Science of Sleep - fjórar stjörnur 10. apríl 2007 00:01 Sjjónrænt listaverk með frábærum leikurum en þunnum söguþræði. Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Þetta er fyrsta myndin sem Gondry skrifar sjálfur en hann er þekktur fyrir stuttmyndir og myndbönd sín, til dæmis fyrir Björk, Beck og White Stripes sem eru mörg hver verkfræðileg undur. Hann leikstýrði líka myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufmann sem einnig er minnst fyrir hugvitssamlega lágtæknivinnu. Það mætti vel líta á Science of Sleep sem stóran samnefnara yfir feril leikstjórans, stílbrögð og áherslur sem hann hefur beitt áður koma skemmtilega saman í myndinni. Hún er aukinheldur mjög ævisöguleg því Gondry þjóðnýtir skammlaust sína eigin reynslu. Hann fær útrás fyrir heillandi barnslegan en hugvitssamlegan sköpunarkraft í draumkenndum senum, til dæmis þar sem Stéphane sjónvarpar draumum sínum úr setti sem alfarið er gert úr pappa eða svífur um yfir handgerðum sjó eða vatni gerðu úr sellófani. Fantasían hentar Gondry frábærlega en raunveran ekki jafnvel og sagan sjálf er frekar endasleppt. Stéphane er ýmist sjarmerandi sakleysingi eða agalegt fífl og Stéphanie er ekki mjög eftirminnileg persóna. Leikararnir Bernal og Gainsbourg standa sig þó ágætlega og eru fyrirtaks par. Tungumálið spilar líka stórt hlutverk því myndin er á blöndu af ensku, frönsku og spænsku. Aukaleikararnir eru á hinn bóginn afar skemmtilegir, ekki síst samstarfsmenn Stéphane í dagatalaframleiðslufyrirtækinu þar sem Alain Chabat fer á kostum í hlutverki óforskammaðs yfirmanns. The Science of Sleep er rómantísk mynd og gamanmynd en ekki rómantísk gamanmynd heldur meira forvitnilegt og fjölþjóðlegt fullorðinsævintýri. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Þetta er fyrsta myndin sem Gondry skrifar sjálfur en hann er þekktur fyrir stuttmyndir og myndbönd sín, til dæmis fyrir Björk, Beck og White Stripes sem eru mörg hver verkfræðileg undur. Hann leikstýrði líka myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufmann sem einnig er minnst fyrir hugvitssamlega lágtæknivinnu. Það mætti vel líta á Science of Sleep sem stóran samnefnara yfir feril leikstjórans, stílbrögð og áherslur sem hann hefur beitt áður koma skemmtilega saman í myndinni. Hún er aukinheldur mjög ævisöguleg því Gondry þjóðnýtir skammlaust sína eigin reynslu. Hann fær útrás fyrir heillandi barnslegan en hugvitssamlegan sköpunarkraft í draumkenndum senum, til dæmis þar sem Stéphane sjónvarpar draumum sínum úr setti sem alfarið er gert úr pappa eða svífur um yfir handgerðum sjó eða vatni gerðu úr sellófani. Fantasían hentar Gondry frábærlega en raunveran ekki jafnvel og sagan sjálf er frekar endasleppt. Stéphane er ýmist sjarmerandi sakleysingi eða agalegt fífl og Stéphanie er ekki mjög eftirminnileg persóna. Leikararnir Bernal og Gainsbourg standa sig þó ágætlega og eru fyrirtaks par. Tungumálið spilar líka stórt hlutverk því myndin er á blöndu af ensku, frönsku og spænsku. Aukaleikararnir eru á hinn bóginn afar skemmtilegir, ekki síst samstarfsmenn Stéphane í dagatalaframleiðslufyrirtækinu þar sem Alain Chabat fer á kostum í hlutverki óforskammaðs yfirmanns. The Science of Sleep er rómantísk mynd og gamanmynd en ekki rómantísk gamanmynd heldur meira forvitnilegt og fjölþjóðlegt fullorðinsævintýri. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira