Ekvilíbríum - Valgeir Sigurðsson Trausti Júlíusson skrifar 7. september 2007 03:00 Ekvilíbríum - Valgeir Sigurðsson Valgeir Sigurðsson er þekktastur fyrir vinnu sína sem upptökumaður og upptökustjóri. Hann hefur mikið unnið með Björk, en líka Bonnie Prince Billy, CocoRosie, múm, Sigur Rós, Slowblow, Seabear, Maps og mörgum fleiri. Áður en Valgeir sneri sér að mestu að upptökuvinnu í hljóðverinu sínu, Gróðurhúsinu, var hann meðlimur í nokkrum hljómsveitum, þar á meðal Unun og þeirri ágætu sveit Birthmark. Það eru tíu lög á Ekvilíbríum. Meirihluti þeirra er án söngs, en Bonnie Prince Billy syngur tvö, Dawn McCarthy eitt og J. Walker eitt. Margir hljóðfæraleikarar koma við sögu, þ.á m. Nico Muhly, Una Sveinbjarnardóttir, Hildur Guðnadóttir, Samuli Kosminen og Óskar Guðjónsson. Orðið Ekvilíbríum merkir jafnvægi og það hæfir plötunni vel – tónlistin er í rólegum, seiðandi og umleikandi stíl. Grunnkrafan sem maður gerir til sólóplötu með upptökustjóra umfram aðrar plötur er að hljómurinn sé flottur og hljóðheimurinn spennandi. Og Valgeir veldur ekki vonbrigðum. Hljómurinn er brakandi ferskur og hljóðheimurinn bæði fallegur og óvenjulegur. Tónlistin er samtal hins nýja og þess gamla. Hún er forrituð að hluta, en hefðbundin hljóðfæri; strengir, gítarar, hljómborð, mandólín, saxófónn og trommur, eru líka áberandi. Lögin eru nokkuð fjölbreytt. Skröltandi taktur einkennir upphafslagið, A Symmetry, en í lokalaginu, Lungs for Merrilee, er enginn taktur, bara hægt stígandi hljóðveggur sem nuddar þægilega á manni hlustirnar. Bæði þessi lög eru á meðal bestu laga plötunnar, en Winter Sleep sem Faun Fables-söngkonan Dawn McCarthy syngur og Bonnie Prince Billy-lögin, Evolution of Waters og Kin, eru líka mjög flott. Ekvilíbríum á margt sameiginlegt með tónlist sumra þeirra listamanna sem Valgeir hefur unnið með, t.d. Björk og múm. Platan hefur samt alveg sinn karakter og hefur mjög sterkan heildarsvip. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Valgeirs Sigurðssonar vel heppnuð og sannfærandi. Veisla fyrir hlustirnar sem allir áhugamenn um framsækna og metnaðarfulla popptónlist ættu að kynna sér. Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Valgeir Sigurðsson er þekktastur fyrir vinnu sína sem upptökumaður og upptökustjóri. Hann hefur mikið unnið með Björk, en líka Bonnie Prince Billy, CocoRosie, múm, Sigur Rós, Slowblow, Seabear, Maps og mörgum fleiri. Áður en Valgeir sneri sér að mestu að upptökuvinnu í hljóðverinu sínu, Gróðurhúsinu, var hann meðlimur í nokkrum hljómsveitum, þar á meðal Unun og þeirri ágætu sveit Birthmark. Það eru tíu lög á Ekvilíbríum. Meirihluti þeirra er án söngs, en Bonnie Prince Billy syngur tvö, Dawn McCarthy eitt og J. Walker eitt. Margir hljóðfæraleikarar koma við sögu, þ.á m. Nico Muhly, Una Sveinbjarnardóttir, Hildur Guðnadóttir, Samuli Kosminen og Óskar Guðjónsson. Orðið Ekvilíbríum merkir jafnvægi og það hæfir plötunni vel – tónlistin er í rólegum, seiðandi og umleikandi stíl. Grunnkrafan sem maður gerir til sólóplötu með upptökustjóra umfram aðrar plötur er að hljómurinn sé flottur og hljóðheimurinn spennandi. Og Valgeir veldur ekki vonbrigðum. Hljómurinn er brakandi ferskur og hljóðheimurinn bæði fallegur og óvenjulegur. Tónlistin er samtal hins nýja og þess gamla. Hún er forrituð að hluta, en hefðbundin hljóðfæri; strengir, gítarar, hljómborð, mandólín, saxófónn og trommur, eru líka áberandi. Lögin eru nokkuð fjölbreytt. Skröltandi taktur einkennir upphafslagið, A Symmetry, en í lokalaginu, Lungs for Merrilee, er enginn taktur, bara hægt stígandi hljóðveggur sem nuddar þægilega á manni hlustirnar. Bæði þessi lög eru á meðal bestu laga plötunnar, en Winter Sleep sem Faun Fables-söngkonan Dawn McCarthy syngur og Bonnie Prince Billy-lögin, Evolution of Waters og Kin, eru líka mjög flott. Ekvilíbríum á margt sameiginlegt með tónlist sumra þeirra listamanna sem Valgeir hefur unnið með, t.d. Björk og múm. Platan hefur samt alveg sinn karakter og hefur mjög sterkan heildarsvip. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Valgeirs Sigurðssonar vel heppnuð og sannfærandi. Veisla fyrir hlustirnar sem allir áhugamenn um framsækna og metnaðarfulla popptónlist ættu að kynna sér.
Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira