Risi á brauðfótum 11. janúar 2007 06:00 Saga heimsins er saga heimsvelda, sem tókust á um yfirráð yfir löndum og þjóðum. En hvað er heimsveldi? Heimsveldi þarf ekki að ráða yfir heiminum öllum, það hefur engu veldi tekizt. Skilgreiningin er þrengri. Heimsveldi köllum við lönd, sem ráða með góðu eða illu yfir einhverjum löndum öðrum eða landskikum utan eigin landamæra. Bretland og Frakkland voru heimsveldi eins og nýlendur þeirra víða um heiminn vitnuðu um, og bæði löndin báru nafngiftina löngum með ánægju. Sovétríkin voru heimsveldi og höfðu Austur-Evrópu undir hæl sínum í nær hálfa öld. Kína er heimsveldi, enda ráða Kínverjar lögum og lofum í Tíbet og gera einnig kröfur til umráða yfir Taívan. Listinn er lengri. Hvað um Bandaríkin? Eru þau heimsveldi? Bandaríkjamenn sjálfir svara spurningunni margir neitandi, en það svar stenzt varla stranga skoðun, eins og skozki sagnfræðingurinn Niall Ferguson lýsir vel í bók sinni Colossus (2004). Hann segir: Bandaríkjamenn hafa nú komið fyrir máttlausum leppstjórnum í Afganistan og Írak að loknum innrásum í bæði löndin, svo að varla þarf frekari vitna við. Ferill Bandaríkjanna er auk annars markaður yfirgangi gegn öðrum löndum nær og fjær langt aftur í tímann. Þó er Bandaríkjamönnum mörgum meinilla við nafngiftina heimsveldi, þeim líkar ekki að vera dregnir í dilk með Sovétríkjunum og Kína. Við erum lýðræðisríki, segja þeir, með réttu. Bandaríkin eru samt heimsveldi, segir Niall Ferguson, hvort sem Bandaríkjamönnum líkar það vel eða illa. Ferguson færir rök að því, að Bandaríkin séu heimsveldi á fallanda fæti. Lítum yfir sviðið. Þátttaka Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni skipti sköpum í því stríði, á því er enginn vafi, og Kaninn hafði einnig sigur í Kóreustríðinu 1950-53. Síðan þá hafa Bandaríkjamenn háð tvö stór stríð á eigin spýtur. Þeir töpuðu í Víetnam og hrökkluðust þaðan 1975, 58 þúsund mannslífum fátækari. Og nú hafa Bandaríkjamenn barizt lengur í Írak en þeir börðust í síðari heimsstyrjöldinni, og hvorki gengur né rekur, svo að þeir virðast munu tapa þar eins og í Víetnam og hrökklast burt. Írak er litlu fjölmennara land en Texas, en hernaðarsigur yfir svo litlu og vanburðugu landi er Bandaríkjamönnum samt um megn. Nærri má geta, hversu þeim myndi þá vegna í stríði gegn Íran, sem er þrisvar sinnum fjölmennara land en Írak. Flóastríðið í Kúveit 1990-91 er ekki talið með hér, enda var það háð í umboði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og naut víðtæks stuðnings. Niall Ferguson lætur ekkert af þessu koma sér á óvart. Bandaríkjamenn eru veikgeðja, segir hann. Þá skortir aga. Þeir eyða öllu sínu aflafé og leggja ekkert af því til hliðar, heldur taka þeir endalaus lán í útlöndum - í Kína! - og lifa langt um efni fram. Þeim er ekki alvara. Þeir heyja meira að segja stríð út á krít og með hangandi hendi, af því að þeim hrýs hugur við mannfalli. Þátttaka Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni var fjármögnuð bæði með skattaálögum og lántökum. Roosevelt forseti þrábað þjóðina að færa fórnir, og hún brást vel við áskoruninni og vann með öðrum sigur gegn nasistum og bandamönnum þeirra. Í Víetnamstríðinu var annar háttur hafður á. Þá treysti stjórnin sér ekki til að hækka skatta til að standa straum af stríðsrekstrinum, svo að umtalsverður halli varð á fjárlögum og leiddi til verðbólgu. Þjóð, sem treystir sér ekki til að fjármagna stríðsrekstur af eigin aflafé, heldur varpar herkostnaðinum huglaus og duglaus á komandi kynslóðir, hún er ekki sigurstrangleg í stríði, enda töpuðu Bandaríkjamenn í Víetnam. Og enn er Kaninn við sama heygarðshorn og treystir sér ekki til að færa nauðsynlegar fórnir og fjármagna stríðið í Írak með aukinni skattheimtu. Ekki nóg með það: Bush forseti hefur beitt sér fyrir stórfelldri lækkun skatta í stríði til að friða almenningsálitið. Það þurfti að múta þjóðinni til að fara í þetta stríð. Þetta er nýtt. Stuðningur almennings við stríðið í Írak og við forsetann, sem leiddi þjóðina út í stríð á upplognum forsendum, fer nú ört þverrandi líkt og gerðist í Víetnamstríðinu. Bandaríkin hafa afhjúpað sig. Fyrir fáeinum árum efuðust fáir um mátt þeirra og megin. Nú sér öll heimsbyggðin, hvernig komið er fyrir risanum: hann stendur berstrípaður á brauðfótum. Mesta herveldi heimsins tapar stríði eftir stríð, nema það sé háð í umboði SÞ. Kannski þeir hugsi sig tvisvar um, áður en þeir gera næstu innrás á eigin spýtur. Gömlum bandamönnum og vinum blöskrar. Ferill Bandaríkjanna er auk annars markaður yfirgangi gegn öðrum löndum nær og fjær langt aftur í tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Saga heimsins er saga heimsvelda, sem tókust á um yfirráð yfir löndum og þjóðum. En hvað er heimsveldi? Heimsveldi þarf ekki að ráða yfir heiminum öllum, það hefur engu veldi tekizt. Skilgreiningin er þrengri. Heimsveldi köllum við lönd, sem ráða með góðu eða illu yfir einhverjum löndum öðrum eða landskikum utan eigin landamæra. Bretland og Frakkland voru heimsveldi eins og nýlendur þeirra víða um heiminn vitnuðu um, og bæði löndin báru nafngiftina löngum með ánægju. Sovétríkin voru heimsveldi og höfðu Austur-Evrópu undir hæl sínum í nær hálfa öld. Kína er heimsveldi, enda ráða Kínverjar lögum og lofum í Tíbet og gera einnig kröfur til umráða yfir Taívan. Listinn er lengri. Hvað um Bandaríkin? Eru þau heimsveldi? Bandaríkjamenn sjálfir svara spurningunni margir neitandi, en það svar stenzt varla stranga skoðun, eins og skozki sagnfræðingurinn Niall Ferguson lýsir vel í bók sinni Colossus (2004). Hann segir: Bandaríkjamenn hafa nú komið fyrir máttlausum leppstjórnum í Afganistan og Írak að loknum innrásum í bæði löndin, svo að varla þarf frekari vitna við. Ferill Bandaríkjanna er auk annars markaður yfirgangi gegn öðrum löndum nær og fjær langt aftur í tímann. Þó er Bandaríkjamönnum mörgum meinilla við nafngiftina heimsveldi, þeim líkar ekki að vera dregnir í dilk með Sovétríkjunum og Kína. Við erum lýðræðisríki, segja þeir, með réttu. Bandaríkin eru samt heimsveldi, segir Niall Ferguson, hvort sem Bandaríkjamönnum líkar það vel eða illa. Ferguson færir rök að því, að Bandaríkin séu heimsveldi á fallanda fæti. Lítum yfir sviðið. Þátttaka Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni skipti sköpum í því stríði, á því er enginn vafi, og Kaninn hafði einnig sigur í Kóreustríðinu 1950-53. Síðan þá hafa Bandaríkjamenn háð tvö stór stríð á eigin spýtur. Þeir töpuðu í Víetnam og hrökkluðust þaðan 1975, 58 þúsund mannslífum fátækari. Og nú hafa Bandaríkjamenn barizt lengur í Írak en þeir börðust í síðari heimsstyrjöldinni, og hvorki gengur né rekur, svo að þeir virðast munu tapa þar eins og í Víetnam og hrökklast burt. Írak er litlu fjölmennara land en Texas, en hernaðarsigur yfir svo litlu og vanburðugu landi er Bandaríkjamönnum samt um megn. Nærri má geta, hversu þeim myndi þá vegna í stríði gegn Íran, sem er þrisvar sinnum fjölmennara land en Írak. Flóastríðið í Kúveit 1990-91 er ekki talið með hér, enda var það háð í umboði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og naut víðtæks stuðnings. Niall Ferguson lætur ekkert af þessu koma sér á óvart. Bandaríkjamenn eru veikgeðja, segir hann. Þá skortir aga. Þeir eyða öllu sínu aflafé og leggja ekkert af því til hliðar, heldur taka þeir endalaus lán í útlöndum - í Kína! - og lifa langt um efni fram. Þeim er ekki alvara. Þeir heyja meira að segja stríð út á krít og með hangandi hendi, af því að þeim hrýs hugur við mannfalli. Þátttaka Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni var fjármögnuð bæði með skattaálögum og lántökum. Roosevelt forseti þrábað þjóðina að færa fórnir, og hún brást vel við áskoruninni og vann með öðrum sigur gegn nasistum og bandamönnum þeirra. Í Víetnamstríðinu var annar háttur hafður á. Þá treysti stjórnin sér ekki til að hækka skatta til að standa straum af stríðsrekstrinum, svo að umtalsverður halli varð á fjárlögum og leiddi til verðbólgu. Þjóð, sem treystir sér ekki til að fjármagna stríðsrekstur af eigin aflafé, heldur varpar herkostnaðinum huglaus og duglaus á komandi kynslóðir, hún er ekki sigurstrangleg í stríði, enda töpuðu Bandaríkjamenn í Víetnam. Og enn er Kaninn við sama heygarðshorn og treystir sér ekki til að færa nauðsynlegar fórnir og fjármagna stríðið í Írak með aukinni skattheimtu. Ekki nóg með það: Bush forseti hefur beitt sér fyrir stórfelldri lækkun skatta í stríði til að friða almenningsálitið. Það þurfti að múta þjóðinni til að fara í þetta stríð. Þetta er nýtt. Stuðningur almennings við stríðið í Írak og við forsetann, sem leiddi þjóðina út í stríð á upplognum forsendum, fer nú ört þverrandi líkt og gerðist í Víetnamstríðinu. Bandaríkin hafa afhjúpað sig. Fyrir fáeinum árum efuðust fáir um mátt þeirra og megin. Nú sér öll heimsbyggðin, hvernig komið er fyrir risanum: hann stendur berstrípaður á brauðfótum. Mesta herveldi heimsins tapar stríði eftir stríð, nema það sé háð í umboði SÞ. Kannski þeir hugsi sig tvisvar um, áður en þeir gera næstu innrás á eigin spýtur. Gömlum bandamönnum og vinum blöskrar. Ferill Bandaríkjanna er auk annars markaður yfirgangi gegn öðrum löndum nær og fjær langt aftur í tímann.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun