Ofsaveður og sumstaðar fárviðri 22. desember 2006 17:48 Almannavarnir biðja fólk að huga að heimferð sinni áður en það fer út á lífið í kvöld. MYND/GVA Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 segir veðrið vera að fara í gang þessa stundina. "Mér sýnist því miður að þetta vera stefna í ofsaveður og raunar svo að sumstaðar á þessum svæðum verði fárviðri. Um þrjú leytið í nótt verður veðrið verst vestast á Reykjanesi og Vesturlandi og síðan mjakast þessi ofsastrengur yfir á Vestfirði og Norðurland vestra og um níu leytið í fyrramálið verður strengur farinn að nálgast Eyjafjarðarsvæðið" segir Sigurður. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó mun alversti strengurinn ekki ganga yfir borgina. "Engu að síður getur hviðuvindhraði í borginni náð yfir 30 m/s. Og það þarf vart að taka fram að vindhviður sem komnar eru yfir 40 m/s svo ég tali nú ekki um hærra, eru beinlínis stórhættulegar og raunar lífshættulegar öllum vegfarendum" segir Sigurður. Veðrið gengur niður sunnanlands strax í fyrramálið en hvasst verður á Norðurlandi fram eftir öðru kvöldi. Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins verður mönnuð frá 04:30 í nótt til að samhæfa aðgerðir og veita stuðning við þau embætti sem þess óska. Í samhæfingarstöðinni í nótt verða fulltrúar almannavarna, björgunarsveita, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Neyðarlínu. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 segir veðrið vera að fara í gang þessa stundina. "Mér sýnist því miður að þetta vera stefna í ofsaveður og raunar svo að sumstaðar á þessum svæðum verði fárviðri. Um þrjú leytið í nótt verður veðrið verst vestast á Reykjanesi og Vesturlandi og síðan mjakast þessi ofsastrengur yfir á Vestfirði og Norðurland vestra og um níu leytið í fyrramálið verður strengur farinn að nálgast Eyjafjarðarsvæðið" segir Sigurður. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó mun alversti strengurinn ekki ganga yfir borgina. "Engu að síður getur hviðuvindhraði í borginni náð yfir 30 m/s. Og það þarf vart að taka fram að vindhviður sem komnar eru yfir 40 m/s svo ég tali nú ekki um hærra, eru beinlínis stórhættulegar og raunar lífshættulegar öllum vegfarendum" segir Sigurður. Veðrið gengur niður sunnanlands strax í fyrramálið en hvasst verður á Norðurlandi fram eftir öðru kvöldi. Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins verður mönnuð frá 04:30 í nótt til að samhæfa aðgerðir og veita stuðning við þau embætti sem þess óska. Í samhæfingarstöðinni í nótt verða fulltrúar almannavarna, björgunarsveita, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Neyðarlínu.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira