Að velja siglingaleiðir 9. janúar 2007 05:00 Af fréttaflutningi síðustu daga hefur mátt álykta að við val á siglingaleiðum skipa fyrir suðvesturhorn landsins sé aðeins til einn sannleikur, í formi skýrslu Det Norske Veritas frá því í maí 1999. Kaupskipaútgerðin tók þátt í starfi ráðherraskipaðrar nefndar á árunum 1998-2000. Nefndin hafði skv. skipunarbréfi það hlutverk „að móta reglur um tilkynningaskyldu og afmörkun siglingaleiða olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslögsögu“. Samt fór það svo að aðalverkefni nefndarinnar sem tekist var hart á um varð um val á tveimur siglingaleiðum fyrir kaupskip við suðvestanvert landið á grundvelli niðurstaðna skýrslu Det Norske Veritas. Fulltrúar kaupskipaútgerðarinnar voru ekki tilbúnir að samþykkja einhliða framlagða skýrslu sem einu réttu niðurstöðuna um öryggi tveggja siglingaleiða á forsendum sem þeir voru ekki sáttir við. Nefndin lauk störfum árið 2000 og var niðurstaðan sú að málið skyldi tekið upp aftur þegar rannsóknir á öllum þáttum málsins hefðu verið lagðar fram. Síðan eru liðin sjö ár án þess að mikið hafi farið fyrir málinu. Nú ber svo við að samgönguráðuneytið hefur skipað nefnd sem ber heitið „nefnd um neyðarhafnir“ og skipunarbréfið er dagsett 29. nóv. 2006. Nefndin hefur fimm hlutverk og er eitt þeirra „að gera tillögu að skipulagi skipaumferðar, t.d. afmörkun siglingaleiða og/eða takmörkun á siglingum skipa sem flytja hættulegan varning í nánd við landið.“ Nú er nefndin hrein embættismannanefnd án þátttöku kaupskipaútgerðarinnar. Getur verið að það sé eitthvað athugavert við þessa stjórnsýslu og að það sé ástæða til að við gerum athugasemdir við hana? Viljum við fela ríkisstofnunum einum að taka ákvarðanir á forsendum sem þær sjálfar gefa sér án þátttöku þeirra sem málið snertir beint? SVÞ gera athugasemdir við slík vinnubrögð varðandi þetta mál og mörg önnur. Það er grundvallaratriði við setningu laga og reglugerða að þeir sem málið snertir fái aðkomu að því á vinnslustigi. Það kemur kaupskipaútgerðinni við þegar ákvarða á eina rétta siglingaleið fyrir suðvestan land og því gera SVÞ þá kröfu til samgönguráðuneytisins að þau fái að tilnefna fulltrúa í ofangreindri nefnd. Höfundur er forstöðumaður flutningasviðs SVÞ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Af fréttaflutningi síðustu daga hefur mátt álykta að við val á siglingaleiðum skipa fyrir suðvesturhorn landsins sé aðeins til einn sannleikur, í formi skýrslu Det Norske Veritas frá því í maí 1999. Kaupskipaútgerðin tók þátt í starfi ráðherraskipaðrar nefndar á árunum 1998-2000. Nefndin hafði skv. skipunarbréfi það hlutverk „að móta reglur um tilkynningaskyldu og afmörkun siglingaleiða olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslögsögu“. Samt fór það svo að aðalverkefni nefndarinnar sem tekist var hart á um varð um val á tveimur siglingaleiðum fyrir kaupskip við suðvestanvert landið á grundvelli niðurstaðna skýrslu Det Norske Veritas. Fulltrúar kaupskipaútgerðarinnar voru ekki tilbúnir að samþykkja einhliða framlagða skýrslu sem einu réttu niðurstöðuna um öryggi tveggja siglingaleiða á forsendum sem þeir voru ekki sáttir við. Nefndin lauk störfum árið 2000 og var niðurstaðan sú að málið skyldi tekið upp aftur þegar rannsóknir á öllum þáttum málsins hefðu verið lagðar fram. Síðan eru liðin sjö ár án þess að mikið hafi farið fyrir málinu. Nú ber svo við að samgönguráðuneytið hefur skipað nefnd sem ber heitið „nefnd um neyðarhafnir“ og skipunarbréfið er dagsett 29. nóv. 2006. Nefndin hefur fimm hlutverk og er eitt þeirra „að gera tillögu að skipulagi skipaumferðar, t.d. afmörkun siglingaleiða og/eða takmörkun á siglingum skipa sem flytja hættulegan varning í nánd við landið.“ Nú er nefndin hrein embættismannanefnd án þátttöku kaupskipaútgerðarinnar. Getur verið að það sé eitthvað athugavert við þessa stjórnsýslu og að það sé ástæða til að við gerum athugasemdir við hana? Viljum við fela ríkisstofnunum einum að taka ákvarðanir á forsendum sem þær sjálfar gefa sér án þátttöku þeirra sem málið snertir beint? SVÞ gera athugasemdir við slík vinnubrögð varðandi þetta mál og mörg önnur. Það er grundvallaratriði við setningu laga og reglugerða að þeir sem málið snertir fái aðkomu að því á vinnslustigi. Það kemur kaupskipaútgerðinni við þegar ákvarða á eina rétta siglingaleið fyrir suðvestan land og því gera SVÞ þá kröfu til samgönguráðuneytisins að þau fái að tilnefna fulltrúa í ofangreindri nefnd. Höfundur er forstöðumaður flutningasviðs SVÞ
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun