Rétta andlitið 30. maí 2007 00:01 Fyrir alþingiskosningarnar virtist sem stjórnmálamönnum þætti öruggt að atkvæðin skiluðu sér ef börnum væntanlegra kjósenda væri boðið upp á andlitsmálningu. Að minnsta kosti sá ég ekki betur en að þetta föndur væri auglýst á næstum hverri einustu fjölskylduskemmtun sem flokkarnir buðu upp á í kosningabaráttunni. Gleðin fór gjarnan fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og þar gátu börnin með hjálp andlitsmálningarinnar varpað af sér sínum hefðbundna ham og brugðið sér í annan. Ekki ósvipað reyndar og stjórnmálamennirnir sjálfir hafa stundum verið vændir um fyrir kosningar. Fyrir skömmu ákvað ég að fara að ráðum flokkanna og nýta mér andlitsmálningu til að búa mig til upp á nýtt. Karlmenn geta það með því einu að ganga með barðastóran hatt og fá þá gjarnan á sig stimpilinn lífskúnstner. Kona sem vill verða lífskúnstner skartar glamrandi armböndum. Svoleiðis djásn á ég ekki og því ákvað ég að binda svartan borða um ennið á mér upp við hárlínu. Borðinn gaf til kynna að inni í þessu höfði kviknuðu svo margar hugmyndir að helst þyrfti að binda þær inni. Síðan greip ég til svo dramatískrar andlitsmálningar að ég leit út fyrir að hafa komist margoft í kast við lögin og vera nokk sama þótt það gerðist aftur. Svona útlítandi tók ég á móti pípulagningamanni, sem kaus að hafa ekki orð á umbreytingunni, og góðri vinkonu. Hún horfði athugul á mig og sagði loks stillilega: "Flottur augnskuggi." Ekkert sagði hún þó um svarta borðann sem hélt skikki á gullinu í kolli mér. Þegar vinkonan var farin varð mér gengið framhjá spegli og var þá sem ég sæi andaflyksu út undan mér. Miskunnarlaus síðdegisbirtan lýsti upp andlitið á mér og ég áttaði mig á því að þessi flyksa var ekki úr handanheimi. Þetta var ég sjálf en í gervi Keith Richards. Og það er slæmt fyrir konu sem hvorki hefur drukkið né reykt um sína daga og því síður dottið niður úr pálmatré svo orðið hefur að aflýsa heilli tónleikaferð. Ég leysti hið snarasta af mér borðann, þreif framan úr mér málninguna og hætti þar með við að gerast lífskúnstner. Við sem ekki lágum í Disney-myndum í æsku lærum ekki fyrr en komin upp undir fertugt að það fer öllum best að sýna sitt rétta andlit, sama hvað gengur á í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Fyrir alþingiskosningarnar virtist sem stjórnmálamönnum þætti öruggt að atkvæðin skiluðu sér ef börnum væntanlegra kjósenda væri boðið upp á andlitsmálningu. Að minnsta kosti sá ég ekki betur en að þetta föndur væri auglýst á næstum hverri einustu fjölskylduskemmtun sem flokkarnir buðu upp á í kosningabaráttunni. Gleðin fór gjarnan fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og þar gátu börnin með hjálp andlitsmálningarinnar varpað af sér sínum hefðbundna ham og brugðið sér í annan. Ekki ósvipað reyndar og stjórnmálamennirnir sjálfir hafa stundum verið vændir um fyrir kosningar. Fyrir skömmu ákvað ég að fara að ráðum flokkanna og nýta mér andlitsmálningu til að búa mig til upp á nýtt. Karlmenn geta það með því einu að ganga með barðastóran hatt og fá þá gjarnan á sig stimpilinn lífskúnstner. Kona sem vill verða lífskúnstner skartar glamrandi armböndum. Svoleiðis djásn á ég ekki og því ákvað ég að binda svartan borða um ennið á mér upp við hárlínu. Borðinn gaf til kynna að inni í þessu höfði kviknuðu svo margar hugmyndir að helst þyrfti að binda þær inni. Síðan greip ég til svo dramatískrar andlitsmálningar að ég leit út fyrir að hafa komist margoft í kast við lögin og vera nokk sama þótt það gerðist aftur. Svona útlítandi tók ég á móti pípulagningamanni, sem kaus að hafa ekki orð á umbreytingunni, og góðri vinkonu. Hún horfði athugul á mig og sagði loks stillilega: "Flottur augnskuggi." Ekkert sagði hún þó um svarta borðann sem hélt skikki á gullinu í kolli mér. Þegar vinkonan var farin varð mér gengið framhjá spegli og var þá sem ég sæi andaflyksu út undan mér. Miskunnarlaus síðdegisbirtan lýsti upp andlitið á mér og ég áttaði mig á því að þessi flyksa var ekki úr handanheimi. Þetta var ég sjálf en í gervi Keith Richards. Og það er slæmt fyrir konu sem hvorki hefur drukkið né reykt um sína daga og því síður dottið niður úr pálmatré svo orðið hefur að aflýsa heilli tónleikaferð. Ég leysti hið snarasta af mér borðann, þreif framan úr mér málninguna og hætti þar með við að gerast lífskúnstner. Við sem ekki lágum í Disney-myndum í æsku lærum ekki fyrr en komin upp undir fertugt að það fer öllum best að sýna sitt rétta andlit, sama hvað gengur á í lífinu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun