Birgir komst í gegnum niðurskurðinn 12. maí 2007 09:00 birgir leifur Stendur sig gríðarlega vel þessa dagana. MYND/Getty Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að gera það gott á Evrópumótaröðinni en í gær komst hann í gegnum niðurskurð á móti sem fram fer á Spáni. Birgir Leifur lék á fjórum höggum undir pari í gær og er samtals á þrem höggum undir pari. Það setur hann í 30. sæti mótsins ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Þessi spilamennska var talsverð framför frá fyrsta deginum þar sem Birgir Leifur lék á einu höggi yfir pari. Hann fékk fimm fugla á hringnum í gær og einn skolla sem verður að teljast vel af sér vikið. Birgir Leifur náði sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni í síðustu viku er hann varð í 11.-13. sæti á móti á Ítalíu. Hann fékk tvær og hálfa milljón króna í verðlaunafé á því móti og er því búinn að vinna sér inn tæplega fjórar milljónir króna það sem af er. Mótið á Spáni er áttunda mótið á Evrópumótaröðinni sem Birgir Leifur tekur þátt í síðan hann vann sér inn fullan þáttökurétt á röðinni. Golf Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að gera það gott á Evrópumótaröðinni en í gær komst hann í gegnum niðurskurð á móti sem fram fer á Spáni. Birgir Leifur lék á fjórum höggum undir pari í gær og er samtals á þrem höggum undir pari. Það setur hann í 30. sæti mótsins ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Þessi spilamennska var talsverð framför frá fyrsta deginum þar sem Birgir Leifur lék á einu höggi yfir pari. Hann fékk fimm fugla á hringnum í gær og einn skolla sem verður að teljast vel af sér vikið. Birgir Leifur náði sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni í síðustu viku er hann varð í 11.-13. sæti á móti á Ítalíu. Hann fékk tvær og hálfa milljón króna í verðlaunafé á því móti og er því búinn að vinna sér inn tæplega fjórar milljónir króna það sem af er. Mótið á Spáni er áttunda mótið á Evrópumótaröðinni sem Birgir Leifur tekur þátt í síðan hann vann sér inn fullan þáttökurétt á röðinni.
Golf Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira