Tónleikar fyrir krabbabeinssjúk börn 12. desember 2006 20:42 Sálin hans Jóns míns spilar til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Það er orðinn árviss viðburður að framvarðasveit íslenskrar popptónlistar komi saman við áramót í Háskólabíói við Hagatorg og stilli saman strengi til styrktar SKB. Árið í ár er engin undantekning og hefur dagskráin sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg. Á undanförnum árum hafa yfir 14 milljónir króna safnast á þessum tónleikum, og nú er markmiðið að sú upphæð hækki í a.m.k. sextán milljónir króna. Þess má geta að hljómsveitin Sálin hans Jóns míns sem kemur fram á tónleikunum kemur nú fram á þessum tónleikum í áttunda sinn. Þannig hefur sveitin komið fram öll árin sem þessir tónleikar hafa verið haldnir. Að gefnu tilefni er rétt að láta það fylgja að á tónleikunum í gegnum tíðina hefur komið fram rjómi þekktustu tónlistarmanna landsins á hverjum tíma og hafa allir þeir sem komið hafa að tónleikunum gefið vinnu sína til fulls. Háskólabíó gefið húsnæðið. Um leið hafa allir tæknimenn og aðrir starfsmenn tónleikanna gefið vinnu sína. Öll fyrirtæki sem að verkefninu hafa komið hafa líka gefið alla sína vinnu. Að sjálfssögðu er engin breyting þar á. "Þetta er í áttunda árið sem við förum í þetta tónleikahald. Þetta er bara partur af hátíðar undirbúningnum hjá mér og mér finnst þetta bara ómissandi. Það er með eindæmum hvað íslenskt tónlistarfólk er örlátt á tíma sinn og hæfileika og ég verð að segja að þetta árið eru listi flytjenda alveg óvenju glæsilegur. Ég er mikið stoltur yfir þessu verkefni og þakklátur öll þeim sem lætur þetta verða að veruleika á hverju ári með mér" sagði Einar Bárðarson sem nú skipuleggur þessa tónleika áttunda árið í röð. Tónleikarnir fara sem fyrr segir fram í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 28. desember og hefjast stundvíslega kl. 18:00 Eftirtaldir listamenn hafa staðfest þátttöku í tónleikunum en listinn hefur haft þá tilhneiginu að lengjast þegar nær dregur Sálin hans Jóns míns Gospel Kór Reykjavíkur Bubbi Morthens Papparnir Skítamórall Magni & Á móti Sól! Páll Óskar Hjálmtýrsson Gardar Thór Cortes Jón Jósep Snæbjörnsson Stebbi og Eyvi Birgitta Haukdal Nylon Snorri Ingó Bríet Sunna Árlega greinast að meðaltali 10 - 12 börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á Íslandi. Markmðið með stofnun Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var m.a. að styðja við bakið á þeim og aðstandendum þeirra bæði fjárhagslega og félagslega. Í upphafi hafði félagið takmarkað bolmagn til framkvæmda en úr rættist með stórri landssöfnun 1993, þá var m.a. stofnaður neyðarsjóður sem meðlimir SKB geta sótt um fjárstyrk úr. Fimm manna nefnd metur umsóknir og úthlutar styrkjum en tengist SKB ekki að neinu öðru leyti. Neyðarsjóðurinn er í raun tiltekin fjárupphæð sem stjórn SKB samþykkir fyrir hvert starfsár. Sérstök úthlutunarnefnd fer síðan með umboð til fjárveitinga úr styrktarsjóði SKB en skipulagsskrá fyrir hann er staðfest af dómsmálaráðuneytinu. Einnig ákveður stjórn SKB þak á hverja úthlutun. Hver félagsmaður í SKB má þó sækja um eins oft og hann telur þörf á. Þess skal getið að skila þarf inn ítarlegum upplýsingum með hverri umsókn í neyðarsjóð svo úthlutunarnefnd fái tekið vel upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Auk þessa aðstoðar þjónustufulltrúi SKB hjá viðskiptabanka félagsins úthlutunarnefnd við skoðun og mat á umsóknum. Miðasala hefst miðvikudaginn 14. desember Lífið Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það er orðinn árviss viðburður að framvarðasveit íslenskrar popptónlistar komi saman við áramót í Háskólabíói við Hagatorg og stilli saman strengi til styrktar SKB. Árið í ár er engin undantekning og hefur dagskráin sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg. Á undanförnum árum hafa yfir 14 milljónir króna safnast á þessum tónleikum, og nú er markmiðið að sú upphæð hækki í a.m.k. sextán milljónir króna. Þess má geta að hljómsveitin Sálin hans Jóns míns sem kemur fram á tónleikunum kemur nú fram á þessum tónleikum í áttunda sinn. Þannig hefur sveitin komið fram öll árin sem þessir tónleikar hafa verið haldnir. Að gefnu tilefni er rétt að láta það fylgja að á tónleikunum í gegnum tíðina hefur komið fram rjómi þekktustu tónlistarmanna landsins á hverjum tíma og hafa allir þeir sem komið hafa að tónleikunum gefið vinnu sína til fulls. Háskólabíó gefið húsnæðið. Um leið hafa allir tæknimenn og aðrir starfsmenn tónleikanna gefið vinnu sína. Öll fyrirtæki sem að verkefninu hafa komið hafa líka gefið alla sína vinnu. Að sjálfssögðu er engin breyting þar á. "Þetta er í áttunda árið sem við förum í þetta tónleikahald. Þetta er bara partur af hátíðar undirbúningnum hjá mér og mér finnst þetta bara ómissandi. Það er með eindæmum hvað íslenskt tónlistarfólk er örlátt á tíma sinn og hæfileika og ég verð að segja að þetta árið eru listi flytjenda alveg óvenju glæsilegur. Ég er mikið stoltur yfir þessu verkefni og þakklátur öll þeim sem lætur þetta verða að veruleika á hverju ári með mér" sagði Einar Bárðarson sem nú skipuleggur þessa tónleika áttunda árið í röð. Tónleikarnir fara sem fyrr segir fram í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 28. desember og hefjast stundvíslega kl. 18:00 Eftirtaldir listamenn hafa staðfest þátttöku í tónleikunum en listinn hefur haft þá tilhneiginu að lengjast þegar nær dregur Sálin hans Jóns míns Gospel Kór Reykjavíkur Bubbi Morthens Papparnir Skítamórall Magni & Á móti Sól! Páll Óskar Hjálmtýrsson Gardar Thór Cortes Jón Jósep Snæbjörnsson Stebbi og Eyvi Birgitta Haukdal Nylon Snorri Ingó Bríet Sunna Árlega greinast að meðaltali 10 - 12 börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á Íslandi. Markmðið með stofnun Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var m.a. að styðja við bakið á þeim og aðstandendum þeirra bæði fjárhagslega og félagslega. Í upphafi hafði félagið takmarkað bolmagn til framkvæmda en úr rættist með stórri landssöfnun 1993, þá var m.a. stofnaður neyðarsjóður sem meðlimir SKB geta sótt um fjárstyrk úr. Fimm manna nefnd metur umsóknir og úthlutar styrkjum en tengist SKB ekki að neinu öðru leyti. Neyðarsjóðurinn er í raun tiltekin fjárupphæð sem stjórn SKB samþykkir fyrir hvert starfsár. Sérstök úthlutunarnefnd fer síðan með umboð til fjárveitinga úr styrktarsjóði SKB en skipulagsskrá fyrir hann er staðfest af dómsmálaráðuneytinu. Einnig ákveður stjórn SKB þak á hverja úthlutun. Hver félagsmaður í SKB má þó sækja um eins oft og hann telur þörf á. Þess skal getið að skila þarf inn ítarlegum upplýsingum með hverri umsókn í neyðarsjóð svo úthlutunarnefnd fái tekið vel upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Auk þessa aðstoðar þjónustufulltrúi SKB hjá viðskiptabanka félagsins úthlutunarnefnd við skoðun og mat á umsóknum. Miðasala hefst miðvikudaginn 14. desember
Lífið Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira