Fjölmenning og fjölmenni 12. júlí 2007 06:00 Ég er orðinn svo gamall að ég get sagt án þess að ljúga nokkru að ég man tímana tvenna. Þegar ég fyrst kveikti á perunni var sirka 1980. Í minningunni var Reykjavík dimm og grá. Flest var einsleitt og sljótt. Smám saman fór að rofa til. Margt fyrir tilstilli útlendinga sem settust hér að, eða fólks sem kom heim með ferskar hugmyndir frá hinum risastóra heimi. Kannski má mæla gæði borga í matarúrvalinu. Sirka 1980 var úrvalið fátæklegt. Ég man þegar ég sá vorrúllu í fyrsta sinn á stað sem hét líklega Rauði haninn og var þar sem 22 kom síðar. Þetta var hnausþykk rúlla með hrísgrjónum. Vinur minn át þrjá skammta og kokkarnir voru komnir fram úr eldhúsinu til að fylgjast með átvaglinu. Ég man líka þegar ég smakkaði hvítlauk í fyrsta skipti, þegar ég smakkaði fyrst mexikóskan mat og þegar ég sá fyrsta kiwiið. Næstu kynslóðir á undan mér sáu bara epli á jólunum og það þóttu tíðindi. Svona þróumst við í átt til allsnægtanna. Ég veit ekki hvort allt þetta úrval hefur gert mig að betri manni, eða hvort líf mitt sé eitthvað innihaldsríkara í grunninn en líf fornmanna sem aldrei gátu japlað á jalapenjo, en ég held samt að lífið sé skemmtilegra því fjölbreyttara sem það er og því fleiri möguleikar eru í boði. Ég segi hikstalaust húrra fyrir fjölmenningunni. Því þótti mér gaman að keyra fram hjá gamla Naustinu, sem nú lítur út eins og kínverskt hof, og sjá Kínamann með kokkahúfu standa í dyrunum, eins og beint upp úr Lukku-Láka bók. Einu sinni sá ég Hauk Morthens troða þarna upp og mér skilst að þarna hafi hin rammíslenska kokteilsósa verið fundin upp. Umbreyting Naustins er gott dæmi um fjölmenningarlega framþróun sem við erum alveg að ráða við. Þar sem kokteilsósan rann rennur nú soyasósa. Þótt við meikum fjölmenninguna er fjölmennið ennþá í tómu rugli. Það mega ekki þúsund manns hittast á einum bletti án þess að þar logi allt í slagsmálum og skrílslátum sem gætu næstum verið upp úr einhverri zombie-mynd. Það hefur akkúrat engin framþróun átt sér stað í fjölmennis-samfélaginu síðan fyrstu Norðmennirnir komu hingað - frekar afturför ef eitthvað. Er það nú ekki frekar lélegt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Ég er orðinn svo gamall að ég get sagt án þess að ljúga nokkru að ég man tímana tvenna. Þegar ég fyrst kveikti á perunni var sirka 1980. Í minningunni var Reykjavík dimm og grá. Flest var einsleitt og sljótt. Smám saman fór að rofa til. Margt fyrir tilstilli útlendinga sem settust hér að, eða fólks sem kom heim með ferskar hugmyndir frá hinum risastóra heimi. Kannski má mæla gæði borga í matarúrvalinu. Sirka 1980 var úrvalið fátæklegt. Ég man þegar ég sá vorrúllu í fyrsta sinn á stað sem hét líklega Rauði haninn og var þar sem 22 kom síðar. Þetta var hnausþykk rúlla með hrísgrjónum. Vinur minn át þrjá skammta og kokkarnir voru komnir fram úr eldhúsinu til að fylgjast með átvaglinu. Ég man líka þegar ég smakkaði hvítlauk í fyrsta skipti, þegar ég smakkaði fyrst mexikóskan mat og þegar ég sá fyrsta kiwiið. Næstu kynslóðir á undan mér sáu bara epli á jólunum og það þóttu tíðindi. Svona þróumst við í átt til allsnægtanna. Ég veit ekki hvort allt þetta úrval hefur gert mig að betri manni, eða hvort líf mitt sé eitthvað innihaldsríkara í grunninn en líf fornmanna sem aldrei gátu japlað á jalapenjo, en ég held samt að lífið sé skemmtilegra því fjölbreyttara sem það er og því fleiri möguleikar eru í boði. Ég segi hikstalaust húrra fyrir fjölmenningunni. Því þótti mér gaman að keyra fram hjá gamla Naustinu, sem nú lítur út eins og kínverskt hof, og sjá Kínamann með kokkahúfu standa í dyrunum, eins og beint upp úr Lukku-Láka bók. Einu sinni sá ég Hauk Morthens troða þarna upp og mér skilst að þarna hafi hin rammíslenska kokteilsósa verið fundin upp. Umbreyting Naustins er gott dæmi um fjölmenningarlega framþróun sem við erum alveg að ráða við. Þar sem kokteilsósan rann rennur nú soyasósa. Þótt við meikum fjölmenninguna er fjölmennið ennþá í tómu rugli. Það mega ekki þúsund manns hittast á einum bletti án þess að þar logi allt í slagsmálum og skrílslátum sem gætu næstum verið upp úr einhverri zombie-mynd. Það hefur akkúrat engin framþróun átt sér stað í fjölmennis-samfélaginu síðan fyrstu Norðmennirnir komu hingað - frekar afturför ef eitthvað. Er það nú ekki frekar lélegt?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun