Velta félagshagkerfisins yfir 500 milljarðar á Íslandi 27. nóvember 2006 10:14 MYND/Vilhelm Velta félagshagkerfisins á Íslandi, sem nær til þess hluta hagkerfisins sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og til frjálsra félagasamtaka, nemur rúmum 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Félagshagkerfið á Íslandi eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að í ritinu sé gerð tilraun til að meta umfang félagshagkerfisins með tilliti til fjölda félaga og veltu þeirra. Skráð félög í félagshagkerfinu eru um 19 þúsund og eru húsfélög þeirra algengust, eða átta þúsund með um fimm miljarða króna veltu. Þá leiðir bókin í ljós að 137 leikfélög séu í landinu, um 200 kórar og 117 tónlistarfélög. Þá eru um 250 kvenfélög í landinu og yfir 300 foreldrafélög og samstarfsfélög foreldra og kennara. Enn fremur kemur fram í ritinu að Íslendingar leggja ekki á sig mikla sjálfboðavinnu miðað við íbúa annarra landa en þeir eru yfir meðallagi í samanburði við önnur lönd þegar um er að ræða góðgerðar- og líknarsamtök, verkalýðsfélög, stjórnmálasamtök og íþrótta- og tómstundastarfssemi. „Félagshagkerfið hefur öldum saman verið til staðar í kapítalískum hagkerfum Vesturlanda. Umfang slíkrar starfsemi hefur þó verið sveiflukennd. Á tímabilinu eftir seinni heimstyrjöldina dró úr umfangi hennar á sama tíma og ríkisreknum velferðarkerfum óx fiskur um hrygg. Með útbreiðslu ný-frjálshyggju á áttunda og níunda áratug síðustu aldar dró úr vexti velferðarkerfisins á Vesturlöndum og kröfur um niðurskurð á útgjöldum ríkisins á þessu sviði urðu áberandi. Við þessar kringumstæður hefur hagnaðarlaus atvinnustarfsemi aukist að umfangi að nýju og stjórnvöld hafa í vaxandi mæli lagt áherslu á vöxt þessa geira," segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira
Velta félagshagkerfisins á Íslandi, sem nær til þess hluta hagkerfisins sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og til frjálsra félagasamtaka, nemur rúmum 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Félagshagkerfið á Íslandi eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að í ritinu sé gerð tilraun til að meta umfang félagshagkerfisins með tilliti til fjölda félaga og veltu þeirra. Skráð félög í félagshagkerfinu eru um 19 þúsund og eru húsfélög þeirra algengust, eða átta þúsund með um fimm miljarða króna veltu. Þá leiðir bókin í ljós að 137 leikfélög séu í landinu, um 200 kórar og 117 tónlistarfélög. Þá eru um 250 kvenfélög í landinu og yfir 300 foreldrafélög og samstarfsfélög foreldra og kennara. Enn fremur kemur fram í ritinu að Íslendingar leggja ekki á sig mikla sjálfboðavinnu miðað við íbúa annarra landa en þeir eru yfir meðallagi í samanburði við önnur lönd þegar um er að ræða góðgerðar- og líknarsamtök, verkalýðsfélög, stjórnmálasamtök og íþrótta- og tómstundastarfssemi. „Félagshagkerfið hefur öldum saman verið til staðar í kapítalískum hagkerfum Vesturlanda. Umfang slíkrar starfsemi hefur þó verið sveiflukennd. Á tímabilinu eftir seinni heimstyrjöldina dró úr umfangi hennar á sama tíma og ríkisreknum velferðarkerfum óx fiskur um hrygg. Með útbreiðslu ný-frjálshyggju á áttunda og níunda áratug síðustu aldar dró úr vexti velferðarkerfisins á Vesturlöndum og kröfur um niðurskurð á útgjöldum ríkisins á þessu sviði urðu áberandi. Við þessar kringumstæður hefur hagnaðarlaus atvinnustarfsemi aukist að umfangi að nýju og stjórnvöld hafa í vaxandi mæli lagt áherslu á vöxt þessa geira," segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira