Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna 19. nóvember 2006 17:50 Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna, ella fá þau bætt með einhverjum hætti. Á þessu stranda samningaviðræður við Flugstoðir ohf. Um 220 þeirra sem starfa hjá Flugmálastjórn var boðið starf hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi, Flugstoðum ohf., og hefur meirihluti þeirra þegar ráðið sig þangað. Um 100 manns hafa hins vegar ekki skrifað undir samning og eru um 60 þeirra flugumferðarstjórar. Ráðningarfrestur var framlengdur í þriðja sinni í dag, nú til 30. nóvember, en hann átti að renna út á morgun. En á hverju strandar í viðræðum við flugumferðarstjóra? "Til að flugumferðarstjórar ráði sig til hins nýja félags þarf að ganga frá ýmsum atriðum sem að fóru fyrir bí þegar starfsfólki var sagt upp og lögin um réttindi starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru brotin," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vilja flugumferðarstjórar þá halda réttindum opinberra starfsmanna eða fá þau bætt, til dæmis með launahækkunum? "Við viljum helst halda þessum réttindum og það er vel hægt að semja um það í kjarasamningum." Loftur vill að menn setjist niður og leysi þetta mál hið fyrsta. "Við viljum setjast niður með fulltrúum Flugstoða og ræða þessi mál. Tíminn styttist, það er ekki nema einn og hálfur mánuður til stefnu og í rauninni hefur ekkert verið gert í þessu. Meðal annars hefur steytt á því að flugumferðarstjórar vilja halda þeim lífeyrisréttindum sem þeir hafa núna. LSR mun funda um málið á fimmtudaginn en Loftur segir að flugumferðarstjórar muni ekki skrifa undir þótt í ljós komi að þeir haldi lífeyrisréttindum sínum. "Það er ekki nóg. Það þarf að gera nýjan kjarasamning og þar þarf að taka réttindum og ráðningarkjörum starfsmanna. En ég efast ekki um að við getum náð samkomulagi." Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Flugstoða ohf. vildi ekki tjá sig um deiluna í dag. Málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum. Fréttir Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna, ella fá þau bætt með einhverjum hætti. Á þessu stranda samningaviðræður við Flugstoðir ohf. Um 220 þeirra sem starfa hjá Flugmálastjórn var boðið starf hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi, Flugstoðum ohf., og hefur meirihluti þeirra þegar ráðið sig þangað. Um 100 manns hafa hins vegar ekki skrifað undir samning og eru um 60 þeirra flugumferðarstjórar. Ráðningarfrestur var framlengdur í þriðja sinni í dag, nú til 30. nóvember, en hann átti að renna út á morgun. En á hverju strandar í viðræðum við flugumferðarstjóra? "Til að flugumferðarstjórar ráði sig til hins nýja félags þarf að ganga frá ýmsum atriðum sem að fóru fyrir bí þegar starfsfólki var sagt upp og lögin um réttindi starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru brotin," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vilja flugumferðarstjórar þá halda réttindum opinberra starfsmanna eða fá þau bætt, til dæmis með launahækkunum? "Við viljum helst halda þessum réttindum og það er vel hægt að semja um það í kjarasamningum." Loftur vill að menn setjist niður og leysi þetta mál hið fyrsta. "Við viljum setjast niður með fulltrúum Flugstoða og ræða þessi mál. Tíminn styttist, það er ekki nema einn og hálfur mánuður til stefnu og í rauninni hefur ekkert verið gert í þessu. Meðal annars hefur steytt á því að flugumferðarstjórar vilja halda þeim lífeyrisréttindum sem þeir hafa núna. LSR mun funda um málið á fimmtudaginn en Loftur segir að flugumferðarstjórar muni ekki skrifa undir þótt í ljós komi að þeir haldi lífeyrisréttindum sínum. "Það er ekki nóg. Það þarf að gera nýjan kjarasamning og þar þarf að taka réttindum og ráðningarkjörum starfsmanna. En ég efast ekki um að við getum náð samkomulagi." Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Flugstoða ohf. vildi ekki tjá sig um deiluna í dag. Málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum.
Fréttir Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira