Háður Eurovision-keppninni 2. apríl 2007 09:00 Okkar maður í Euroivison-stuði á Grikklandi í fyrra. Með honum og nánast hverjum einasta íslenska keppanda undanfarinna ára hefur tekist góð vinátta. MYND/Valli Peter Fenner semur textann við framlag Íslands til Eurovison-söngvakeppninnar. Peter er Eurovision-bolti, hefur mætt til hverrar keppni allt frá árinu 1997 og er mikill Íslandsvinur. „Já, ég vissi af þessum ágreiningi Kristjáns Hreinssonar og Sveins Rúnars og hef mikla samúð með Kristjáni,“ segir Peter Fenner, útvarpsmaður og söngtextaskáld. Fréttablaðið hefur greint frá krytum milli Kristjáns Skerjafjarðarskálds og Sveins Rúnars Sigurðssonar en Kristján taldi einsýnt, sem höfundur hins íslenska texta við íslenska sigurlagið „Ég les í lófa þínum“, að hann fylgdi laginu út með enskum texta. En Sveinn Rúnar valdi „Valentine Lost“ eftir Fenner til að keppa í Helsinki 10. til 12. maí.Hefur samúð með KristjániEftir að Fenner sá æfingar var hann sannfærður um sigurmöguleika lagsins þótt þar væru þrjú eða fjögur lög önnur sigurstrangleg. Fenner skilst að Kristján hafi einnig skrifað enskan texta við lagið en segist ekki hafa séð þann texta. Og segir jafnframt að hann hafi gert öllum það ljóst að ef íslenskur höfundur, einkum Kristján, gæti gert góða enska útgáfu þá ætti sá texti að brúkast. Því sjálfur væri hann, þrátt fyrir allt, ekki Íslendingur.„Hins vegar skilst mér að ekki hafi allir verið ánægðir með enskan texta Kristjáns. Og tekin var ákvörðun um að nota minn texta og ég get ekki gert mikið við því. Ég veit að þemað er annað en Kristjáns en ég skrifaði bara það sem mér þótti eiga við lagið. Textinn er persónulegur en merkingin vonandi önnur fyrir aðra. Ég vona að Kristján sé ekki bitur vegna þessa og veit að hann mun fá tækifæri í framtíðinni. Kannski munum við skrifa texta saman síðar, hver veit?“ segir Fenner.Eurovison er ávanabindandiPeter Fenner segist mjög stoltur af því að vera í íslenska Euro-vision-liðinu, ekki síst af því hann er mjög elskur af landi og þjóð og á marga góða vini meðal Íslendinga. Viðbrögðin við „Valentine Lost“ eru góð og í Noregi er þetta eina lagið sem fékk fullt hús stiga frá tónlistargagnrýnanda blaðsins VG – svo Fenner bindur við það vonir að fá mörg stig frá Noregi.„Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá Bretlandi og Bandaríkjunum en einnig löndum sem ég bjóst ekki við að yrðu okkur hliðholl svo sem Tyrklandi, Rússlandi, Serbíu og Póllandi. Mjög mikilvægt er að fá stig frá mörgum ólíkum löndum og ég vona að það gerist. Eiríkur er frábær flytjandi og hugsanlega vinnum við. Maður veit aldrei þegar þessi keppni er annars vegar.“Að mati Fenners verða helstu keppinautar Íslands Serbía, Sviss og Svíþjóð. Og frábær árangur er að komast upp úr undankeppninni því aðeins tíu lög af 28 fara áfram. Aðspurður segist Fenner mikill aðdáandi keppninnar. Telur reyndar því svo farið með flesta og segir hana eitt fárra fyrirbæra sem sameini álfuna. En svo verði atkvæðagreiðslan til að sundra henni á nýjan leik. „Og hafir þú verið við eina keppni verður þú háður. Ég hugsa að það hafi þeir uppgötvað Gísli Marteinn, Logi Bergmann og nú Simmi!