Simpson segir hvernig hann hefði myrt 16. nóvember 2006 19:00 Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Simpson flúði undan lögreglu á hvítum Bronco jeppa sínum þann 17. júní 1994 þegar átti að handtaka hann fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, og ástmanni hennar Ronald Goldman. Þau höfðu verið myrt á hrottafenginn hátt tæpri viku áður. Þegar Simpson var loks tekinn höndum upphófust réttarhöld sem vöktu heimsathygli. Sitt sýndist hverjum um sekt eða sakleysi Simpsons. Stjörnum prýtt lögfræðiteymi hans reyndi hvað það gat til að kasta rýrð á málflutning saksóknara og að lokum var ruðningskappinn sýknaður í október 1995. Í febrúar 1997 voru fjölskyldum fórnarlambanna dæmdar rúmar 30 milljónir bandaríkjadala í bætur úr hendi Simpsons. Þá var hann talinn sekur enda sönnunarbyrðin ekki eins mikil í einkamáli og í opinberu refsimáli þar vestra. Nú hefur Simpson ritað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði framið morðin sem hann hefur þráfaldlega neitað að hafa framið. Samhliða útgáfu bókarinnar mun Fox fréttastöðin bandaríska birta ítarlegt viðtal við Simpson. Fred Goldman, faðir fórnarlambsins Ronalds Goldman, segir Simpson rekinn áfram af þörf fyrir að troða sér í sviðsljósið. Honum sé sama hvort það sé á jákvæðum eða neikvæðum forsendum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rétta á ný yfir Simpson vegna morðana og því geti hann farið eins langt og honum sýnist í átt að því að viðurkenna það að hann hafi framið morðin, án þess þó að gera það beinum orðum. Goldman segist handviss um að Simpson hafi framið morðin og komist upp með þau með hjálp dómskerfisins. Nú sé hann að nú ættingjum fórnarlambanna því um nasir, ekki sýst börnum sínum og Nicole. Hann sé í raun að segja þeim hvernig hann hefði myrt móður þeirra. Erlent Fréttir Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Simpson flúði undan lögreglu á hvítum Bronco jeppa sínum þann 17. júní 1994 þegar átti að handtaka hann fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, og ástmanni hennar Ronald Goldman. Þau höfðu verið myrt á hrottafenginn hátt tæpri viku áður. Þegar Simpson var loks tekinn höndum upphófust réttarhöld sem vöktu heimsathygli. Sitt sýndist hverjum um sekt eða sakleysi Simpsons. Stjörnum prýtt lögfræðiteymi hans reyndi hvað það gat til að kasta rýrð á málflutning saksóknara og að lokum var ruðningskappinn sýknaður í október 1995. Í febrúar 1997 voru fjölskyldum fórnarlambanna dæmdar rúmar 30 milljónir bandaríkjadala í bætur úr hendi Simpsons. Þá var hann talinn sekur enda sönnunarbyrðin ekki eins mikil í einkamáli og í opinberu refsimáli þar vestra. Nú hefur Simpson ritað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði framið morðin sem hann hefur þráfaldlega neitað að hafa framið. Samhliða útgáfu bókarinnar mun Fox fréttastöðin bandaríska birta ítarlegt viðtal við Simpson. Fred Goldman, faðir fórnarlambsins Ronalds Goldman, segir Simpson rekinn áfram af þörf fyrir að troða sér í sviðsljósið. Honum sé sama hvort það sé á jákvæðum eða neikvæðum forsendum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rétta á ný yfir Simpson vegna morðana og því geti hann farið eins langt og honum sýnist í átt að því að viðurkenna það að hann hafi framið morðin, án þess þó að gera það beinum orðum. Goldman segist handviss um að Simpson hafi framið morðin og komist upp með þau með hjálp dómskerfisins. Nú sé hann að nú ættingjum fórnarlambanna því um nasir, ekki sýst börnum sínum og Nicole. Hann sé í raun að segja þeim hvernig hann hefði myrt móður þeirra.
Erlent Fréttir Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira