Fordómar frá sálfræðilegu sjónarmiði 4. maí 2007 06:00 Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni. Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap. Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra. Upphaf fordóma í huga einstaklingsins. Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa. Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar. En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni. Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap. Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra. Upphaf fordóma í huga einstaklingsins. Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa. Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar. En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar