Kate ekki velkomin í konungshöllina 13. ágúst 2007 06:00 William prins og Kate Middleton. Þótt það hafi ekki verið formlega staðfest bendir flest til þess að Vilhjálmur prins og Kate Middleton hafi náð saman á ný eftir nokkurra vikna aðskilnað. En ekki eru allir sáttir við samband Vilhjálms og Kate. Ensku slúðurblöðin fullyrða að Elísabet drottning sé ekki par ánægð með að Vilhjálmur hafi hafið samband við Kate á ný. Þó að hún kunni vel við hina 25 ára gömlu þokkadís þá sé lífsstíll hennar og viðhorf ekki sæmandi bresku hirðinni. Eftir að Vilhjálmur og Kate slitu fjögurra ára sambandi sínu í apríl á þessu ári hefur hún verið dugleg við að fara út á lífið og segja þeir sem til hennar þekkja að hún geri í því að klæðast flegnum og djörfum kjólum fyrir framan paparazzi-ljósmyndarana. Mun það eingöngu hafa verið gert til að fanga athygli Vilhjálms og fá hann til að taka við henni á ný. Svo virðist sem Kate hafi tekist ætlunarverk sitt en fyrir skemmstu sást til hennar og Vilhjálms í innilegum atlotum. Segja má að áætlun Kate um að ná í Vilhjálm aftur hafi gengið fullkomlega upp og segja þeir sem til hennar þekkja að það sé henni líkt. Kate sé þannig gerð að þegar hún ætli sér eitthvað stoppi hún ekki fyrr en því takmarki hefur verið náð. Hún sé gríðarlega einbeitt og metnaðarfull og þykir hún hafa staðið sig afar vel í starfi sínu hjá Jigsaw-fatalínunni í London. Þótt Kate hafi fengið ótalmörg gylliboð hefur hún aldrei veitt viðtal um samband sitt við Vilhjálm. Engar sögur af ástalífi hennar og prinsins hafa lekið til fjölmiðla og aldrei hefur hún látið óheppileg ummæli falla á opinberum vettvangi. En þrátt fyrir að virðast hreinlega pottþétt, herma götublöðin að Elísabet sé ekki sátt. Það sé einkum vegna reglulegra heimsókna Kate á skemmtistaði Lundúna, þaðan sem hún fer sjaldan snemma heim. Vill Elísabet með engu móti að Vilhjálmur taki upp slíka lífshætti, enda hafi uppátæki bróður hans, Harrys, haft nægilega slæm áhrif á orðspor bresku hirðarinnar. Þá telur Elísabet að fyrst að Vilhjálmur og Kate hafi hætt einu sinni saman " sé ekkert því til fyrirstöðu að það gerist aftur. Kóngafólk Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Þótt það hafi ekki verið formlega staðfest bendir flest til þess að Vilhjálmur prins og Kate Middleton hafi náð saman á ný eftir nokkurra vikna aðskilnað. En ekki eru allir sáttir við samband Vilhjálms og Kate. Ensku slúðurblöðin fullyrða að Elísabet drottning sé ekki par ánægð með að Vilhjálmur hafi hafið samband við Kate á ný. Þó að hún kunni vel við hina 25 ára gömlu þokkadís þá sé lífsstíll hennar og viðhorf ekki sæmandi bresku hirðinni. Eftir að Vilhjálmur og Kate slitu fjögurra ára sambandi sínu í apríl á þessu ári hefur hún verið dugleg við að fara út á lífið og segja þeir sem til hennar þekkja að hún geri í því að klæðast flegnum og djörfum kjólum fyrir framan paparazzi-ljósmyndarana. Mun það eingöngu hafa verið gert til að fanga athygli Vilhjálms og fá hann til að taka við henni á ný. Svo virðist sem Kate hafi tekist ætlunarverk sitt en fyrir skemmstu sást til hennar og Vilhjálms í innilegum atlotum. Segja má að áætlun Kate um að ná í Vilhjálm aftur hafi gengið fullkomlega upp og segja þeir sem til hennar þekkja að það sé henni líkt. Kate sé þannig gerð að þegar hún ætli sér eitthvað stoppi hún ekki fyrr en því takmarki hefur verið náð. Hún sé gríðarlega einbeitt og metnaðarfull og þykir hún hafa staðið sig afar vel í starfi sínu hjá Jigsaw-fatalínunni í London. Þótt Kate hafi fengið ótalmörg gylliboð hefur hún aldrei veitt viðtal um samband sitt við Vilhjálm. Engar sögur af ástalífi hennar og prinsins hafa lekið til fjölmiðla og aldrei hefur hún látið óheppileg ummæli falla á opinberum vettvangi. En þrátt fyrir að virðast hreinlega pottþétt, herma götublöðin að Elísabet sé ekki sátt. Það sé einkum vegna reglulegra heimsókna Kate á skemmtistaði Lundúna, þaðan sem hún fer sjaldan snemma heim. Vill Elísabet með engu móti að Vilhjálmur taki upp slíka lífshætti, enda hafi uppátæki bróður hans, Harrys, haft nægilega slæm áhrif á orðspor bresku hirðarinnar. Þá telur Elísabet að fyrst að Vilhjálmur og Kate hafi hætt einu sinni saman " sé ekkert því til fyrirstöðu að það gerist aftur.
Kóngafólk Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira