Hver á að blása? 4. júní 2007 05:30 Sunnudagsmorgunn í Kaupmannahöfn. Klukkan er hálfellefu og í Københavns Dommervagt stendur sléttfeitur maður frammi fyrir rétti. Hann er 29 ára gamall. Þessa stundina er hann frægasti maður í Danaveldi. Samt veit enginn hvað hann heitir. Mynd af honum í rauðri treyju danska landsliðsins þekur hálfa forsíðu Ekstrablaðsins og við hliðina er fyrirsögn með stríðsfréttaletri: HVER ER ÞESSI HÁLFVITI? UNGI MAÐURINN er ekki alveg klár á því hvað gerðist í gær. Jú, hann fór á völlinn, „Parken", að sjá Dani leika við Svía í undankeppni EM í knattspyrnu og fékk sér nokkra bjóra. Hvað marga? Bara svona fimmtán til tuttugu. MINNISLEYSIÐ kemur ekki að sök. Næg vitni eru að atburðum gærdagsins sem auk þess voru bæði kvikmyndaðir og ljósmyndaðir. Það sem gerðist var í stórum dráttum þetta: Knattspyrnuleikurinn er æsispennandi. Staðan er 3:3. Örfáar mínútur eftir. Boltinn er úti við hliðarlínu en rétt við vítateig danska liðsins fellur sænski leikmaðurinn Markus Rosenberg til jarðar og heldur um magann. Aðstoðardómari gefur dómaranum merki. Þeir ræðast við. Aðstoðardómarinn segist hafa séð danska leikmanninn Christian Poulsen kýla Rosenberg í magann. Dómarinn, Herbert Fandel, dæmir vítaspyrnu og dregur upp rauða kortið og vísar Poulsen út af vellinum. HEFST ÞÁ saga unga mannsins sem eftir að hafa sopið 15 til 20 bjóra er ekki sáttur við úrskurð þýska dómarans. Hann hleypur inn í völlinn og nær að slá dómarann í andlitið. Dómaranum er brugðið. Það er ljóst að hvorki hann né leikmennirnir eru óhultir. Hann flautar leikinn réttilega af og dæmir Svíum sigur. „ÍÞRÓTTIN FAGRA", „glæsileikurinn", „the Beautiful Game", hefur beðið sáran og niðurlægjandi ósigur. Tveir hálfvitar, ofbeldisseggurinn Poulsen og sléttfeiti fyllirafturinn sem enginn veit hvað heitir, hafa eyðilagt saklausa skemmtun fyrir milljónum friðsamra áhorfenda. ÞEGAR SUKK OG OFBELDI eyðileggur knattspyrnuleik getur dómarinn flautað leikinn af. En hver blæs í flautuna þegar sukk og ofbeldi er farið úr böndunum utan íþróttavalla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Sunnudagsmorgunn í Kaupmannahöfn. Klukkan er hálfellefu og í Københavns Dommervagt stendur sléttfeitur maður frammi fyrir rétti. Hann er 29 ára gamall. Þessa stundina er hann frægasti maður í Danaveldi. Samt veit enginn hvað hann heitir. Mynd af honum í rauðri treyju danska landsliðsins þekur hálfa forsíðu Ekstrablaðsins og við hliðina er fyrirsögn með stríðsfréttaletri: HVER ER ÞESSI HÁLFVITI? UNGI MAÐURINN er ekki alveg klár á því hvað gerðist í gær. Jú, hann fór á völlinn, „Parken", að sjá Dani leika við Svía í undankeppni EM í knattspyrnu og fékk sér nokkra bjóra. Hvað marga? Bara svona fimmtán til tuttugu. MINNISLEYSIÐ kemur ekki að sök. Næg vitni eru að atburðum gærdagsins sem auk þess voru bæði kvikmyndaðir og ljósmyndaðir. Það sem gerðist var í stórum dráttum þetta: Knattspyrnuleikurinn er æsispennandi. Staðan er 3:3. Örfáar mínútur eftir. Boltinn er úti við hliðarlínu en rétt við vítateig danska liðsins fellur sænski leikmaðurinn Markus Rosenberg til jarðar og heldur um magann. Aðstoðardómari gefur dómaranum merki. Þeir ræðast við. Aðstoðardómarinn segist hafa séð danska leikmanninn Christian Poulsen kýla Rosenberg í magann. Dómarinn, Herbert Fandel, dæmir vítaspyrnu og dregur upp rauða kortið og vísar Poulsen út af vellinum. HEFST ÞÁ saga unga mannsins sem eftir að hafa sopið 15 til 20 bjóra er ekki sáttur við úrskurð þýska dómarans. Hann hleypur inn í völlinn og nær að slá dómarann í andlitið. Dómaranum er brugðið. Það er ljóst að hvorki hann né leikmennirnir eru óhultir. Hann flautar leikinn réttilega af og dæmir Svíum sigur. „ÍÞRÓTTIN FAGRA", „glæsileikurinn", „the Beautiful Game", hefur beðið sáran og niðurlægjandi ósigur. Tveir hálfvitar, ofbeldisseggurinn Poulsen og sléttfeiti fyllirafturinn sem enginn veit hvað heitir, hafa eyðilagt saklausa skemmtun fyrir milljónum friðsamra áhorfenda. ÞEGAR SUKK OG OFBELDI eyðileggur knattspyrnuleik getur dómarinn flautað leikinn af. En hver blæs í flautuna þegar sukk og ofbeldi er farið úr böndunum utan íþróttavalla?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun