugrein þar sem fjallað var um stjórnmál út frá því sjónarhorni að þau séu sjúklegt ástand. --- --- --- Maður getur vel skilið að fólkið í Framtíðarlandinu langi til að bjóða fram. En það er hættuspil. Hættan er að hinir góðu liðsmenn í þessum hópi fari að ganga með það steinbarn í maganum sem nefnist þingmaður. Vilji verða atvinnustjórnmálamenn. Á sinni tíð var sagt um efsta mann í frægasta brandaraframboði Íslandsögunnar, Framboðsflokknum sem bauð fram árið 1971, að hann hefði verið farinn að taka þetta alvarlega þegar fór að hilla undir þingsæti. Það þurfti að stoppa hann á síðustu stundu. Kvennalistinn er dæmi um svona framboð, hann átti bara að beita sér fyrir afmörkuðu málefni, réttindum kvenna. Það gleymist raunar oft að á sínum tíma voru margar kvenréttindakonur á móti þessu tiltæki. Margar konur sem höfðu verið í Kvennaframboðinu í borgarstjórn heltust úr lestinni. Eða hvaða áhrif hafði Kvennalistinn? Hlutur kvenna í íslenskum stjórnmálum er minni en í flestum nágrannalöndunum. Kannski voru áhrifin bara engin, eða kannski spillti Kvennalistinn beinlínis fyrir. Nú er ekkert eftir af honum nema nokkrar atvinnustjórnmálakonur sem raða sér á bekkinn í Samfylkingunni. Framboð Framtíðarlandsins gæti gert kosningarnar áhugaverðari. Líklega kæmi það samt út sem enn einn klofningurinn á vinstri vængnum, gerði draum vinstri manna um að komast til valda enn fjarlægari. En þetta dregur athyglina að því hvað við fáum í rauninni að kjósa um lítið hér á landi. Flest þingsætin eru örugg, eins og það heitir, þrátt fyrir prófkjör er kjósendum varla boðið upp á annað en að skipta nokkrum flokkshelstum út og fá aðra í staðinn. Í svona smáríki ætti ekki aðvera erfitt að hafa skínandi fínt og opið lýðræði. Það virðist hins vegar ekki vera að þeir sem hafa gert stjórnmálin að atvinnu sinni hafi áhuga á því.