“Fenner og ÍslendingarnirFenner hefur fjallað um keppnina allt frá árinu 1997 sem útvarpsmaður og verið á vettvangi. Finnlandsför hans er sú ellefta. Einhverra hluta vegna hefur Fenner bundist sérstökum vináttuböndum við íslenska þátttakendur í Eurovision-keppninni. Sem Fenner segir sérkennilegt í ljósi þess að hann tali litla sem enga íslensku meðan hann hefur á færi sínu frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, ítölsku og sænsku.„Ég kynntist hins vegar Páli Óskari árið 1997 í Dublin og okkur varð strax vel til vina. Og við skemmtum okkur konunglega saman – hann er algerlega óborganlegur. Mér fannst hans framlag frábært og skil ekki enn þann dag í dag af hverju lagið hans náði ekki lengra. Ég kynntist Selmu 1999 og við urðum einnig ágætir vinir – erum það enn. Ég er þeirrar skoðunar að hennar framlag, You"re All out of Luck, sé besta Eurovisonlag frá upphafi. Og vildi óska þess að það hefði unnið.“Sungið fyrir sendiherraOg Fenner heldur áfram að rekja tengsl sín við Íslendingana. „Einari Bárðarsyni kynntist ég árið 2001 og við höldum enn sambandi. Áttum góða daga saman í Danmörku þrátt fyrir þau vonbrigði að lagið skyldi enda svo neðarlega. Ég man að ég söng enska útgáfu af Angel með Kristjáni Kristjánssyni í partíi með íslenska sendiherranum. Það tók á taugarnar en tvö glös af íslensku brennivíni hjálpaði sannarlega upp á sakirnar.“Og Fenner rekur tengsl sín við Íslendinga. Góð kynni tókust með honum og Jónsa í Tyrklandi 2004 og þeir eru enn í sambandi. Og þannig má áfram telja. „Og svo er það auðvitað Silvía Nótt. Sem er ólík öllu sem fram hefur komið. En ég dáist að ótvíræðum hæfileikum hennar, dáist að henni sem listamanni og fulltrúa fyrir íslenska menningu.“ Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Peter Fenner semur textann við framlag Íslands til Eurovison-söngvakeppninnar. Peter er Eurovision-bolti, hefur mætt til hverrar keppni allt frá árinu 1997 og er mikill Íslandsvinur. „Já, ég vissi af þessum ágreiningi Kristjáns Hreinssonar og Sveins Rúnars og hef mikla samúð með Kristjáni,“ segir Peter Fenner, útvarpsmaður og söngtextaskáld. Fréttablaðið hefur greint frá krytum milli Kristjáns Skerjafjarðarskálds og Sveins Rúnars Sigurðssonar en Kristján taldi einsýnt, sem höfundur hins íslenska texta við íslenska sigurlagið „Ég les í lófa þínum“, að hann fylgdi laginu út með enskum texta. En Sveinn Rúnar valdi „Valentine Lost“ eftir Fenner til að keppa í Helsinki 10. til 12. maí.Hefur samúð með KristjániEftir að Fenner sá æfingar var hann sannfærður um sigurmöguleika lagsins þótt þar væru þrjú eða fjögur lög önnur sigurstrangleg. Fenner skilst að Kristján hafi einnig skrifað enskan texta við lagið en segist ekki hafa séð þann texta. Og segir jafnframt að hann hafi gert öllum það ljóst að ef íslenskur höfundur, einkum Kristján, gæti gert góða enska útgáfu þá ætti sá texti að brúkast. Því sjálfur væri hann, þrátt fyrir allt, ekki Íslendingur.„Hins vegar skilst mér að ekki hafi allir verið ánægðir með enskan texta Kristjáns. Og tekin var ákvörðun um að nota minn texta og ég get ekki gert mikið við því. Ég veit að þemað er annað en Kristjáns en ég skrifaði bara það sem mér þótti eiga við lagið. Textinn er persónulegur en merkingin vonandi önnur fyrir aðra. Ég vona að Kristján sé ekki bitur vegna þessa og veit að hann mun fá tækifæri í framtíðinni. Kannski munum við skrifa texta saman síðar, hver veit?“ segir Fenner.Eurovison er ávanabindandiPeter Fenner segist mjög stoltur af því að vera í íslenska Euro-vision-liðinu, ekki síst af því hann er mjög elskur af landi og þjóð og á marga góða vini meðal Íslendinga. Viðbrögðin við „Valentine Lost“ eru góð og í Noregi er þetta eina lagið sem fékk fullt hús stiga frá tónlistargagnrýnanda blaðsins VG – svo Fenner bindur við það vonir að fá mörg stig frá Noregi.„Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá Bretlandi og Bandaríkjunum en einnig löndum sem ég bjóst ekki við að yrðu okkur hliðholl svo sem Tyrklandi, Rússlandi, Serbíu og Póllandi. Mjög mikilvægt er að fá stig frá mörgum ólíkum löndum og ég vona að það gerist. Eiríkur er frábær flytjandi og hugsanlega vinnum við. Maður veit aldrei þegar þessi keppni er annars vegar.“Að mati Fenners verða helstu keppinautar Íslands Serbía, Sviss og Svíþjóð. Og frábær árangur er að komast upp úr undankeppninni því aðeins tíu lög af 28 fara áfram. Aðspurður segist Fenner mikill aðdáandi keppninnar. Telur reyndar því svo farið með flesta og segir hana eitt fárra fyrirbæra sem sameini álfuna. En svo verði atkvæðagreiðslan til að sundra henni á nýjan leik. „Og hafir þú verið við eina keppni verður þú háður. Ég hugsa að það hafi þeir uppgötvað Gísli Marteinn, Logi Bergmann og nú Simmi!“Fenner og ÍslendingarnirFenner hefur fjallað um keppnina allt frá árinu 1997 sem útvarpsmaður og verið á vettvangi. Finnlandsför hans er sú ellefta. Einhverra hluta vegna hefur Fenner bundist sérstökum vináttuböndum við íslenska þátttakendur í Eurovision-keppninni. Sem Fenner segir sérkennilegt í ljósi þess að hann tali litla sem enga íslensku meðan hann hefur á færi sínu frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, ítölsku og sænsku.„Ég kynntist hins vegar Páli Óskari árið 1997 í Dublin og okkur varð strax vel til vina. Og við skemmtum okkur konunglega saman – hann er algerlega óborganlegur. Mér fannst hans framlag frábært og skil ekki enn þann dag í dag af hverju lagið hans náði ekki lengra. Ég kynntist Selmu 1999 og við urðum einnig ágætir vinir – erum það enn. Ég er þeirrar skoðunar að hennar framlag, You"re All out of Luck, sé besta Eurovisonlag frá upphafi. Og vildi óska þess að það hefði unnið.“Sungið fyrir sendiherraOg Fenner heldur áfram að rekja tengsl sín við Íslendingana. „Einari Bárðarsyni kynntist ég árið 2001 og við höldum enn sambandi. Áttum góða daga saman í Danmörku þrátt fyrir þau vonbrigði að lagið skyldi enda svo neðarlega. Ég man að ég söng enska útgáfu af Angel með Kristjáni Kristjánssyni í partíi með íslenska sendiherranum. Það tók á taugarnar en tvö glös af íslensku brennivíni hjálpaði sannarlega upp á sakirnar.“Og Fenner rekur tengsl sín við Íslendinga. Góð kynni tókust með honum og Jónsa í Tyrklandi 2004 og þeir eru enn í sambandi. Og þannig má áfram telja. „Og svo er það auðvitað Silvía Nótt. Sem er ólík öllu sem fram hefur komið. En ég dáist að ótvíræðum hæfileikum hennar, dáist að henni sem listamanni og fulltrúa fyrir íslenska menningu.“
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira