Heilsa

Gakktu óhrædd inn í sumarið

Næntís neon
Kjóll sem vekur eftirtekt frá Christopher Kane fyrir sumar 2007
Næntís neon Kjóll sem vekur eftirtekt frá Christopher Kane fyrir sumar 2007
Nú þegar sólin fer vonandi að hækka á lofti er kominn tími til þess að kíkja á helstu tískustrauma komandi sumars. Það er óneitanlega hægt að segja að árstíðin verði með afbrigðum litaglöð og framúrstefnuleg. Hönnuðir eins og Hussein Chalayan og Nicolas Ghésquiere hafa boðað endurkomu geimaldar með málmi, plasti og glans. Níundi áratugurinn og „new rave“ lúkkið koma sterkt inn og áhrifin hafa meira að segja teygt sig til Bjarkar Guðmundsóttir og plötu hennar Volta, þar sem neon-litir eru í fyrirrúmi. Svart-hvítar rendur halda áfram velli og sáust meðal annars hjá Giles Deacon, Ungaro og Sonia Rykiel. Mynstur eru reyndar afar áberandi, hvort sem það eru doppur og dílar, rómantísk blómamynstur eða villt frumskógarmótíf. Hvítt er góður kostur fyrir þær sem kjósa að halda sig frá litagleðinni og margir hönnuðir voru með dásamlegar útgáfur af litla hvíta kjólnum í sumar. Draumkennt chiffon-efni og 18. aldar rómantík sveif eftir tískupöllum Louis Vuitton og húðlitur er annar fágaður litakostur í sumar. Með hækkandi sól kemur svo auðvitað aukin útivera og sport-stíllinn tröllreið sumar-og vorlínum margra hönnuða, þar á meðal Jean Paul Gaultier og DKNY. Hvað varðar fylgihluti eru veski og töskur úr lakki eða málmi áfram í tísku ásamt himinháum fylltum hælaskóm. Höfuðfatnaður eins og klútar, breið sixtís-bönd og jafnvel túrbanar eins og hjá Prada verða það alheitasta. Munum bara að það er ekkert eins hallærislegt og að skjálfa úr kulda í hinu íslenska sumri og því vert að halda fast í svörtu sokkabuxurnar og hlýjar kápur.. að minnsta kosti fram i júlí ! - [email protected]
silfruð framtíðarsýn Hvítur og silfurlitur kjóll frá Chanel. vosumar 2007.


María antoinette Louis Vuitton var með rómantíkina í fyrirrúmi fyrir sumarið.


Sixtísrendur Áhrifa Edie Sedgwick gætir enn á tískuna. Þessi sumarlegi kjóll er frá Sonia Rykiel.


Sportlegt og svalt Framúrstefnulegur sportfatnaður frá Jean-Paul Gaultier fyrir sumar 2007


Með túrban í sólina Prada kom túrbaninum aftur á tískukortið í sumar. Eflaust þægilegt fyrir strandfríin í sumar.


Skærbleikt Stella McCartney með útfærslu á neonlitum í fallega sniðnum sumarkjól.


Rómantískur Fölbleikur kjóll úr chiffoni frá GK, Reykjavik.


Litli hvíti kjóllinn Þessi stutti einfaldi kjóll verður ómissandi í sumar. Frá GK, Reykjavik.











Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.