Tónlist

Hvaladráp 14. maí

the great northern whalekill. Platan með þessari óvenjuleg mynd á framhliðinni kemur út 14. maí.
the great northern whalekill. Platan með þessari óvenjuleg mynd á framhliðinni kemur út 14. maí.

Fjórða plata rokksveitarinnar Mínus, The Great Northern Whalekill kemur út hinn 14. maí næstkomandi. Hið sérstaka umslag plötunnar var hannað af Gunnari Vilhjálmssyni og tók Börkur Sigþórsson myndina.

Platan átti upphaflega að koma út 16. apríl en einhverjar tafir urðu á vinnslunni. Til stendur að halda útgáfutónleika sama dag og platan kemur út. Verða þeir haldnir um hábjartan dag og verður enginn aðgangseyrir.

Að sögn Kára Sturlusonar, umboðsmanns Mínus, er óvíst hvenær sveitin fer í tónleikaferð út fyrir landsteinana til að fylgja plötunni eftir. Það yrði þá ekki fyrr en í haust, þegar platan kemur út erlendis.

Nokkrum dögum áður en platan kemur út hér heima geta aðdáendur Mínus sent tölvupóst á netfangið [email protected] og skráð sig þar í Mínusklúbb. Eiga þeir þar með möguleika á að kaupa plötuna, sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu, á undan öllum öðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.