Segir Sýrlendinga standa á bak við morðið á Gemayel 21. nóvember 2006 15:34 Mynd frá CNN af bíl Pierres Gemayels eftir árásina í dag. MYND/AP Saad Hariri, þingforseti í Líbanon og sonur Rafiks Hairis, sem myrtur var í Beirút fyrir tæpum tveimur árum, sakar sýrlensk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons. Byssumenn skutu Gemayel til bana í árás á bílalest hans í úthverfi kristinna manna í Beirút fyrr í dag. Hariri sagði enn fremur á blaðamannafundi að Sýrlendingar vildu drepa hverja einustu frjálsu manneskju. Sýrlensk stjórnvöld segjast hins vegar fordæma morðið samkvæmt opinberu fréttastofunni SANA í Sýrlandi. Peirre Gemayel, sem var leiðtogi kristinna Falangista í landinu, hefur verið í hópi hörðustu andstæðinga Sýrlandsstjórnar. Talið er líklegt að morðið muni enn auka enn á pólitískar deilur í Líbanon milli andstæðinga Sýrlandsstjórnar sem hafa meirihluta á líbanska þinginu og stuðningsmanna stjórnvalda í Damaskus, en þar fara Hizbolla-samtökin í Líbanon fremst í flokki. Nýverið sögðu sex ráðherrar sig úr ríkisstjórn Fouads Siniora, forsætisráðherra Líbanons, vegna deilna um áhrif Hizbolla-liða í ríkisstjórninni, en Siniora sagði fyrr í dag að ríkisstjórnin gæti starfað áfram. Hins vegar hefur dauði Gemayels í för með sér að ef tveir ráðherrar til viðbótar hverfa úr embætti er ríkisstjórnin fallin. Bandaríkjastjórn hefur þegar tjáð sig um morðið og segir það hryðjuverk. „Þetta er sorglegur dagur fyrir Líbanon og morðið er mikið áfall. Við lítum á það sem hryðjuverk og jafnframt sem ögrun," sagði Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Saad Hariri, þingforseti í Líbanon og sonur Rafiks Hairis, sem myrtur var í Beirút fyrir tæpum tveimur árum, sakar sýrlensk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons. Byssumenn skutu Gemayel til bana í árás á bílalest hans í úthverfi kristinna manna í Beirút fyrr í dag. Hariri sagði enn fremur á blaðamannafundi að Sýrlendingar vildu drepa hverja einustu frjálsu manneskju. Sýrlensk stjórnvöld segjast hins vegar fordæma morðið samkvæmt opinberu fréttastofunni SANA í Sýrlandi. Peirre Gemayel, sem var leiðtogi kristinna Falangista í landinu, hefur verið í hópi hörðustu andstæðinga Sýrlandsstjórnar. Talið er líklegt að morðið muni enn auka enn á pólitískar deilur í Líbanon milli andstæðinga Sýrlandsstjórnar sem hafa meirihluta á líbanska þinginu og stuðningsmanna stjórnvalda í Damaskus, en þar fara Hizbolla-samtökin í Líbanon fremst í flokki. Nýverið sögðu sex ráðherrar sig úr ríkisstjórn Fouads Siniora, forsætisráðherra Líbanons, vegna deilna um áhrif Hizbolla-liða í ríkisstjórninni, en Siniora sagði fyrr í dag að ríkisstjórnin gæti starfað áfram. Hins vegar hefur dauði Gemayels í för með sér að ef tveir ráðherrar til viðbótar hverfa úr embætti er ríkisstjórnin fallin. Bandaríkjastjórn hefur þegar tjáð sig um morðið og segir það hryðjuverk. „Þetta er sorglegur dagur fyrir Líbanon og morðið er mikið áfall. Við lítum á það sem hryðjuverk og jafnframt sem ögrun," sagði Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira