Stíll snýst ekki bara um tísku...“ 21. apríl 2007 00:01 MYND/AFP „Ég hef alltaf gefið mig hundrað prósent í allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ sagði Mademoiselle Chanel, ein frægasta tískudrottning allra tíma. Gabrielle „Coco“ Chanel var einstaklega vel gefin kona. Hún var snillingur í samræðulist, framúrskarandi reiðkona og fær í stangveiði. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Spring/Summer 2007 ready-to-wear collections in Paris, 06 October 2006. AFP PHOTO/FRANCOIS GUILLOT chanel, tíska Chanel varð fyrst kvenna til þess að stílfæra karlmannsföt og sníða þau fyrir hina praktísku, útivinnandi konu. Hún stalst oft í jakkaföt vina sinna sem hún breytti svo eftir eigin sniði. Einn besti félagi hennar, hertoginn breski af Westminster veitti henni innblástur í klassískar Chanel-flíkur eins og blazer-jakka úr tweed-efnum, víðar kápur með belti, klassískar peysur með skyrtukrögum undir og hnepptum ermum. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tíska Mademoiselle Chanel hafði einstakt dálæti á kamillu-blóminu sem hún notaði óspart í munstrum og skartgripum. Úr svítu sinni á Ritz-hótelinu í París horfði hún yfir hið fagra Place Vendôme torg, en sexhyrnt lag þess endurspeglast til dæmis í úrum og öðrum fylgihlutum frá Chanel. Hún boðaði þá nýbreytni að kona gæti gengið í sömu dragtinni að degi til og að kvöldlagi án þess að skipta um föt. Hið klassíska Chanel lógó var hannað árið 1921 og enn í dag er það afar nútímalegt. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFrægasta ilmvatn í heimi er auðvitað Chanel no. 5: einstök blanda af blómailmi og er enn í dag eitt mest selda ilmvatnið. Chanel-taskan með frægu leður- og gullkeðjunni varð einnig til af praktískum ástæðum: áður fyrr þurftu konur alltaf að halda á veskjunum sínum en Mademoiselle fann upp þessa hugvitsamlegu en elegant lausn á að bera töskur á öxlinni. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Spring/Summer 2007 ready-to-wear collections in Paris, 06 October 2006. AFP PHOTO/FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaCoco Chanel dó árið 1971 en eins og hún hafði vonað skildi hún eftir sig klassískan stíl sem á eftir að lifa að eilífu. Árið 1982 tók þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld við yfirhönnun Chanel og tókst að halda í klassísk gildi Chanel en krydda þau ætíð með örlitlum útúrdúrum. Í sumar koma þunnir sjiffonkjólar yfir hvíta boli sterkt inn ásamt „hot pants“ stuttbuxum úr pallíettuefnum og silfruðum og gylltum málmáferðum. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFyrir vetrarlínuna 2007-2008 poppar Lagerfeld litapallettu Chanel upp með túrkisbláu, gylltu og rauðu og notast mikið við köflótt efni í skoskum stíl. Einfaldi svarti kjóllinn sem Chanel gerði frægan var framúrstefnulegur í ár, með beige-litum lakksaumum og skór voru rokkaðir og uppháir. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFimm leiðir að Chanel-útlitinu: 1.Svartur beinn jakki, helst með bryddingum. 2. Hvítar skyrtur, einfaldar eða með blúndu, undir svartri peysu eða vesti 3. Litapallettan á helst að haldast við svart, hvítt og beige. 4. Notaðu svartar sokkabuxur við einfalda hvíta kjóla og notaðu svartar slaufur óspart. 5. Rauður varalitur og perlufesti fullkomnar hið klassíska Chanel-útlit. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Ég hef alltaf gefið mig hundrað prósent í allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ sagði Mademoiselle Chanel, ein frægasta tískudrottning allra tíma. Gabrielle „Coco“ Chanel var einstaklega vel gefin kona. Hún var snillingur í samræðulist, framúrskarandi reiðkona og fær í stangveiði. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Spring/Summer 2007 ready-to-wear collections in Paris, 06 October 2006. AFP PHOTO/FRANCOIS GUILLOT chanel, tíska Chanel varð fyrst kvenna til þess að stílfæra karlmannsföt og sníða þau fyrir hina praktísku, útivinnandi konu. Hún stalst oft í jakkaföt vina sinna sem hún breytti svo eftir eigin sniði. Einn besti félagi hennar, hertoginn breski af Westminster veitti henni innblástur í klassískar Chanel-flíkur eins og blazer-jakka úr tweed-efnum, víðar kápur með belti, klassískar peysur með skyrtukrögum undir og hnepptum ermum. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tíska Mademoiselle Chanel hafði einstakt dálæti á kamillu-blóminu sem hún notaði óspart í munstrum og skartgripum. Úr svítu sinni á Ritz-hótelinu í París horfði hún yfir hið fagra Place Vendôme torg, en sexhyrnt lag þess endurspeglast til dæmis í úrum og öðrum fylgihlutum frá Chanel. Hún boðaði þá nýbreytni að kona gæti gengið í sömu dragtinni að degi til og að kvöldlagi án þess að skipta um föt. Hið klassíska Chanel lógó var hannað árið 1921 og enn í dag er það afar nútímalegt. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFrægasta ilmvatn í heimi er auðvitað Chanel no. 5: einstök blanda af blómailmi og er enn í dag eitt mest selda ilmvatnið. Chanel-taskan með frægu leður- og gullkeðjunni varð einnig til af praktískum ástæðum: áður fyrr þurftu konur alltaf að halda á veskjunum sínum en Mademoiselle fann upp þessa hugvitsamlegu en elegant lausn á að bera töskur á öxlinni. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Spring/Summer 2007 ready-to-wear collections in Paris, 06 October 2006. AFP PHOTO/FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaCoco Chanel dó árið 1971 en eins og hún hafði vonað skildi hún eftir sig klassískan stíl sem á eftir að lifa að eilífu. Árið 1982 tók þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld við yfirhönnun Chanel og tókst að halda í klassísk gildi Chanel en krydda þau ætíð með örlitlum útúrdúrum. Í sumar koma þunnir sjiffonkjólar yfir hvíta boli sterkt inn ásamt „hot pants“ stuttbuxum úr pallíettuefnum og silfruðum og gylltum málmáferðum. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFyrir vetrarlínuna 2007-2008 poppar Lagerfeld litapallettu Chanel upp með túrkisbláu, gylltu og rauðu og notast mikið við köflótt efni í skoskum stíl. Einfaldi svarti kjóllinn sem Chanel gerði frægan var framúrstefnulegur í ár, með beige-litum lakksaumum og skór voru rokkaðir og uppháir. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFimm leiðir að Chanel-útlitinu: 1.Svartur beinn jakki, helst með bryddingum. 2. Hvítar skyrtur, einfaldar eða með blúndu, undir svartri peysu eða vesti 3. Litapallettan á helst að haldast við svart, hvítt og beige. 4. Notaðu svartar sokkabuxur við einfalda hvíta kjóla og notaðu svartar slaufur óspart. 5. Rauður varalitur og perlufesti fullkomnar hið klassíska Chanel-útlit.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira