Olíuhreinsistöð stenst ekki lög Árni Finnsson skrifar 17. ágúst 2007 00:01 Í viðtali við bæjarstjóra Ísafjarðar í Blaðinu 14. júlí segir hann að náttúruverndarsinnar hafi aldrei skapað nein störf. Það er einkennileg fullyrðing. Hvað með friðlandið á Hornströndum sem var stofnað fyrir tilstuðlan vestfiskra náttúruverndarsamtaka árið 1985? Þúsundir ferðamanna fara um þar um árlega og hafa skapað fjölda starfa fyrir Ísfirðinga um nærri fjögurra áratuga skeið. Hefur bæjarstjórinn ekkert heyrt um þá ferðamenn? Áður hafði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar beitt sér fyrir stóriðjulausum Vestfjörðum. Þess í stað skyldi nýta einstaka náttúru Vestfjarða til að laða að ferðamenn. Hvernig væri nú að bæjarstjórinn léti sér detta í hug að beita sér fyrir hvalaskoðun á Vestfjörðum? Það gæti skapað nokkur raunveruleg störf við arðbæra ferðaþjónustu. Losun koltvísýrings vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum með 8,5 milljóna tonna framleiðslugetu næmi ríflega einni milljón tonna á ári. Árið 1990 – viðmiðunarár Kyoto-bókunarinnar – var útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 3.355.453 tonn. Olíuhreinsistöð myndi því valda nærri 30% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt Kyoto-bókuninni hefur Ísland heimild til að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 10% á tímabilinu 2008-2012 en talsmenn olíuhreinsistöðvarinnar tala um að stöðin geti verið tilbúin fyrir þann tíma. Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum gæti heldur ekki fallið undir hið íslenska ákvæði sem veitir undanþágu fyrir 8 milljónum tonna af koltvísýringi á tímabilinu 2008-2012 fyrir stóriðju. Alþingi samþykkti í vetur lög um losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands og því ljóst að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum getur ekki fallið undir ákvæði þeirra laga. Ljóst er að eftir 2012 verða öll iðnríkin að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda eigi að takast að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar. Undir það hafa íslensk stjórnvöld tekið á alþjóðavettvangi og þar með skuldbundið sig til aðgerða. Staðreyndin er sú að verði ekki dregið verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næstu 10-12 árum verður bráðnun Grænlandsíss ekki umflúin og þar með endar miðborg Reykjavíkur undir vatni. Olíuhreinsistöð er því ógnun við framtíð okkar.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við bæjarstjóra Ísafjarðar í Blaðinu 14. júlí segir hann að náttúruverndarsinnar hafi aldrei skapað nein störf. Það er einkennileg fullyrðing. Hvað með friðlandið á Hornströndum sem var stofnað fyrir tilstuðlan vestfiskra náttúruverndarsamtaka árið 1985? Þúsundir ferðamanna fara um þar um árlega og hafa skapað fjölda starfa fyrir Ísfirðinga um nærri fjögurra áratuga skeið. Hefur bæjarstjórinn ekkert heyrt um þá ferðamenn? Áður hafði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar beitt sér fyrir stóriðjulausum Vestfjörðum. Þess í stað skyldi nýta einstaka náttúru Vestfjarða til að laða að ferðamenn. Hvernig væri nú að bæjarstjórinn léti sér detta í hug að beita sér fyrir hvalaskoðun á Vestfjörðum? Það gæti skapað nokkur raunveruleg störf við arðbæra ferðaþjónustu. Losun koltvísýrings vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum með 8,5 milljóna tonna framleiðslugetu næmi ríflega einni milljón tonna á ári. Árið 1990 – viðmiðunarár Kyoto-bókunarinnar – var útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 3.355.453 tonn. Olíuhreinsistöð myndi því valda nærri 30% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt Kyoto-bókuninni hefur Ísland heimild til að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 10% á tímabilinu 2008-2012 en talsmenn olíuhreinsistöðvarinnar tala um að stöðin geti verið tilbúin fyrir þann tíma. Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum gæti heldur ekki fallið undir hið íslenska ákvæði sem veitir undanþágu fyrir 8 milljónum tonna af koltvísýringi á tímabilinu 2008-2012 fyrir stóriðju. Alþingi samþykkti í vetur lög um losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands og því ljóst að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum getur ekki fallið undir ákvæði þeirra laga. Ljóst er að eftir 2012 verða öll iðnríkin að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda eigi að takast að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar. Undir það hafa íslensk stjórnvöld tekið á alþjóðavettvangi og þar með skuldbundið sig til aðgerða. Staðreyndin er sú að verði ekki dregið verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næstu 10-12 árum verður bráðnun Grænlandsíss ekki umflúin og þar með endar miðborg Reykjavíkur undir vatni. Olíuhreinsistöð er því ógnun við framtíð okkar.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun