Maraþon 18. ágúst 2007 09:00 Á hverju ári, yfirleitt um vorið eða í upphafi sumars, hvarflar að mér að það gæti verið sniðugt að stefna að því að hlaupa maraþon. Nokkrum sinnum hef ég farið inn á heimasíður um maraþonhlaup og skoðað æfingaplön og föndrað í þeirri sömu andrá í huganum við þá mynd af sjálfum mér að ég skokki hnarreistur með númer yfir bringuna og derhúfu í litlum stuttbuxum og hlýrabol í hinu árlega Reykjavíkurmaraþoni í ágúst. En svo ná þessar hugrenningar mínar aldrei mikið lengra. Eftir því sem líður á sumarið verður hugmyndin um hálfmaraþon alltaf meira og meira aðlaðandi, en einhvern veginn hef ég samt ekki fundið mig almennilega í þeirri pælingu. Hálfmaraþon? Til hvers? Er það ekki bara eins og að taka hálft skref að settu marki? Uppgjöf? Ósigur? Niðurstaðan hefur því ætíð orðið sú, og á því verður engin breyting þetta árið, að ég hleyp ekki neitt. Bæði er það, að æfingaplönum fyrir heilmaraþon hefur aldrei almennilega verið ýtt í framkvæmd og hins vegar hef ég iðulega verið frekar lunkinn við að finna mér ástæðu til þess að geta því miður ekki tekið þátt í skemmri vegalengdum. Alltaf eru nefnilega ákveðnar líkur á því að einhverjum takist að gabba mann til þess að hlaupa 10 kílómetrana, og ef ég hefði enga afsökun er allt eins víst að ég myndi láta til leiðast. Það myndi hins vegar vera enn meiri ósigur af mínum sjónarhóli heldur en hálfmaraþon, í ljósi þess að takmarkið er jú maraþon og ekkert minna. Hið háleita markmið um maraþonhlaup og skortur á framkvæmdum í þá veru hefur þannig leitt til fullkominnar kyrrstöðu minnar að öllu leyti hvað varðar þennan allsherjar hlaupadag. Að þessu sinni hef ég óyggjandi afsökun til þess að láta algerlega hjá líða að hlaupa nokkurn skapaðan hlut, því ég er nefnilega staddur í Kasakstan. Mér er þess vegna því miður alveg gjörsamlega fyrirmunað að draga fram hlaupaskóna að þessu sinni. Því er ekki að neita, að sú staðreynd að mitt sálartetur virðist alltaf geta komið því svo við með einhverju móti - þó svo ekki hafi ég farið til Kasakstan algerlega í þeim erindagjörðum einum og sér - að koma því svo við að ég geti því miður ekki tekið þátt í þessum hlaupadegi á nokkurn hátt, hefur leitt mig til dálítillar sjálfsskoðunar. Getur verið að hlaup sé ekki fyrir mig? Nú er ég til dæmis þannig gerður, að ég á það til að fá kjánahroll yfir hinum ólíklegustu hlutum. Kannski finnst mér innst inni kjánalegt að vera að hlaupa eitthvert, án þess í raun að eiga þangað nokkurt erindi. Svo kann líka hitt að blunda undir niðri að það er auðvitað staðreynd að fyrsti maraþonhlauparinn Feidippídes - hermaðurinn gríski sem hljóp með tíðindin af ósigri Persa alla leið frá borginni Maraþon til Aþenu - er sagður hafa fallið niður dauður um leið og hann hafði lokið hlaupi sínu. Þessi íþrótt er því augljóslega stórhættuleg. Borat biður að heilsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Á hverju ári, yfirleitt um vorið eða í upphafi sumars, hvarflar að mér að það gæti verið sniðugt að stefna að því að hlaupa maraþon. Nokkrum sinnum hef ég farið inn á heimasíður um maraþonhlaup og skoðað æfingaplön og föndrað í þeirri sömu andrá í huganum við þá mynd af sjálfum mér að ég skokki hnarreistur með númer yfir bringuna og derhúfu í litlum stuttbuxum og hlýrabol í hinu árlega Reykjavíkurmaraþoni í ágúst. En svo ná þessar hugrenningar mínar aldrei mikið lengra. Eftir því sem líður á sumarið verður hugmyndin um hálfmaraþon alltaf meira og meira aðlaðandi, en einhvern veginn hef ég samt ekki fundið mig almennilega í þeirri pælingu. Hálfmaraþon? Til hvers? Er það ekki bara eins og að taka hálft skref að settu marki? Uppgjöf? Ósigur? Niðurstaðan hefur því ætíð orðið sú, og á því verður engin breyting þetta árið, að ég hleyp ekki neitt. Bæði er það, að æfingaplönum fyrir heilmaraþon hefur aldrei almennilega verið ýtt í framkvæmd og hins vegar hef ég iðulega verið frekar lunkinn við að finna mér ástæðu til þess að geta því miður ekki tekið þátt í skemmri vegalengdum. Alltaf eru nefnilega ákveðnar líkur á því að einhverjum takist að gabba mann til þess að hlaupa 10 kílómetrana, og ef ég hefði enga afsökun er allt eins víst að ég myndi láta til leiðast. Það myndi hins vegar vera enn meiri ósigur af mínum sjónarhóli heldur en hálfmaraþon, í ljósi þess að takmarkið er jú maraþon og ekkert minna. Hið háleita markmið um maraþonhlaup og skortur á framkvæmdum í þá veru hefur þannig leitt til fullkominnar kyrrstöðu minnar að öllu leyti hvað varðar þennan allsherjar hlaupadag. Að þessu sinni hef ég óyggjandi afsökun til þess að láta algerlega hjá líða að hlaupa nokkurn skapaðan hlut, því ég er nefnilega staddur í Kasakstan. Mér er þess vegna því miður alveg gjörsamlega fyrirmunað að draga fram hlaupaskóna að þessu sinni. Því er ekki að neita, að sú staðreynd að mitt sálartetur virðist alltaf geta komið því svo við með einhverju móti - þó svo ekki hafi ég farið til Kasakstan algerlega í þeim erindagjörðum einum og sér - að koma því svo við að ég geti því miður ekki tekið þátt í þessum hlaupadegi á nokkurn hátt, hefur leitt mig til dálítillar sjálfsskoðunar. Getur verið að hlaup sé ekki fyrir mig? Nú er ég til dæmis þannig gerður, að ég á það til að fá kjánahroll yfir hinum ólíklegustu hlutum. Kannski finnst mér innst inni kjánalegt að vera að hlaupa eitthvert, án þess í raun að eiga þangað nokkurt erindi. Svo kann líka hitt að blunda undir niðri að það er auðvitað staðreynd að fyrsti maraþonhlauparinn Feidippídes - hermaðurinn gríski sem hljóp með tíðindin af ósigri Persa alla leið frá borginni Maraþon til Aþenu - er sagður hafa fallið niður dauður um leið og hann hafði lokið hlaupi sínu. Þessi íþrótt er því augljóslega stórhættuleg. Borat biður að heilsa.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun