Leitt hún skyldivera skækja 13. júlí 2007 06:00 Áður en þingi var slitið í vor voru gerðar breytingar á lögum þess efnis að ekki væri lengur ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Þetta var skref í rétta átt að því leyti að ekki var hægt að sækja til saka konur (og mögulega örfáa karla) sem höfðu gripið til þessa óyndisúrræðis til að hafa í sig og á. Ég taldi að nokkur sátt hefði myndast um það sjónarmið að þeir sem leiðast út í vændi gerðu það í flestum tilfellum af neyð og það ætti ekki að koma fram við þá (eða þær öllu heldur) eins og ótínda glæpamenn. Viðbrögðin komu mér því dálítið á óvart. Þó nokkrir (flestir ef ekki allir karlar) gagnrýndu lagabreytinguna á þeim forsendum að nú væri vændi löglegt. Engan þeirra heyrði ég þó nefna að rétt væri að bregðast við með því að gera kaup á vændi ólögleg. Það virtist því eima eftir af þeirri skoðun að hórur séu skúrkar. Orsök félagslegrar neyðar en ekki afleiðing. Hvers vegna að rifja þetta upp núna? Jú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld mátti sjá enn eina birtingarmynd þessa viðhorfs. Vaskur fréttamaður í félagi við myndatökumann skundaði upp á Nordica-hótel og bankaði upp á hjá 23 ára rússneskri stúlku, vændiskonu sem auglýsti þjónustu sína á netinu. Ekki þarf að koma á óvart að stúlkunni brá þegar hún gekk í flasið á fréttamanninum. Hún baðst greinilega undan viðtali og að teknar væru af henni myndir en allt kom fyrir ekki, í fréttirnar fór hún. Það kom mér satt best að segja á óvart að sama fréttastofa og gerir út Kompás, sem hefur sett ný viðmið í djarfri og vandaðri rannsóknarfréttamennsku, hafi farið þessa leið. Það eru engin tíðindi að konur selji sig, allra síst ef þær auglýsa það á netinu. Engin sjáanleg tilraun var gerð til að komast að á hverra vegum stúlkan væri, sem var klárlega fréttapunkturinn. Enn er ólöglegt fyrir þriðja aðila að hagnast á vændi og umræðan um mansal, sem er óhugnanlega algengt í Austur-Evrópu, hefur líklega aldrei verið meiri. Í staðinn var ákveðið að skjóta fisk í tunnu. Daginn eftir var rætt við talsmenn Nordica-hótels, sem fullvissuðu fréttamann um að glyðrunni hefði verið vísað burt, enda ættu konur af hennar sauðahúsi ekkert erindi inn á fín hótel. Karlarnir sem keyptu hana til verksins eru væntanlega aufúsugestir eftir sem áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Áður en þingi var slitið í vor voru gerðar breytingar á lögum þess efnis að ekki væri lengur ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Þetta var skref í rétta átt að því leyti að ekki var hægt að sækja til saka konur (og mögulega örfáa karla) sem höfðu gripið til þessa óyndisúrræðis til að hafa í sig og á. Ég taldi að nokkur sátt hefði myndast um það sjónarmið að þeir sem leiðast út í vændi gerðu það í flestum tilfellum af neyð og það ætti ekki að koma fram við þá (eða þær öllu heldur) eins og ótínda glæpamenn. Viðbrögðin komu mér því dálítið á óvart. Þó nokkrir (flestir ef ekki allir karlar) gagnrýndu lagabreytinguna á þeim forsendum að nú væri vændi löglegt. Engan þeirra heyrði ég þó nefna að rétt væri að bregðast við með því að gera kaup á vændi ólögleg. Það virtist því eima eftir af þeirri skoðun að hórur séu skúrkar. Orsök félagslegrar neyðar en ekki afleiðing. Hvers vegna að rifja þetta upp núna? Jú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld mátti sjá enn eina birtingarmynd þessa viðhorfs. Vaskur fréttamaður í félagi við myndatökumann skundaði upp á Nordica-hótel og bankaði upp á hjá 23 ára rússneskri stúlku, vændiskonu sem auglýsti þjónustu sína á netinu. Ekki þarf að koma á óvart að stúlkunni brá þegar hún gekk í flasið á fréttamanninum. Hún baðst greinilega undan viðtali og að teknar væru af henni myndir en allt kom fyrir ekki, í fréttirnar fór hún. Það kom mér satt best að segja á óvart að sama fréttastofa og gerir út Kompás, sem hefur sett ný viðmið í djarfri og vandaðri rannsóknarfréttamennsku, hafi farið þessa leið. Það eru engin tíðindi að konur selji sig, allra síst ef þær auglýsa það á netinu. Engin sjáanleg tilraun var gerð til að komast að á hverra vegum stúlkan væri, sem var klárlega fréttapunkturinn. Enn er ólöglegt fyrir þriðja aðila að hagnast á vændi og umræðan um mansal, sem er óhugnanlega algengt í Austur-Evrópu, hefur líklega aldrei verið meiri. Í staðinn var ákveðið að skjóta fisk í tunnu. Daginn eftir var rætt við talsmenn Nordica-hótels, sem fullvissuðu fréttamann um að glyðrunni hefði verið vísað burt, enda ættu konur af hennar sauðahúsi ekkert erindi inn á fín hótel. Karlarnir sem keyptu hana til verksins eru væntanlega aufúsugestir eftir sem áður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun