Davíð svarað 21. febrúar 2007 05:00 Á baksíðu Fréttablaðsins hinn 18. febrúar fer Davíð Þór mikinn, þar fer hann með rakalausan þvætting um Frjálslynda flokkinn: „Sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda. Þar virðast allir velkomnir sem hrekjast úr öðrum flokkum vegna óvinsælda." Hefurðu lesið málefnahandbók flokksins Davíð Þór? Ef ekki hvernig leyfir þú þér að tala svona? Það virðist vera lenska í dag að tengja allt sem einstakir menn segja, sem skoðun flokksins. Í flokknum er fólk, fólk með misjafnar skoðanir. Eða segja menn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá skoðun að ef menn fá ekki sætustu stelpuna á ballinu, þá taki þeir bara þá næstsætustu með sér heim ? Og hvað varðar Valdimar Leó, var hann ekki Samfylkingarmaður þangað til bara núna nýlega. Þannig að það sé þá líka skoðun Samfylkingarinnar sem hann boðar þarna. Varla hefur hann skipt um skoðun. En það eru lokaorðin sem ég ætla að ræða hér. Og ég ætla að gera meira, ég ætla að fara fram á að þú Davíð Þór biðjir mig og samflokksmenn mína afsökunar á þessum orðum. Þetta eru staðlausir stafir og kjaftæði. „Í huga frjálslyndra eru fíklar hins vegar ekki bara glæpamenn heldur beinlínis hryðjuverkamenn. Eina ráðið sem þeir kunna er að refsa fleirum þyngra, lengur og harðar. Væntanlega í þeirri trú að nýliðun í stétt smyglara sé engin, að fíkniefni hverfi af markaði bara ef nógu mörgum er stungið inn nógu lengi. Það hefur víða verið reynt og hvergi skilað öðru en hörmungum. Fársjúkt fólk á rétt á skilningi og aðstoð. Frjálslyndir bjóða því Litla-Hraun." Ég skal segja þér að ég hef yfir 20 ár þurft að berjast fyrir syni mínum. Og var lengi vel eina manneskjan sem trúði á hann og barðist fyrir því að hann ætti mannréttindi. Það virðist nefnilega vera svo að ógæfufólk er ekki álitið fólk sem á rétt á mannlegri reisn. Hefur ekkert með Frjálslynda flokkinn að gera. Þannig að það eru algjör öfugmæli sem þú setur fram þarna. Hræsni og lygi tróna hátt í þessum skrifum þínum. Margir þykjast vera þess umkomnir að dæma heilan flokk út frá einstaka mönnum, og jafnvel einni fyrirsögn. Ég krefst þess hér með að þú biðjir mig afsökunar á þessum ummælum þínum. Og þú ættir ef til vill að lesa aftur í Biblíunni þinni. Þar stendur ýmislegt sem þú mátt alveg tileinka þér, eins og að „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Höfundur er móðir og varamaður í miðstjórn Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á baksíðu Fréttablaðsins hinn 18. febrúar fer Davíð Þór mikinn, þar fer hann með rakalausan þvætting um Frjálslynda flokkinn: „Sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda. Þar virðast allir velkomnir sem hrekjast úr öðrum flokkum vegna óvinsælda." Hefurðu lesið málefnahandbók flokksins Davíð Þór? Ef ekki hvernig leyfir þú þér að tala svona? Það virðist vera lenska í dag að tengja allt sem einstakir menn segja, sem skoðun flokksins. Í flokknum er fólk, fólk með misjafnar skoðanir. Eða segja menn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá skoðun að ef menn fá ekki sætustu stelpuna á ballinu, þá taki þeir bara þá næstsætustu með sér heim ? Og hvað varðar Valdimar Leó, var hann ekki Samfylkingarmaður þangað til bara núna nýlega. Þannig að það sé þá líka skoðun Samfylkingarinnar sem hann boðar þarna. Varla hefur hann skipt um skoðun. En það eru lokaorðin sem ég ætla að ræða hér. Og ég ætla að gera meira, ég ætla að fara fram á að þú Davíð Þór biðjir mig og samflokksmenn mína afsökunar á þessum orðum. Þetta eru staðlausir stafir og kjaftæði. „Í huga frjálslyndra eru fíklar hins vegar ekki bara glæpamenn heldur beinlínis hryðjuverkamenn. Eina ráðið sem þeir kunna er að refsa fleirum þyngra, lengur og harðar. Væntanlega í þeirri trú að nýliðun í stétt smyglara sé engin, að fíkniefni hverfi af markaði bara ef nógu mörgum er stungið inn nógu lengi. Það hefur víða verið reynt og hvergi skilað öðru en hörmungum. Fársjúkt fólk á rétt á skilningi og aðstoð. Frjálslyndir bjóða því Litla-Hraun." Ég skal segja þér að ég hef yfir 20 ár þurft að berjast fyrir syni mínum. Og var lengi vel eina manneskjan sem trúði á hann og barðist fyrir því að hann ætti mannréttindi. Það virðist nefnilega vera svo að ógæfufólk er ekki álitið fólk sem á rétt á mannlegri reisn. Hefur ekkert með Frjálslynda flokkinn að gera. Þannig að það eru algjör öfugmæli sem þú setur fram þarna. Hræsni og lygi tróna hátt í þessum skrifum þínum. Margir þykjast vera þess umkomnir að dæma heilan flokk út frá einstaka mönnum, og jafnvel einni fyrirsögn. Ég krefst þess hér með að þú biðjir mig afsökunar á þessum ummælum þínum. Og þú ættir ef til vill að lesa aftur í Biblíunni þinni. Þar stendur ýmislegt sem þú mátt alveg tileinka þér, eins og að „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Höfundur er móðir og varamaður í miðstjórn Frjálslynda flokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun