Hvað eiga bílaumboðið Hekla og Hekluskógar sameiginlegt? 4. ágúst 2007 07:30 Staðfestur hefur verið merkilegur samstarfssamningur landbúnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Markmið þessa merkilega verkefnis er að nýta birkiskóga til að verjast náttúruhamförum, bæta landgæði og binda kolefni. Lögheimili þessa verkefnis er í Gunnarsholti. Það er vel við hæfi þar sem Landgræðslan er elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og þar hefur, eins og hjá Skógrækt ríkisins, verið lyft Grettistaki í landgræðslu og skógrækt. Í Gunnarsholti er afar fjölbreytt starfsemi, þar sem fara saman vísindalegar rannsóknir sem og afar sýnileg og áþreifanleg verkefni og er árangurinn ótrúlegur á þeim eitt hundrað árum sem stofnunin hefur starfað. Hekluskógaverkefnið er sjálfstætt verkefni með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Hekluskógaverkefnið er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Verkefnið er því mjög metnaðarfullt og þar er m.a. verið að endurheimta hina fornu Hekluskóga. Stjórnvöld hafa heitið 500 milljónum króna til verkefnisins með jöfnum framlögum til ársins 2016. Einnig er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og einstaklingar geti tekið þátt í þessu frábæra verkefni. Bifreiðaumboðið Hekla og Hekluskógar hafa undirritað samstarfssamning þar sem Hekluskógar selja Heklu kolefniskvóta sem nemur þeirri CO2 mengun sem allir nýir Volkswagen-bílar sem Hekla hf. selur frá 17. maí sl. og á meðan samningurinn er í gildi. Í framhaldi af þessu samkomulagi geta kaupendur Volkswagen-bifreiða haldið áfram að kolefnisjafna með litlu framlagi til Hekluskóga. Hér er um nýtt og spennandi nýmæli að ræða þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta beint og óbeint beitt sér í umhverfismálum. Starfsmenn bifreiðaumboðsins hafa þegar tekið til hendinni og gróðursett fjölda plantna í verkefninu. Umhverfismál eru og verða í brennidepli í umræðu manna í millum. Það er bæði gott og eðlilegt. Allt of margir sitja á kaffihúsum og ræða spekingslega um umhverfismál í manngerðu umhverfi höfuðborgarinnar. Þeir taka hins vegar aldrei til hendinni með beinni þátttöku í umhverfismálum. Hér opnast nýjar víddir varðandi þátttöku almennings og nýir útivistarmöguleikar, verkefnið kemur til með að auka og auðga dýralíf og gróður og endurheimtir læki og tjarnir upp við Heklu. Kolviðarverkefnið og Hekluskógsverkefnið eru náskyld og stefnt er að auknu samstarfi þessara merkilegu verkefna landi og þjóð til sóma. Höfundur er formaður Hekluskógaverkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Staðfestur hefur verið merkilegur samstarfssamningur landbúnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Markmið þessa merkilega verkefnis er að nýta birkiskóga til að verjast náttúruhamförum, bæta landgæði og binda kolefni. Lögheimili þessa verkefnis er í Gunnarsholti. Það er vel við hæfi þar sem Landgræðslan er elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og þar hefur, eins og hjá Skógrækt ríkisins, verið lyft Grettistaki í landgræðslu og skógrækt. Í Gunnarsholti er afar fjölbreytt starfsemi, þar sem fara saman vísindalegar rannsóknir sem og afar sýnileg og áþreifanleg verkefni og er árangurinn ótrúlegur á þeim eitt hundrað árum sem stofnunin hefur starfað. Hekluskógaverkefnið er sjálfstætt verkefni með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Hekluskógaverkefnið er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Verkefnið er því mjög metnaðarfullt og þar er m.a. verið að endurheimta hina fornu Hekluskóga. Stjórnvöld hafa heitið 500 milljónum króna til verkefnisins með jöfnum framlögum til ársins 2016. Einnig er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og einstaklingar geti tekið þátt í þessu frábæra verkefni. Bifreiðaumboðið Hekla og Hekluskógar hafa undirritað samstarfssamning þar sem Hekluskógar selja Heklu kolefniskvóta sem nemur þeirri CO2 mengun sem allir nýir Volkswagen-bílar sem Hekla hf. selur frá 17. maí sl. og á meðan samningurinn er í gildi. Í framhaldi af þessu samkomulagi geta kaupendur Volkswagen-bifreiða haldið áfram að kolefnisjafna með litlu framlagi til Hekluskóga. Hér er um nýtt og spennandi nýmæli að ræða þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta beint og óbeint beitt sér í umhverfismálum. Starfsmenn bifreiðaumboðsins hafa þegar tekið til hendinni og gróðursett fjölda plantna í verkefninu. Umhverfismál eru og verða í brennidepli í umræðu manna í millum. Það er bæði gott og eðlilegt. Allt of margir sitja á kaffihúsum og ræða spekingslega um umhverfismál í manngerðu umhverfi höfuðborgarinnar. Þeir taka hins vegar aldrei til hendinni með beinni þátttöku í umhverfismálum. Hér opnast nýjar víddir varðandi þátttöku almennings og nýir útivistarmöguleikar, verkefnið kemur til með að auka og auðga dýralíf og gróður og endurheimtir læki og tjarnir upp við Heklu. Kolviðarverkefnið og Hekluskógsverkefnið eru náskyld og stefnt er að auknu samstarfi þessara merkilegu verkefna landi og þjóð til sóma. Höfundur er formaður Hekluskógaverkefnisins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun