Því styttra því betra 7. apríl 2007 00:01 MYNDGetty Images Flestar konur finna sér eina flík um ævina sem þær tileinka sér algjörlega og líður alltaf best í. Sumar fara aldrei úr gallabuxunum og aðrar hafa fundið sjötíu leiðir til að nota svartar síðbuxur. Hjá mér eru það pils, og þá er ég að meina stutt pils, sem alltaf hafa átt hug minn og hjarta. Ég fagna endurkomu ör-pilsanna í sumar, en persónulega fór aldrei úr þeim. Ég man ennþá eftir því þegar ég mætti sem lítið kríli fyrsta skóladaginn í stuttu skotapilsi, þegar krakkarnir spurðu mig í þaula: „Af hverju ertu svona fín?“ Mér fannst athyglin óþægileg þá, en þetta er samt athyglin sem maður fær í pilsi. Maður er nefnilega dálítið „fínn“. Þegar ég seinna gekk svo í breskan stúlknaskóla vorum við svo „heppnar“ að þurfa að ganga í skólabúning. Að sjálfsögðu var alltaf pils við. Maður vandist þarna á það að nota pils sem hversdagsklæðnað. Þá var ákveðin list hjá elstu stúlkunum að breyta alltaf pilsinu eftir tilfallandi tísku, hvort sem það var að kaupa þau í yfirstærðum og síkka þau eftir getu, eða stytta þau upp í hæstu hæðir og verða sendar heim af skólastýru þegar góðu hófi gegndi. Pilsfaldar eru nefnilega sá hlutur sem alltaf vill breytast með ógnarhraða í heimi tískunnar: annað hvort eru þau rétt fyrir neðan rass, í settlegri hnésídd eða niður að hælum og allt þar á milli. Sjálf er ég forfallin aðdáandi mínipilsanna sem eins og svo margt annað voru snilldarupfinning á sjöunda áratugnum Stutt pils eru án efa þægilegasti fatnaður sem nokkur kona getur átt, og orðin jafn greypt í persónuleika minn og óreiða, óþolinmæði og írónía. Hvenær ég hætti að ganga í þeim er góð spurning. Ætli það sé einhver ákveðinn aldursmörk á mínipilsum? Vogue blaðakonan Elizabeth Saltzman sagði fyrir löngu að maður ætti að hætta að ganga í mínipilsum þegar lærin á manni væru farin að snertast efst. Þangað til ætla ég að halda ótrauð áfram... Aldrei vera bæði í stuttu pilsi og flegnum topp. Háir hælar og ballerínuskór eru hvorutveggja sætir kostir við mínipils. Fegraðu fótleggina með styrkjandi og lengjandi jóga og pilates æfingum. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Flestar konur finna sér eina flík um ævina sem þær tileinka sér algjörlega og líður alltaf best í. Sumar fara aldrei úr gallabuxunum og aðrar hafa fundið sjötíu leiðir til að nota svartar síðbuxur. Hjá mér eru það pils, og þá er ég að meina stutt pils, sem alltaf hafa átt hug minn og hjarta. Ég fagna endurkomu ör-pilsanna í sumar, en persónulega fór aldrei úr þeim. Ég man ennþá eftir því þegar ég mætti sem lítið kríli fyrsta skóladaginn í stuttu skotapilsi, þegar krakkarnir spurðu mig í þaula: „Af hverju ertu svona fín?“ Mér fannst athyglin óþægileg þá, en þetta er samt athyglin sem maður fær í pilsi. Maður er nefnilega dálítið „fínn“. Þegar ég seinna gekk svo í breskan stúlknaskóla vorum við svo „heppnar“ að þurfa að ganga í skólabúning. Að sjálfsögðu var alltaf pils við. Maður vandist þarna á það að nota pils sem hversdagsklæðnað. Þá var ákveðin list hjá elstu stúlkunum að breyta alltaf pilsinu eftir tilfallandi tísku, hvort sem það var að kaupa þau í yfirstærðum og síkka þau eftir getu, eða stytta þau upp í hæstu hæðir og verða sendar heim af skólastýru þegar góðu hófi gegndi. Pilsfaldar eru nefnilega sá hlutur sem alltaf vill breytast með ógnarhraða í heimi tískunnar: annað hvort eru þau rétt fyrir neðan rass, í settlegri hnésídd eða niður að hælum og allt þar á milli. Sjálf er ég forfallin aðdáandi mínipilsanna sem eins og svo margt annað voru snilldarupfinning á sjöunda áratugnum Stutt pils eru án efa þægilegasti fatnaður sem nokkur kona getur átt, og orðin jafn greypt í persónuleika minn og óreiða, óþolinmæði og írónía. Hvenær ég hætti að ganga í þeim er góð spurning. Ætli það sé einhver ákveðinn aldursmörk á mínipilsum? Vogue blaðakonan Elizabeth Saltzman sagði fyrir löngu að maður ætti að hætta að ganga í mínipilsum þegar lærin á manni væru farin að snertast efst. Þangað til ætla ég að halda ótrauð áfram... Aldrei vera bæði í stuttu pilsi og flegnum topp. Háir hælar og ballerínuskór eru hvorutveggja sætir kostir við mínipils. Fegraðu fótleggina með styrkjandi og lengjandi jóga og pilates æfingum.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira