Peningaskápurinn … 2. ágúst 2007 00:01 Lítillæti Hannesar FL Group skilaði uppgjöri í gær og var hagnaður félagsins rúmir 23 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Menn þar á bæ eru himinlifandi með árangurinn, enda umfram spár auk þess að vera margfalt meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að hagnaðurinn sé 304 prósent meiri heldur en á sama tíma fyrir ári. Hannes Smárason forstjóri virðist þó ekki jafn sleipur í reikningi og menn skyldu halda og lætur hafa eftir sér að hagnaður félagsins hafi þrefaldast frá fyrra ári. Svo er hins vegar ekki því hagnaðurinn var 5,7 milljarðar króna á fyrri árshelmingi ársins 2006, en 23,1 á nýliðnum árshelmingi. Því væri rétt að segja að hagnaður félagsins hefði aukist um 304 prósent, og fjórfaldast. Tívolígjaldmiðill Íslenska krónan er í sannkallaðri rússíbanareið og áhættufjárfestar flýja landið í stórum stíl, skrifar Ole Mikkelsen í Berlingske Tidende. Ole fjallar um fall krónunnar síðustu daga og segir braskara til skamms tíma hafa stundað lántöku í Japan, þar sem vextir eru nánast í núllpunkti, og fjárfest á Íslandi þar sem vextirnir séu svimandi háir. Ole er svartsýnn á framtíð íslensku krónunnar og hefur þetta eftir Lars Christensen, sérfræðingi Danske Bank: „Vinur minn spilar fótbolta í efstu deild á Íslandi. Ég ráðlagði honum að fá laun næstu tveggja mánaða í evrum eða dönskum krónum." Hafa ber þó í huga að danskir miðlar hafa löngum verið svartsýnir fyrir hönd íslensks efnahagslífs og hingað til ekki sannspáir. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Lítillæti Hannesar FL Group skilaði uppgjöri í gær og var hagnaður félagsins rúmir 23 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Menn þar á bæ eru himinlifandi með árangurinn, enda umfram spár auk þess að vera margfalt meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að hagnaðurinn sé 304 prósent meiri heldur en á sama tíma fyrir ári. Hannes Smárason forstjóri virðist þó ekki jafn sleipur í reikningi og menn skyldu halda og lætur hafa eftir sér að hagnaður félagsins hafi þrefaldast frá fyrra ári. Svo er hins vegar ekki því hagnaðurinn var 5,7 milljarðar króna á fyrri árshelmingi ársins 2006, en 23,1 á nýliðnum árshelmingi. Því væri rétt að segja að hagnaður félagsins hefði aukist um 304 prósent, og fjórfaldast. Tívolígjaldmiðill Íslenska krónan er í sannkallaðri rússíbanareið og áhættufjárfestar flýja landið í stórum stíl, skrifar Ole Mikkelsen í Berlingske Tidende. Ole fjallar um fall krónunnar síðustu daga og segir braskara til skamms tíma hafa stundað lántöku í Japan, þar sem vextir eru nánast í núllpunkti, og fjárfest á Íslandi þar sem vextirnir séu svimandi háir. Ole er svartsýnn á framtíð íslensku krónunnar og hefur þetta eftir Lars Christensen, sérfræðingi Danske Bank: „Vinur minn spilar fótbolta í efstu deild á Íslandi. Ég ráðlagði honum að fá laun næstu tveggja mánaða í evrum eða dönskum krónum." Hafa ber þó í huga að danskir miðlar hafa löngum verið svartsýnir fyrir hönd íslensks efnahagslífs og hingað til ekki sannspáir.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira